logo-for-printing

26.06.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Yfirlýsing peningastefnunefndar 26. júní 2019

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%.

Nánar
25.06.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Vaxtaákvörðun og vefútsending

Á morgun, miðvikudaginn 26. júní 2019, verður ákvörðun peningastefnunefndar um vexti Seðlabanka Íslands birt hér á vefsíðu bankans klukkan 8:55. Klukkan 10:00 hefst svo vefútsending þar sem Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri og nefndarmaður í peningastefnunefnd, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar og þeim rökum sem að baki liggja.

Nánar
24.06.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Ritið Fjármálainnviðir 2019 hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands

Í ritinu, sem hefst á formála seðlabankastjóra, er að þessu sinni fjallað um kerfislega mikilvæga fjármálainnviði, greiðsluflæði og sviðsmyndir áhættu, smágreiðslumiðlun, greiðsluhegðun heimila og áætlaðan kostnað samfélagsins við smágreiðslumiðlun. Í ritinu er jafnframt fjöldi skýringarmynda og talnaefni.

Nánar
20.06.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 06/2019

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 05/2019 dagsett 22. maí sl. Grunnur dráttarvaxta, þ.e. lán gegn veði í 7 daga, er því óbreyttur 4,75%. Dráttarvextir verða því óbreyttir 11,75% fyrir tímabilið 1. - 31. júlí 2019.

Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal

22.04.2013

Vorfundur AGS

19.11.2012

Skýrsla AGS

15.10.2012

Ársfundur AGS

28.09.2012

Heimsókn AGS

25.09.2012

Nýfjárfesting

02.11.2011

Vextir hækka

15.10.2008

Álit Moody's

21.05.2008

Álit Moody's