Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2019

Seðlabanki Íslands hefur birt frétt um gjaldeyrismarkað, gengisþróun og gjaldeyrisforða á árinu 2019. Þar kemur m.a. fram að gengi krónunnar hafi lækkað um 3,1% á árinu. Heildarvelta á gjaldeyrismarkaði var svipuð og á árinu 2018, eða sem nam 188,3 ma.kr. Hlutdeild Seðlabankans í veltunni var 7,6%. Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst í krónum talið um 86 ma.kr. á árinu og nam í árslok 822 ma.kr. Gjaldeyrisjöfnuður Seðlabankans, þ.e. mismunur eigna og skulda bankans í erlendum gjaldmiðlum, nam 646 ma.kr. í lok ársins 2019 samanborið við 627 ma.kr. í lok árs 2018.

Fréttir og tilkynningar

Niðurstaða könnunar- og matsferlis hjá Kviku banka hf.

17.01.2020
Fjármálaeftirlitið leggur mat á áhættuþætti í starfsemi fjármálafyrirtækja í könnunar- og matsferli (e...

Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2019

14.01.2020
Seðlabanki Íslands hefur birt frétt um gjaldeyrismarkað, gengisþróun og gjaldeyrisforða á árinu 2019. Þar...

Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals

10.01.2020
Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals og veittur er af...