logo-for-printing

24. júlí 2020Bygging Seðlabanka Íslands

Stjórnvaldssekt vegna brota Fossa markaða hf. gegn 57. gr. a laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og reglum settum á grundvelli þess ákvæðis

Hinn 10. júní 2020 tók fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands ákvörðun um að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 10.500.000 krónur á Fossa markaði hf. vegna brota á 57. gr. a laga nr. 161/2002 og reglum settum á grundvelli þess ákvæðis.

Nánar
23. júlí 2020Fjármálastöðugleikanefnd

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar frá júní 2020

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands frá fundi nefndarinnar 22.-23. júní hefur verið birt.

Nánar
22. júlí 2020Bygging Seðlabanka Íslands

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráir Bálka Miðlun ehf. sem þjónustuveitanda viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Bálka Miðlun ehf., kt. 550819-1200, Dalsbyggð 23, 210 Garðabæ, sem þjónustuveitanda viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla hinn 10. júlí sl., skv. 1. mgr. 35. gr. a laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, og reglum nr. 535/2019.

Nánar
21. júlí 2020Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 07/2020

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta er óbreyttur frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 6/2020 dagsett 16. júní sl. þar sem að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ekki tilkynnt neinar breytingar á meginvöxtum síðan þá. Grunnur dráttarvaxta, þ.e. lán gegn veði í 7 daga, er því óbreyttur 1,75%.

Nánar
17. júlí 2020Bygging Seðlabanka Íslands

Stjórnvaldssekt vegna brots Arion banka hf. gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 7. júlí 2020 tók fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands ákvörðun um að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 87.700.000 krónur á Arion banka hf. vegna brots á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Fjármálaeftirlitsnefnd hefur tekið ákvörðun um að birta allar ákvarðanir um álagningu stjórnvaldssekta í heild sinni, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands, sbr. frétt þess efnis 6. þessa mánaðar.

Nánar