Peningastefna

Eitt af meginmarkmiðum Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Stöðugt verðlag er skilgreint sem 2½% árleg verðbólga sem er verðbólgumarkmið Seðlabankans og ber bankanum að halda verðbólgu að jafnaði sem næst því. Helsta stjórntæki Seðlabankans til að ná markmiðinu eru meginvextir bankans, þ.e. vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki. Peningastefnunefnd ákveður vextina ásamt beitingu annarra stjórntækja bankans í peningamálum. Vel mótuð peningastefna stuðlar að aukinni hagsæld í landinu með því að tryggja stöðugt verðlag.

Peningastefnunefnd

Peningastefnunefnd Seðlabankans tekur ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum. Ákvarðanir nefndarinnar grundvallast á markmiði um stöðugt verðlag og byggjast á vönduðu mati á ástandi og horfum í efnahagsmálum.

Nánar

Verðbólgumarkmið

Eitt af meginmarkmiðum Seðlabankans er stöðugt verðlag, skilgreint sem hækkun vísitölu neysluverðs um 2½% á tólf mánuðum. Helsta stjórntæki Seðlabankans til að ná þessu markmiði eru vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki.

Nánar

Efnahagsspá

Í því skyni að ná markmiði sínu um stöðugt verðlag þarf Seðlabankinn að horfa til framtíðar þegar stefna í peningamálum er ákveðin. Það kallast framsýn peningastefna. Seðlabankinn notar líkön til að spá fyrir um líklegustu þróun efnahagsmála til þriggja ára í senn. Bankinn vegur einnig og metur helstu óvissu- og áhættuþætti sem geta haft áhrif á efnahagshorfur.

Nánar

Markaðsviðskipti

Seðlabankinn beitir m.a. markaðsaðgerðum til að ná markmiðum sínum í peningamálum, þ.e. aðgerðum á gjaldeyrismarkaði, markaði með gjaldmiðlaskiptasamninga, krónumarkaði og skuldabréfamarkaði.

Nánar