logo-for-printing

20.11.2019

Hagstjórn í hundrað ár - málþing á morgun

Seðlabanki Íslands og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands bjóða til málþings á morgun, fimmtudaginn 21. nóvember, í tilefni af því að hundrað ár eru frá fæðingu Jónasar Haralz, fyrrverandi bankastjóra og efnahagsráðgjafa. Tvö erindi verða flutt. Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og fyrrverandi ráðherra, flytur erindið: Jónas Haralz – Brautryðjandi nútíma hagstjórnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flytur erindið: Hundrað ára hagstjórn - hvað höfum við lært og hvernig munum við standa okkur betur? Málþingið verður í stofu 101 í Odda og hefst klukkan 16:00.

Nánar
19.11.2019

Erindi seðlabankastjóra um hagstjórn og fátækt

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt í hádeginu erindi í Háskóla Íslands um hagstjórn og fátækt í tilefni af fyrsta heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um að útrýma fátækt. Í erindi sínu lagði Ásgeir meðal annars áherslu á stuðla þyrfti að stöðugleika í efnahagsþróun, m.a. í verðlagsþróun, þar sem þeir verst settu kæmu oftast verst út þegar óvænt áföll dyndu yfir. Þannig væri m.a. stöðugur hagvöxtur og stöðugt verðlag jákvætt innlegg í baráttu gegn fátækt.

Nánar
13.11.2019Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Kynning aðalhagfræðings á efni Peningamála

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu og meðlimur í peningastefnunefnd, hefur kynnt efni nýlegra Peningamála á fundum með starfsfólki fjármálafyrirtækja síðustu daga, þ.e. Kviku, Arion banka og Íslandsbanka. Í kynningunni fór hann meðal annars yfir áhrif viðskiptadeilu Bandaríkjanna og Kína, þróun hagvaxtar, vaxtaþróun, útlán, atvinnu, og þróun og horfur um verðbólgu.

Nánar
11.11.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 30. október - 11. nóvember 2019

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur sent frá sér meðfylgjandi álit eftir tæplega tveggja vikna heimsókn til Íslands. Sendinefndin átti fundi með fulltrúum stjórnvalda, Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitsins, aðilum á vinnumarkaði og fulltrúum atvinnulífsins og fjármálastofnana. Heimsóknin er hluti af árlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu og horfum í íslensku efnahagslífi (e. Article IV Consultation).

Nánar
07.11.2019Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri

Seðlabankastjóri fjallar um ótroðnar lágvaxtaslóðir á peningamálafundi Viðskiptaráðs

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ávarpaði peningamálafund Viðskiptaráðs Íslands í morgun og fjallaði um ótroðnar lágvaxtaslóðir, þróun hagkerfisins á undanförnum árum og horfur í efnahagsmálum. Þá fjallaði hann um ákveðnar kerfisbreytingar sem átt hafa sér stað að undanförnu.

Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal

22.04.2013

Vorfundur AGS

19.11.2012

Skýrsla AGS

15.10.2012

Ársfundur AGS

28.09.2012

Heimsókn AGS

25.09.2012

Nýfjárfesting

02.11.2011

Vextir hækka

15.10.2008

Álit Moody's

21.05.2008

Álit Moody's