20.07.2017Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 07/2017

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 07/2017

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta er óbreyttur frá síðustu vaxtatilkynningu nr. 06/2017 dags 16. júní sl. enda hefur engin stýrivaxtaákvörðun verið síðan þá. Dráttarvextir eru því óbreyttir og verða áfram 12,25% fyrir tímabilið 1. - 31. ágúst 2017.

Arrow right Nánar
20.07.2017Reglur um hámark verðsetningarhlutfalls fasteignaveðlána til neytenda

Reglur um hámark verðsetningarhlutfalls fasteignaveðlána til neytenda

Fjármálaeftirlitið hefur í dag sett reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasateignalána til neytenda. Reglurnar eru settar að fengnu áliti fjármálastöðugleikaráðs, sem seðlabankastjóri á sæti í.

Arrow right Nánar
10.07.2017Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis

Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis

Skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis sem fjallar um störf nefndarinnar á fyrri hluta ársins 2017 hefur verið birt á vef bankans. Lög um Seðlabanka Íslands kveða á um að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða skuli efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður.

Arrow right Nánar
07.07.2017Fitch hækkar langtímalánshæfiseinkunn ríkissjóðs í „A-“ – horfur sagðar jákvæðar

Fitch hækkar langtímalánshæfiseinkunn ríkissjóðs í „A-“ – horfur sagðar jákvæðar

Matsfyrirtækið Fitch Ratings tilkynnti í dag að það hefði hækkað lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins á langtímaskuldbindingum í innlendri og erlendri mynd í „A-“ úr „BBB+“. Þá eru horfur fyrir einkunnina sagðar jákvæðar (e. outlook positive). Drifkraftar hækkunarinnar eru einkum batnandi ytri staða þjóðarbúsins og skuldalækkun hins opinbera ásamt sterkum hagvexti.

Arrow right Nánar
30.06.2017Matsfyrirtækið Standard og Poor‘s staðfesti í dag A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs, með stöðugum horfum

Matsfyrirtækið Standard og Poor‘s staðfesti í dag A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs, með stöðugum horfum

Í samræmi við birtingaráætlun sína staðfesti Standard & Poor‘s í dag, 30. júní, A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtíma- og skammtímaskuldir í erlendum og innlendum gjaldmiðlum. Stöðugar horfur endurspegla þá skoðun matsfyrirtækisins að möguleikarnir á frekari styrkingu opinberra fjármála vegi á móti hættunni á ofhitnun hagkerfisins á næstu tveimur árum.

Arrow right Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal

10.12.2014

Vefútsending

05.11.2014

Vefútsending

11.06.2014

Vefútsending

15.05.2013

Vefútsending

22.04.2013

Vorfundur AGS

06.02.2013

Vefútsending

19.11.2012

Skýrsla AGS

15.10.2012

Ársfundur AGS

28.09.2012

Heimsókn AGS

25.09.2012

Nýfjárfesting

02.11.2011

Vefútsending

02.11.2011

Vextir hækka

21.09.2011

Vefútsending

17.08.2011

Vefútsending

15.10.2008

Álit Moody's

21.05.2008

Álit Moody's