logo-for-printing

08. júlí 2020Bygging Seðlabanka Íslands

Fundargerð peningastefnunefndar frá 23. júní

Í samræmi við starfsreglur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er hér birt nýjasta fundargerð nefndarinnar, en fundargerð er birt tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt.

Nánar
08. júlí 2020Harpan og bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá QBE UK Limited til QBE Europe SA/NV. Fyrirhuguð yfirfærsla er í samræmi við tilkynningu dagsetta 7. júlí 2020 frá breska fjármálaeftirlitinu, Prudential Regulation Authority.

Nánar
07. júlí 2020Bygging Seðlabanka Íslands

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur metið Rapyd Financial Network (2016) Ltd. hæft til að fara með virkan eignarhlut í KORTA hf.

Hinn 25. júní 2020 komst Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að ísraelska félagið Rapyd Financial Network (2016) Ltd. væri hæft til að fara með yfir 50% virkan eignarhlut í KORTA hf., skv. VI. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. 10. mgr. 15. gr. laga nr. 120/2011, um greiðsluþjónustu.

Nánar
06. júlí 2020

Fjármálaeftirlitsnefnd hefur ákveðið að birta ákvarðanir um álagningu stjórnvaldssekta

Fjármálaeftirlitsnefnd hefur tekið ákvörðun um að ákvarðanir nefndarinnar um álagningu stjórnvaldssekta vegna brota verði birtar í heild sinni á vefsíðu Seðlabanka Íslands. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsnefndar, sem byggir á heimild í 2. mgr. 16. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands, tekur til allra ákvarðana fjármálaeftirlitsnefndar um álagningu stjórnvaldssekta frá gildistöku laga nr. 92/2019.

Nánar
06. júlí 2020Bygging Seðlabanka Íslands

Niðurstaða athugunar á gæðum TRS II skýrslna

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) framkvæmdi vettvangsathugun hjá Kviku banka hf., Íslenskum verðbréfum hf. og Arion banka hf. haustið 2019. Niðurstaða lá fyrir í janúar 2020.

Nánar