logo-for-printing

04. apríl 2022

Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands tekið til starfa

Bankaráð. Mynd tekin í 31. mars 2022. Sitjandi frá vinstri eru Þórunn Guðmundsdóttir og Gylfi Magnússon formaður. Standandi frá vinstri eru Sigurjón Arnórsson, Kirstín Þ. Flygenring, Sigríður Andersen, Þorsteinn Víglundsson og Arnar Bjarnason.
Bankaráð. Mynd tekin í 31. mars 2022. Sitjandi frá vinstri eru Þórunn Guðmundsdóttir og Gylfi Magnússon formaður. Standandi frá vinstri eru Sigurjón Arnórsson, Kirstín Þ. Flygenring, Sigríður Andersen, Þorsteinn Víglundsson og Arnar Bjarnason.

Fyrsti fundur nýs bankaráðs Seðlabanka Íslands fór fram fimmtudaginn 31. mars síðastliðinn. Gylfi Magnússon var á fundinum kjörinn formaður ráðsins og Þórunn Guðmundsdóttir varaformaður.

Á fundi Alþingis 24. mars 2022 fór fram kosning sjö manna og jafnmargra varamanna í bankaráð Seðlabanka Íslands. Alþingi skal samkvæmt lögum kjósa bankaráð að loknum kosningum til Alþingis.

Aðalmenn eru Arnar Bjarnason, Gylfi Magnússon, Sigríður Andersen, Þórunn Guðmundsdóttir, Kirstín Þ. Flygenring, Sigurjón Arnórsson og Þorsteinn Víglundsson.

Varamenn er Aðalheiður Sigursveinsdóttir, Þórlindur Kjartansson, Kristín Thoroddsen, Hildur Traustadóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Oddný Árnadóttir og Jarþrúður Ásmundsdóttir.

Nánari upplýsingar um störf bankaráðs eru hér: Stjórnskipulag

 


Til baka