logo-for-printing

20.02.2020

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 02/2020

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 01/2019 dagsett 21. janúar sl. en grunnur dráttarvaxta, þ.e. lán gegn veði í 7 daga, hefur lækkað þar sem að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði meginvexti um 0,25% við meginvaxtaákvörðun sína hinn 5. febrúar sl.

Nánar
19.02.2020Bygging Seðlabanka Íslands

Fundargerð peningastefnunefndar

Í samræmi við starfsreglur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er hér birt nýjasta fundargerð nefndarinnar, en kveðið er á um að fundargerð skuli birt tveimur vikum eftir hverja vaxtaákvörðun. Hér er því birt fundargerð fundar peningastefnunefndar 3. og 4. febrúar 2020, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, vaxtaákvörðunina 5. febrúar og kynningu þeirrar ákvörðunar.

Nánar
19.02.2020Bygging Seðlabanka Íslands

Enginn launamunur kynjanna í Seðlabanka Íslands

Kynin hafa sömu laun í Seðlabanka Íslands samkvæmt úttekt sem framkvæmd var í lok síðasta árs. Seðlabanki Íslands hlaut jafnlaunavottun í byrjun árs 2019. Jafnlaunagreining á árinu leiddi í ljós að enginn óútskýrður launamunur var þá á milli kynjanna

Nánar
17.02.2020

Niðurstaða athugunar á virðismatsaðferðum Landsbankans hf. við útlán til sex valinna viðskiptamanna og aðila tengdum þeim

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) framkvæmdi vettvangsathugun hjá Landsbankanum hf. frá mars til maí 2019. Niðurstaða lá fyrir í desember 2019.

Nánar
17.02.2020

ESMA auglýsir eftir fulltrúum í hagsmunahóp

Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) leitar að fulltrúum í Hagsmunahóp á sviði verðbréfa og markaða e. Securites and Markets Stakeholders Group (SMSG) til að gæta hags allra hagsmunaaðila á fjármálamarkaði.

Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal