23.06.2017Kaup Seðlabanka Íslands á aflandskrónueignum

Kaup Seðlabanka Íslands á aflandskrónueignum

Frá 12. mars síðastliðnum hefur Seðlabanki Íslands keypt aflandskrónueignir í tveimur áföngum fyrir samtals um 112,4 milljarða króna á genginu 137,5 krónur á evru. Seðlabankinn tilkynnti 12. mars síðastliðinn um samkomulag um kaup á aflandskrónueignum, eins og þær eru skilgreindar í lögum nr. 37/2016, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, að fjárhæð u.þ.b. 90 milljarðar króna á genginu 137,5 krónur á evru.

Arrow right Nánar
23.06.2017Málstofa um lykilinn að sjálfbærri þróun ferðamannastaða 27. júní

Málstofa um lykilinn að sjálfbærri þróun ferðamannastaða 27. júní

Málstofa um lykilinn að sjálfbærri þróun ferðamannastaða á Íslandi verður haldin í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík þriðjudsaginn 27. júní næstkomandi frá klukkan 14-16. Frummælendur eru Julien Daubanes aðstoðarprófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn og Gunnþóra Ólafsdóttir, landfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála og gestarannsakandi við háskóla í Exeter og Lúxemborg. Þátttakendur í pallborði verða þau tvö ásamt Arnóri Sighvatssyni aðstoðarseðlabankastjóra, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Douglas Sutherland, hagfræðingi hjá OECD og Jane Stacey, ferðamálasérfræðingur hjá OECD.

Arrow right Nánar
22.06.2017Reglubundin umræða um Ísland í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Reglubundin umræða um Ísland í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Mánudaginn 12. júní sl. fór fram reglubundin umræða í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu og horfur í íslenskum efnahagsmálum. Sendinefnd sjóðsins var hér á landi til viðræðna við íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðila í mars síðastliðnum. Viðræður af þessu tagi fara árlega fram við öll aðildarlönd sjóðsins á grundvelli 4. greinar stofnsáttmálans (e. Article IV Consultation). Skýrslur sjóðsins um Ísland voru birtar í dag á heimasíðu hans.

Arrow right Nánar
19.06.2017Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 06/2017

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 06/2017

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta lækkaði um 0,25 prósentur við síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans Íslands hinn 14. júní sl. sbr. tilkynningu peningastefnunefndar þar um sama dag.

Arrow right Nánar
19.06.2017Yfirlýsing peningastefnunefndar

Yfirlýsing peningastefnunefndar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,5%. Horfur eru á hröðum hagvexti í ár eins og árin á undan. Útlitið hefur lítið breyst frá síðustu spá Seðlabankans og hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi var í meginatriðum í samræmi við hana. Vöxturinn er sem fyrr einkum drifinn af örum vexti ferðaþjónustu og einkaneyslu auk þess sem útlit er fyrir töluverða slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár.

Arrow right Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal

10.12.2014

Vefútsending

05.11.2014

Vefútsending

11.06.2014

Vefútsending

15.05.2013

Vefútsending

22.04.2013

Vorfundur AGS

06.02.2013

Vefútsending

19.11.2012

Skýrsla AGS

15.10.2012

Ársfundur AGS

28.09.2012

Heimsókn AGS

25.09.2012

Nýfjárfesting

02.11.2011

Vefútsending

02.11.2011

Vextir hækka

21.09.2011

Vefútsending

17.08.2011

Vefútsending

15.10.2008

Álit Moody's

21.05.2008

Álit Moody's