Peningastefna

Peningastefnunefnd 2019

Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að halda verðlagi stöðugu og að jafnaði sem næst verðbólgumarkmiðinu sem er 2½%. Peningastefnunefnd tekur ákvarðanir um vexti bankans sem miðlast um þjóðarbúskapinn og hafa áhrif á verðlagsþróun. Vel mótuð peningastefna getur stuðlað að aukinni hagsæld í landinu með því að tryggja stöðugt verðlag. Á þann hátt getur hún einnig dregið úr efnahagssveiflum. Eftirgefanleg og ómarkviss peningastefna mun hins vegar auka óvissu og síður skapa verðbólgu trausta kjölfestu. 

Peningastefnunefnd

Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabanka Íslands í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd bankans. Peningastefnu-nefnd er skipuð bankastjóra og aðstoðarbankastjóra Seðlabankans, einum af yfirmönnum Seðlabankans á sviði peningamála og tveimur utanaðkomandi sérfræðingum á sviði efnahags- og peningamála.

Nánar

Efnahagsspá

Framsýn peningastefna er grundvöllur fyrir því að Seðlabankinn nái meginmarkmiði sínu sem er verðlagsstöðugleiki. Til þess að peningastefnan sé framsýn þarf Seðlabankinn að geta metið efnahagshorfur til skamms og langs tíma og helstu óvissuþætti sem geta haft áhrif á spána.

Nánar

Verðbólgumarkmið

Meginmarkmið Seðlabankans er stöðugt verðlag, skilgreint sem hækkun vísitölu neysluverðs um 2½% á tólf mánuðum. Stefnt er að því að verðbólga verði að jafnaði sem næst verðbólgumarkmiðinu. Helsta tæki Seðla-bankans til að ná verðbólgumarkmiðinu eru vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki.

Nánar

Markaðsviðskipti

Seðlabankinn beitir markaðsaðgerðum til að ná markmiðum sínum í peningamálum. Markaðs-starfsemi Seðlabanka Íslands felur í sér almennt eftirlit með gjaldeyrismarkaði, markaði með gjaldmiðlaskiptasamninga og krónumarkaði ásamt þátttöku á þessum mörkuðum. Seðlabankinn fylgist jafnframt með skipulögðum verðbréfamarkaði án þess að hafa beint eftirlit með honum. Bankinn getur átt viðskipti á ofangreindum mörkuðum telji hann það þjóna markmiðum sínum.

Nánar