logo-for-printing

24.06.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Ritið Fjármálainnviðir 2019 hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands.

Í ritinu, sem hefst á formála seðlabankastjóra, er að þessu sinni fjallað um kerfislega mikilvæga fjármálainnviði, greiðsluflæði og sviðsmyndir áhættu, smágreiðslumiðlun, greiðsluhegðun heimila og áætlaðan kostnað samfélagsins við smágreiðslumiðlun. Í ritinu er jafnframt fjöldi skýringarmynda og talnaefni.

Nánar
20.06.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 06/2019

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 05/2019 dagsett 22. maí sl. Grunnur dráttarvaxta, þ.e. lán gegn veði í 7 daga, er því óbreyttur 4,75%. Dráttarvextir verða því óbreyttir 11,75% fyrir tímabilið 1. - 31. júlí 2019.

Nánar
18.06.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Líf og fjör í Seðlabankanum á sautjánda júní

Margir mættu í Seðlabankann á sautjánda júní til að skoða sýningu í myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns, en bankinn tók þátt í því framtaki forsætisráðuneytis að hafa opið fyrir almenning frá klukkan 14 til 18 á þessum hátíðisdegi. Biðröð hafði myndast þegar húsið var opnað og stöðugur straumur fólks var um fyrstu hæð hússins þær fjórar klukkustundir sem opið var.

Nánar
13.06.2019Alfred Nobel

Nóbelsverðlaun Halldórs Laxness í myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns á 17. júní

Nóbelsverðlaun Halldórs Laxness og fleira tengt skáldinu verður til sýnis í myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns við Kalkofnsveg 1 í Reykjavík á milli klukkan 14:00 og 18:00 á þjóðhátíðardeginum 17. júní næstkomandi í tilefni af því að nú eru um hundrað ár liðin frá útkomu fyrstu bókar skáldsins, Barni náttúrunnar. Þar verður einnig til sýnis gullstöng eins og þær sem eru hluti af gulleign í gjaldeyrisforða bankans. Þá verður sýnt valið úrval málverka í eigu Seðlabankans.

Nánar
11.06.2019Karen Vignisdóttir

Karen Áslaug Vignisdóttir nýr forstöðumaður á sviði hagfræði og peningastefnu

Karen Áslaug Vignisdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns greiningar og útgáfu á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands. Karen er jafnframt aðstoðarframkvæmdastjóri sviðsins og staðgengill aðalhagfræðings. Hún er auk þess ritari peningastefnunefndar Seðlabankans. Karen er með meistarapróf í hagfræði frá háskólanum í Árósum í Danmörku frá árinu 2005 en hún lauk grunnnámi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Hún hefur starfað á hagfræði- og peningastefnusviði bankans frá mars 2006 og hefur gegnt stöðu forstöðumanns greiningar og útgáfu frá júlímánuði í fyrra.

Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal

22.04.2013

Vorfundur AGS

19.11.2012

Skýrsla AGS

15.10.2012

Ársfundur AGS

28.09.2012

Heimsókn AGS

25.09.2012

Nýfjárfesting

02.11.2011

Vextir hækka

15.10.2008

Álit Moody's

21.05.2008

Álit Moody's