

Ný rannsóknarritgerð um fjármálaskilyrðavísi fyrir Ísland
Seðlabanki Íslands hefur gefið út rannsóknarritgerðina „A Financial Conditions Index for Iceland“ sem Tómas Dan Halldórsson, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, og Stella Einarsdóttir, sérfræðingur í Seðlabanka Íslands, skrifuðu ásamt Eysteini Einarssyni hagfræðingi og Védísi Sigríði Ingvarsdóttur, meistaranema við DTU í Kaupmannahöfn. Hin tvö síðarnefndu eru fyrrum starfsmenn Seðlabankans.
Nánar
Fjármálastöðugleiki birtur
Ritið Fjármálastöðugleiki 2023/2 hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands. Í Fjármálastöðugleika er tvisvar á ári birt yfirlit yfir stöðu fjármálakerfisins, þ.e. um styrk þess og hugsanlega veikleika og áhættu sem því kann að vera búin bæði af þjóðhagslegum og rekstrarlegum toga. Í ritinu greinir Seðlabankinn frá því hvernig hann vinnur að verkefnum sem varða virkt og öruggt fjármálakerfi. Fjármálastöðugleiki er einnig gefinn út á ensku undir heitinu Financial Stability.
Nánar.jpg?proc=ForsidaFrett)
Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands 20. september 2023
Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk. Bankarnir hafa með skuldabréfaútgáfu á síðustu mánuðum dregið úr endurfjár-mögnunaráhættu í erlendum gjaldmiðlum. Álagspróf benda til að bankarnir búi yfir góðum viðnámsþrótti til að styðja við heimili og fyrirtæki ef þörf krefur. Vanskil útlána eru lítil og á heildina litið virðist staða lántakenda vera góð. Í ljósi þessa ákvað nefndin að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%.
Nánar
Vefútsending vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar og útgáfu Fjármálastöðugleika 20 september 2023
Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands var birt kl. 8:30 miðvikudaginn 20. september. Ritið Fjármálastöðugleiki var birt á vef bankans klukkan 8:35 og vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar og útgáfu Fjármálastöðugleika fór fram kl. 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, gerðu grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og kynna efni ritsins Fjármálastöðugleika.
Nánar
Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 09/2023
Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.
Nánar