Fjármálaeftirlit

Eitt af hlutverkum Seðlabanka Íslands er að stuðla að traustri og öruggri fjármálastarfsemi og fylgjast með að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli og sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti.

 

Fjármálaeftirlitsnefnd

Ákvarðanir sem faldar eru fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands í lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum eru teknar af Seðlabanka Íslands eða fjármálaeftirlitsnefnd, skv. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 92/2019.

Nánar

Eftirlit

Meginákvæði um eftirlit Seðlabanka Íslands er að finna í III. kafla laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Auk þess er kveðið á um eftirlit og heimildir fjármálaeftirlitsins í ýmsum lögum, reglugerðum og reglum. Fjármálaeftirlitið birtir einnig lista yfir eftirlitsskylda aðila.

Nánar

Neytendur

Seðlabanki Íslands hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum og öðrum viðskiptavinum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu.

Nánar

Þjónustuvefur

Þjónustuvefur Seðlabanka Íslands hefur það hlutverk að auka öryggi og skilvirkni við móttöku gagna. Þjónustuvefnum er ætlað að sinna tvíþættu hlutverki. Annars vegar að taka á móti reglubundnum gagnaskilum frá eftirlitsskyldum aðilum í gegnum gagnaskilakerfi og hins vegar að taka á móti öðrum gagnasendingum, svo sem eyðublöðum, umsóknum og tilkynningum í gegnum þjónustugátt.

Nánar