logo-for-printing

Markaðsviðskipti

Framkvæmd peningastefnu Seðlabankans er í höndum markaðsviðskipta bankans ásamt annarri innlendri markaðsstarfsemi, eftirliti með mörkuðum og þátttöku á þeim eftir því sem þurfa þykir.

Seðlabankinn hefur eftirlit með millibankamarkaði með gjaldeyri og millibankamarkaði með krónur (REIBOR). Seðlabankinn grípur inn á millibankamarkaði með gjaldeyri og kaupir eða selur krónur fyrir evrur. Daglega skráir Seðlabankinn opinbert viðmiðunargengi íslensku krónunnar og vexti á krónumarkaði. Seðlabankinn hefur áhrif á vexti á millibankamarkaði með krónur þegar hann setur vexti í viðskiptum við fjármálafyrirtæki.

Seðlabankinn er aðili að viðskiptakerfi Nasdaq OMX og fylgist með skipulögðum verðbréfamarkaði án þess að hafa eftirlit með honum. Seðlabankinn getur átt viðskipti á eftirmarkaði með skuldabréf, telji hann það þjóna markmiðum sínum.

 

 

Sýna allt

  • Markmiðið með framkvæmd peningastefnunnar

  • Reglur um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabankann

  • Mótaðilar í viðskiptum við Seðlabankann

  • Daglán og viðskiptareikningar

  • Markaðsaðgerðir og stýring lauss fjár

  • Stjórntæki

  • Seðlabankinn og ríkissjóður

 

Sýna allt

  • Millibankamarkaður með gjaldeyri

  • Millibankamarkaður með krónur

Mótaðilar Seðlabanka Íslands í viðskiptum og þátttakendur í stórgreiðslu- og jöfnunarkerfum Seðlabankans geta lagt fram tryggingar í verðbréfum. Annars vegar vegna heimilda í greiðslukerfum og hins vegar sem trygging fyrir daglánum og veðlánum, þegar þau eru í boði.

Um tryggingar sem teljast hæfar til tryggingar í viðskiptum við Seðlabankann, gilda reglur nú nr. 1200/2019 m.s.br.

Um uppgjörstryggingar í formi verðbréfa, vegna þátttöku í greiðslukerfum, fer samkvæmt reglum Seðlabanka Íslands á hverjum tíma um annars vegar stórgreiðslukerfi Seðlabankans, nú reglur nr. 703/2009 m.s.br., og hins vegar starfsemi jöfnunarkerfa, nú reglur nr. 704/2009 m.s.br.

Seðlabankinn áskilur sér fullan rétt til að endurskoða ákvörðun um veðhæfi flokka í ljósi aðstæðna hverju sinni.

Veðhæf bréf í viðskiptum og greiðslukerfum (Uppfært vikulega)

Veðhæfir flokkar csv

Við mat á verðmæti verðbréfa sem fjárhagslegar tryggingarráðstöfunar vegna viðskipta við Seðlabankann og þátttöku í greiðslukerfum skal nota frádrag frá viðmiðunarverði skv. meðfylgjandi töflu: 

Frádrag frá viðmiðunarverði*

< 2ár

2ár < 5 ár

5 ár >
Bundin innlán og innstæðubréf Seðlabankans

0%

 

 

Verðbréf og víxlar gefnir út af ríkissjóði

1%

3%

5%

Peningamarkaðslán ríkissjóðs

1%

 

 

Verðbréf með ríkisábyrgð

 1% 3%  5%
Sértryggð skuldabréf** 

6%

8%

10%

Önnur verðbréf

8%

10%

12%

 Skuldabréfasöfn fjármálafyrirtækja

 30%  30%  30%

 Stuðningslán

 1%  1%  1%

*Engin viðskiptavakt með skuldabréf bætist við auka 5% frádrag

**Þegar eigin bréf eru notuð bætist við 5% álag

 

Frádrag í daglánum er alltaf 10% af markaðsverðmæti undirliggjandi trygginga. Ef nauðsyn krefur, t.d. vegna markaðsaðstæðna, getur Seðlabankinn beitt frekara frádragi. Seðlabankinn áskilur sér rétt til að hafna umsókn um viðskipti náist ekki samkomulag um verðmat trygginga.