23.05.2017Fundargerð annars fundar Þjóðhagsráðs

Fundargerð annars fundar Þjóðhagsráðs

​Annar fundur Þjóðhagsráðs var haldinn 6. apríl sl. Í ráðinu eiga nú sæti forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, og forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Seðlabanka Íslands. Markmið Þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði. Á fundum ráðsins skal fjalla um stöðu í efnahagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni, og skal ráðið beina umfjöllun sinni sérstaklega að þáttum þar sem samhæfingu er helst ábótavant. Fundi ráðsins skal halda að lágmarki tvisvar á ári og skal fundargerð þeirra birt á heimasíðum aðila að ráðinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði stofnyfirlýsingu Þjóðhagsráðs fyrir hönd Seðlabanka Íslands. Á fundinum fjallaði hann um stöðu efnahagsmála og helstu áskoranir sem stjórn peningamála stæði frammi fyrir. Auk seðlabankastjóra sátu Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og Rannveig Sigurðardóttir staðgengill hans fundinn.

Arrow right Nánar
19.05.2017Birting skilmála vegna kaupa á aflandskrónum

Birting skilmála vegna kaupa á aflandskrónum

Seðlabanki Íslands birtir hér skilmála vegna kaupa á aflandskrónum, samanber meðal annars fréttatilkynningu bankans frá 5. maí síðastliðnum. Um er að ræða tilboð þar sem bankinn býðst til að kaupa aflandskrónueignir, eins og þær eru skilgreindar í lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum nr. 37/2016, í skiptum fyrir reiðufé í evrum á genginu 137,5 krónur á evru. Tilboðið nær til aflandskrónueigna í formi innstæðna, víxla og skuldabréfa sem gefin eru út af ríkissjóði eða Íbúðalánasjóði, og innstæðubréfa Seðlabankans (CBI2016).

Arrow right Nánar
19.05.2017Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 05/2017

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 05/2017

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 04/2017 dagsett 18. apríl sl. en meginvextir, áður fyrr nefndir stýrivextir, lækkuðu um 0,25% hinn 17. maí sl. sbr. tilkynningu þar um sama dag hjá peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.

Arrow right Nánar
18.05.2017Seðlabanki Íslands hættir reglulegum gjaldeyriskaupum

Seðlabanki Íslands hættir reglulegum gjaldeyriskaupum

Í samræmi við tilkynningar þar um hefur Seðlabanki Íslands allt frá árinu 2002, með nokkrum hléum, keypt gjaldeyri af viðskiptavökum á gjaldeyrismarkaði til þess að eiga fyrir erlendum greiðslum ríkissjóðs og styðja við gjaldeyrisforða. Reglubundin kaup hafa undanfarin misseri numið 6 milljónum evra á viku. Á síðasta ári námu kaupin 312 milljónum evra, jafnvirði 41,7 milljarða króna, sem samsvaraði um 11% af hreinum gjaldeyriskaupum bankans á árinu. Umfangsmikil gjaldeyriskaup bankans á undanförnum árum hafa leitt til mikillar stækkunar forðans sem gerir það að verkum að ekki er þörf fyrir þessi reglulegu kaup um þessar mundir. Þeim verður því hætt frá og með næstu viku.

Arrow right Nánar
17.05.2017Gögn aðalhagfræðings við kynningu á vaxtaákvörðun og efni Peningamála

Gögn aðalhagfræðings við kynningu á vaxtaákvörðun og efni Peningamála

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu og meðlimur í peningastefnunefnd, kynnti rök fyrir vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í sérstakri vefútsendingu í morgun. Vaxtaákvörðun var birt fyrr um morguninn en í vefútsendingunni kynntu Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur rök nefndarinnar, jafnframt því sem efni nýbirtra Peningamála var reifað.

Arrow right Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal

10.12.2014

Vefútsending

05.11.2014

Vefútsending

11.06.2014

Vefútsending

15.05.2013

Vefútsending

22.04.2013

Vorfundur AGS

06.02.2013

Vefútsending

19.11.2012

Skýrsla AGS

15.10.2012

Ársfundur AGS

28.09.2012

Heimsókn AGS

25.09.2012

Nýfjárfesting

02.11.2011

Vefútsending

02.11.2011

Vextir hækka

21.09.2011

Vefútsending

17.08.2011

Vefútsending

15.10.2008

Álit Moody's

21.05.2008

Álit Moody's