logo-for-printing

20.08.2019Ásgeir Jónsson

Dr. Ásgeir Jónsson tekinn við embætti seðlabankastjóra

Ásgeir Jónsson tók í dag við embætti seðlabankastjóra. Ásgeir lauk doktorsprófi í hagfræði frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 2001 með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. Doktorsritgerð Ásgeirs fjallaði um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hagkerfi. Ásgeir hefur starfað við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent. Hann hefur verið deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015. Ásgeir hefur gegnt ýmsum öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og verið forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004–2011.

Nánar
20.08.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis

Skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis sem fjallar um störf nefndarinnar á fyrri hluta ársins 2019 hefur verið birt á vef bankans. Lög um Seðlabanka Íslands kveða á um að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða skuli efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður.

Nánar
19.08.2019

Fundaferð seðlabankastjóra um landið

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur á nýlegum kynningarfundum á landsbyggðinni fjallað um markmið í starfi Seðlabankans, árangur við stjórn efnahags- og peningamála frá fjármálahruninu 2008 og stórar áskoranir í starfinu framundan. Á fjölmennum kynningarfundi í Árborg í dag lauk seðlabankastjóri máli sínu með því að vara við þeirri þróun sem átt hefur sér stað í rafrænni smágreiðslumiðlun hér á landi þar sem færsluvísun debetkorta innlendra aðila hefur í ríkari mæli flust úr landi.

Nánar
18.08.2019Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Fundur með seðlabankastjóra á Selfossi í hádeginu í dag

Kynningarfundur verður með Má Guðmundssyni seðlabankastjóra á Hótel Selfossi í dag, mánudaginn 19. ágúst. Fundurinn hefst klukkan 12:00 og verður boðið upp á súpu á meðan á honum stendur. Fundarstjóri á fundinum verður Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Yfirskrift fundarins er Markmið, árangur og áskoranir, en á fundunum fer seðlabankastjóri yfir markmið í starfi Seðlabankans, rekur stuttlega þróun peninga- og efnahagsmála og ræðir um stórar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Fundargestum gefst síðan kostur á að spyrja um efnið og ræða málin.

Nánar
16.08.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Gull til sýnis í Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns

Eins og fram kom í tengslum við sýningu í Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns á Safnanótt síðastliðinn febrúar var ákveðið að koma gullstöng á borð við þá sem var þá til sýnis í nýja umgjörð til sýningar í Myntsafninu. Því hefur nýjum sýningarkassa með gullstönginni verið komið fyrir í safninu. Gestir geta því skoðað gullstöngina, þreifað á henni og reynt að lyfta henni líkt og á sýningunni í tengslum við Safnanótt í vetur. Gullstöngin sem er til sýnis er um 400 únsur og vegur 12,5 kílógrömm. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns er opið frá klukkan 13 til 16 alla virka daga.

Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal

22.04.2013

Vorfundur AGS

19.11.2012

Skýrsla AGS

15.10.2012

Ársfundur AGS

28.09.2012

Heimsókn AGS

25.09.2012

Nýfjárfesting

02.11.2011

Vextir hækka

15.10.2008

Álit Moody's

21.05.2008

Álit Moody's