
Markaðsviðskipti
Seðlabankinn er aðili að viðskiptakerfi Nasdaq OMX og fylgist með skipulögðum verðbréfamarkaði. Bankinn getur átt viðskipti á eftirmarkaði með skuldabréf, telji hann það þjóna markmiðum sínum.
Megintilgangur markaðsaðgerða Seðlabanka Íslands er að stuðla að miðlun peningastefnunnar, og þar með að stöðugu verðlagi, og varðveita fjármálastöðugleika.
Sýna allt
Markaðsaðgerðir
Reglur um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabankann
Mótaðilar í viðskiptum við Seðlabankann
Daglán og viðskiptareikningar
Vikulegar markaðsaðgerðir
Stjórntæki
Seðlabankinn og ríkissjóður
Til að sinna verkefnum sínum getur Seðlabankinn ýmist þurft að beita sér á tilteknum fjármálamörkuðum eða að hafa visst eftirlit með þeim.
Sýna allt
Millibankamarkaður með gjaldeyri
Millibankamarkaður með krónur
Vaxtaviðmið í íslenskum krónum (IKON)
Mótaðilar Seðlabanka Íslands í viðskiptum og þátttakendur í millibankagreiðslukerfi Seðlabankans geta lagt fram tryggingar í verðbréfum; annars vegar vegna heimilda í greiðslukerfum og hins vegar sem tryggingu fyrir veðlánum, þegar þau eru í boði.
Um tryggingar sem teljast hæfar til tryggingar í viðskiptum við Seðlabankann, gilda reglur nr. 1200/2019 með seinni breytingum.
Um uppgjörstryggingar í formi verðbréfa, vegna þátttöku í greiðslukerfum, fer samkvæmt reglum Seðlabanka Íslands á hverjum tíma um millibankagreiðslukerfi Seðlabankans, þ.e. reglum nr. 1030/2020.
Seðlabankinn áskilur sér fullan rétt til að endurskoða ákvörðun um veðhæfi flokka í ljósi aðstæðna hverju sinni.
Veðhæf bréf í viðskiptum og greiðslukerfum (Uppfært vikulega)
Veðhæfir flokkar (CSV skrá)
Mat á verðmæti verðbréfa
Við mat á verðmæti verðbréfa sem fjárhagslegrar tryggingarráðstöfunar vegna viðskipta við Seðlabankann og þátttöku í greiðslukerfum skal nota frádrag frá viðmiðunarverði samkvæmt meðfylgjandi töflu:
Frádrag frá viðmiðunarverði* | |||
< 2ár |
2ár < 5 ár |
5 ár > | |
Verðbréf og víxlar gefnir út af ríkissjóði |
1% |
3% |
5% |
Verðbréf með ríkisábyrgð |
1% | 3% | 5% |
Sértryggð skuldabréf** |
6% |
8% |
10% |
Önnur verðbréf |
8% |
10% |
12% |
Skuldabréfasöfn fjármálafyrirtækja |
30% | 30% | 30% |
Stuðningslán |
1% | 1% | 1% |
Bundin innlán í greiðslukerfum |
1% | 1% | 1% |
*Engin viðskiptavakt með skuldabréf bætist við auka 5% frádrag
**Þegar eigin bréf eru notuð bætist við 5% álag
Ef nauðsyn krefur, t.d. vegna markaðsaðstæðna, getur Seðlabankinn beitt frekara frádragi. Seðlabankinn áskilur sér rétt til að hafna umsókn um viðskipti náist ekki samkomulag um verðmat trygginga.
Millibankagreiðslukerfi Seðlabanka Íslands - MBK kerfið
Millibankagreiðslukerfi Seðlabanka Íslands (MBK) er sjálfstætt kerfi í eigu Seðlabankans. Um kerfið gilda reglur nr. 1030 frá 22. október 2020 um millibankagreiðslukerfi Seðlabanka Íslands. Kerfið skiptist í tvo hluta stórgreiðslukerfi (RTGS) og smágreiðslukerfi (EXP). Stórgreiðslur eru greiðslufyrirmæli að fjárhæð 10 m.kr. eða hærri milli viðskiptavina tveggja fjármálafyrirtækja. Í stórgreiðslukerfinu fer fram rauntíma brúttó uppgjör með íslenskar krónur. Í því eru m.a. gerð upp viðskipti Seðlabankans við innlánsstofnanir og viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri. Þá eru einnig framkvæmd uppgjör í mikilvægum uppgjörskerfum, þ.e. verðbréfauppgjörskerfum og smágreiðslukerfi.
Greiðslur milli fjármálafyrirtækja sem eru lægri en 10 m.kr. fara í gegnum smágreiðsluhluta MBK. Smágreiðslur eru gerðar upp í stórgreiðsluhlutanum tvisvar á dag.
Árið 2017 undirritaði Seðlabankinn samning við Suður-afríska framleiðandann SIA-Perago um kaup og innleiðingu á nýju millibankakerfi. Perago er dótturfélag SIA, sem er ítalskt félag. Bæði fyrirtækin hafa tekið þátt í uppbyggingu hliðstæðra kerfa í norrænum seðlabönkum. Innleiðingu á kerfinu lauk í október 2020.
Opnunartími kerfisins
Hvor hluti millibankakerfisins hefur eigin opnunartíma. Stórgreiðslukerfið er opið fyrir hefðbundna greiðslumiðlun milli viðskiptavina þátttakenda frá kl. 9:00-16:30 á viðskiptadögum. Beri 31. desember upp á viðskiptadag er SG-kerfið opið frá 09:00-12:00.
Smágreiðslukerfið er opið allan sólarhringinn. Uppgjör smágreiðslna fer fram tvisvar á dag kl. 8:30 og kl 16:00.
Uppgjör verðbréfa hjá verðbréfamiðstöð Nasdaq fer fram fimm sinnum á dag, þ.e. kl. 9:15, 10:30, 11:45, 14:00 og 15:20.
Uppgjör verðbréfa hjá Verðbréfamiðstöð Íslands fer fram þrisvar sinnum á dag, þ.e. kl. 10:00, 13:30 og 15:30.
Þátttakendur
Þátttakendur í millibankakerfi Seðlabanki Íslands geta verið, innlend og erlend fjármálafyrirtæki og opinberir lánasjóðir sem Seðlabankinn samþykkir. Núverandi þátttakendur eru:
- Arion banki hf.
- Clearstream Banking S.A. í Lúxemborg.
- Euroclear Bank SA/NV í Belgíu.
- indó sparisjóður hf.
- Íslandsbanki hf.
- Kvika banki hf.
- Landsbankinn hf.
- Sparisjóður Austurlands hf.
- Sparisjóður Höfðhverfinga ses.
- Sparisjóður Strandamanna ses.
- Sparisjóður Suður-Þingeyinga ses.
- Seðlabanki Íslands.
Þátttakendur og skilyrði þátttöku í MBK
II kafli reglna um millibankagreiðslukerfi Seðlabanka Íslands fjallar um þátttakendur og skilyrði þátttöku.
Seðlabanki Íslands tekur ákvörðun um aðild nýrra þátttakenda að millibankakerfinu og útilokun á þátttöku aðila í kerfinu.
Þátttakendur geta verið stofnanir samkvæmt skilgreiningu 2. tl. 2. gr. laga nr. 90/1999 og aðrir aðilar sem Seðlabankinn samþykkir, enda uppfylli þátttakendur þátttökuskilyrði skv. 4. gr. reglna um millibankagreiðslukerfi.
Fjármálafyrirtæki með staðfestu og starfsleyfi erlendis, en starfsemi hér á landi, skal eingöngu veitt aðild að millibankakerfinu ef það sætir sambærilegu eftirliti í heimaríki sínu og lög nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi kveða á um.
Milligönguaðilar, uppgjörsaðilar og greiðslujöfnunarstöðvar samkvæmt 3., 4. og 8. tl. 2. gr. laga nr. 90/1999 geta með samþykki Seðlabanka Íslands verið þátttakendur í millibankakerfinu. Um réttindi og skyldur þeirra, auk annarra óbeinna þátttakenda, fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 90/1999 og 3. og 4. gr. þessara reglna eftir því sem við á.
Seðlabanki Íslands er beinn þátttakandi í millibankakerfinu.
Heimildir og uppgjörstryggingar
Þátttakandi gerir skriflegan samning við Seðlabankann um heimild í millibankakerfinu. Heimildin gildir fyrir þátttakandann samanlagt í stórgreiðsluhluta kerfisins sem og smágreiðsluhluta þess. Þátttakandi skal leggja fram nægar tryggingar fyrir heimildinni sem Seðlabankinn metur og samþykkir. Fjárhæð trygginga að teknu tilliti til frádrags skal eigi vera lægri en fjárhæð heimildar viðkomandi þátttakanda.
Verðmæti trygginga
Við mat á verðmæti verðbréfa og annarra trygginga sem Seðlabankinn metur fullnægjandi, sem lögð eru fram til vegna samnings um fjárhagslega tryggingaráðstöfun skal reikna frádrag frá viðmiðunarverði. Frádrag verðbréfa og annarra hæfra trygginga er birt á vefsíðu Seðlabankans. Seðlabankinn getur reiknað frádrag umfram það sem fram kemur á vefsíðu Seðlabankans ef bankinn telur það nauðsynlegt t.d. vegna markaðsaðstæðna.
Listi yfir tryggingar sem Seðlabankinn metur hæfar í millibankakerfinu er birtur á vefsíðu Seðlabankans.
Sérstakar takmarkanir gilda um sértryggð skuldabréf. Takmarkanirnar eru eftirfarandi:
- Sértryggð skuldabréf skulu gefin út samkvæmt lögum nr. 11/2008.
- Útgefið markaðsvirði flokks skal vera 5 ma.kr. og staðfest að það magn hafi selt.
- Tryggingasafn sértryggðs skuldabréfs skal eingöngu samanstanda af skuldabréfum tryggðum með veði í íbúðahúsnæði hér á landi.
- Fjármálafyrirtæki getur lagt fram til tryggingar allt að 3 ma.kr. að markaðsvirði af eigin útgáfu sértryggðra skuldabréfa.
- Sértryggð bréf geta að hámarki tryggt 50% af heimild hvers þátttakanda í millibankagreiðslukerfinu.
- Virk viðskiptavakt
Gjaldskrá
Seðlabanki Íslands ákveður gjaldskrá vegna rekstrar millibankakerfisins í samræmi við 43. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands. Gjaldskráin er endurskoðuð árlega og birt á vefsíðu Seðlabankans. Kveða skal nánar á um framkvæmd gjaldtöku í samningi þátttakanda við Seðlabanka Íslands.
Upplýsingar um gjaldskrá MBK. Þátttakendur greiða árgjald sem dreift er á 12 mánuði og skuldfært af reikningum 2. virkan dag hvers mánaðar.
Yfirsýn
Yfirsýn fjármálainnviða í Seðlabankanum hefur það markmið að stuðla að öryggi, virkni og hagkvæmni kjarnainnviða íslensks fjármálakerfis, eða kerfislega mikilvægra fjármálainnviða og þar með fjármálastöðugleika.