logo-for-printing

01.04.2020

Fundargerð peningastefnunefndar frá 17. mars 2020

Fundargerð frá aukafundi peningastefnunefndar 17. mars 2020 er nú aðgengileg hér á vef Seðlabankans, en fundargerð er birt tveimur vikum eftir hverja vaxtaákvörðun.

Nánar
01.04.2020

Dreifibréf til tilkynningarskyldra aðila um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Fjámálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) hefur sent dreifibréf til tilkynningarskyldra aðila skv. a-k-liðum 2. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Tilefnið er yfirlýsing Evrópska bankaeftirlitsins (EBA) um aðlögun eftirlits og áhættumats vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka í ljósi áhrifa COVID-19.

Nánar
01.04.2020Bygging Seðlabanka Íslands og Esjan á bakvið

Breytingar á gengisskráningu

Svo sem kom fram í frétt Seðlabanka Íslands 9. október á síðasta ári mun Seðlabankinn frá og með deginum í dag eingöngu birta skráð miðgengi allra gjaldmiðla sem bankinn skráir. Birting á kaup- og sölugengi gjaldmiðla verður hætt.

Nánar
31.03.2020

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitir undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands hf.

Hinn 10. mars 2020 birti Eimskipafélag Íslands hf. (Eimskip) opinberlega tilkynningu frá Samherja Holding ehf. í tilefni af flöggunartilkynningu félagsins í Eimskip. Í tilkynningunni kom m.a. fram að Samherji Holding ehf. hefði aukið hlut sinn í Eimskip um 3,05% í 30,11% og myndi, innan fjögurra vikna, gera öðrum hluthöfum tilboð svo sem lög áskildu.

Nánar
30.03.2020

Hagvísar Seðlabanka Íslands birtir

Hagvísar Seðlabanka Íslands hafa verið birtir hér á vef bankans. Ritið er ársfjórðungslegt yfirlit yfir þróun efnahagsmála og safn hagvísa.

Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal