logo-for-printing

Markaðsviðskipti

Framkvæmd peningastefnu Seðlabankans er í höndum markaðsviðskipta bankans ásamt annarri innlendri markaðsstarfsemi, eftirliti með mörkuðum og þátttöku á þeim eftir því sem þurfa þykir.

Seðlabankinn hefur eftirlit með millibankamarkaði með gjaldeyri og millibankamarkaði með krónur (REIBOR). Seðlabankinn grípur inn á millibankamarkaði með gjaldeyri og kaupir eða selur krónur fyrir evrur. Daglega skráir Seðlabankinn opinbert viðmiðunargengi íslensku krónunnar og vexti á krónumarkaði. Seðlabankinn hefur áhrif á vexti á millibankamarkaði með krónur þegar hann setur vexti í viðskiptum við fjármálafyrirtæki.

Seðlabankinn er aðili að viðskiptakerfi Nasdaq OMX og fylgist með skipulögðum verðbréfamarkaði án þess að hafa eftirlit með honum. Seðlabankinn getur átt viðskipti á eftirmarkaði með skuldabréf, telji hann það þjóna markmiðum sínum.

 

Sýna allt

  • Markaðir

  • Markaðsaðgerðir Seðlabankans og stjórntækin

  • Veðhæf verðbréf