logo-for-printing

20.02.2019Peningastefnunefnd 2018

Fundargerð peningastefnunefndar

Peningastefnunefnd birtir fundargerðir af fundum sínum tveimur vikum eftir að tilkynnt er um vaxtaákvörðun. Hér birtist fundargerð fundar peningastefnunefndarinnar 4. og 5. febrúar 2019, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, vaxtaákvörðunina 6. febrúar og kynningu þeirrar ákvörðunar.

Nánar
20.02.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 02/2019

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 01/2019 dags 21. janúar sl. þar sem að engin breyting hefur orðið á meginvöxtum (stýrivöxtum) síðan þá. Grunnur dráttarvaxta, þ.e. þeir meginvextir sem eru lán gegn veði í verðbréfum, er því óbreyttur 5,25%.

Nánar
19.02.2019Peningastefnunefnd 2018

Opinn fundur peningastefnunefndar með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis

Lög um Seðlabanka Íslands kveða svo á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða skuli efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður. Sautjándi fundur peningastefnunefndar með Alþingi var haldinn 21. febrúar 2019 kl 09:00. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar og Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri og peningastefnunefndarmaður mættu á fundinn.

Nánar
19.02.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Í tilefni álits umboðsmanns Alþingis

Hinn 25. janúar sl. birti umboðsmaður Alþingis álit nr. 9730/2018. Í framhaldi af birtingu álitsins svaraði Seðlabankinn spurningum fjölmiðla með eftirfarandi hætti: „Seðlabankinn tekur ábendingum umboðsmanns alvarlega og mun fara eftir tilmælum hans. Það er nú í lögfræðilegri skoðun hvað í því felst.“ Seðlabankinn hefur ekki lokið þessari skoðun enda er umfang málsins miklu stærra en kann að virðast við fyrstu sýn og getur varðað grundvöll fjármagnshafta sem refsiheimild frá því að þau voru sett á undir lok árs 2008 og þar til lögum um gjaldeyrismál var breytt á árinu 2011. Vegna fjölmiðlaumræðu, sem í sumum tilfellum hefur verið misvísandi varðandi það um hvað málið snýst, þykir Seðlabankanum rétt að gera nú að einhverju leyti nánari grein fyrir mati sínu á málinu.

Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal

22.04.2013

Vorfundur AGS

19.11.2012

Skýrsla AGS

15.10.2012

Ársfundur AGS

28.09.2012

Heimsókn AGS

25.09.2012

Nýfjárfesting

02.11.2011

Vextir hækka

15.10.2008

Álit Moody's

21.05.2008

Álit Moody's