logo-for-printing

22.01.2020Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 01/2020

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta, þ.e. vextir af lánum gegn veði í 7 daga, hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 12/2019 dags 18. desember sl. Dráttarvextir eru því óbreyttir og verða áfram 10,75% fyrir tímabilið 1. - 29. febrúar 2020.

Nánar
21.01.2020

Frestur til greiðslu í kjölfar innheimtuviðvörunar skv. 7. gr. innheimtulaga nr. 95/2008

Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi aðila sem hafa innheimtuleyfi, sbr. 1. mgr. 16. gr. innheimtulaga nr. 95/2008. Fjármálaeftirlitið hefur sent út dreifibréf til allra aðila með innheimtuleyfi á Íslandi þar sem vakin er athygli á lágmarksgreiðslufresti sem gefa skal skuldara í kjölfar innheimtuviðvörunar.

Nánar
20.01.2020Bygging Seðlabanka Íslands

Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis

Skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis um störf nefndarinnar á seinni hluta ársins 2019 er nú aðgengileg hér á vef bankans. Viðamikið ítarefni fylgir skýrslunni sem er alls um 178 síður að lengd. Þá fylgja skýrslunni núna í fyrsta sinn greinargerðir frá tveimur ytri meðlimum nefndarmönnum peningastefnunefndar. Eins og kom fram í greinargerð nefndarinnar um viðbrögð við hluta tillagna starfshóps um endurskoðun á ramma peningastefnunnar sem birt var í desember 2018 myndu ytri nefndarmenn framvegis einnig senda árlega sérstaka greinargerð til þingsins.

Nánar
20.01.2020

Vátryggingastarfsemi stunduð án tilskilins starfsleyfis

Hinn 22. nóvember 2019 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Leiguskjól ehf. (hér eftir einnig „félagið“) hafi brotið gegn 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi (hér eftir „vtsl.“), með því að stunda vátryggingastarfsemi án tilskilins starfsleyfis.

Nánar
17.01.2020

Niðurstaða könnunar- og matsferlis hjá Kviku banka hf.

Fjármálaeftirlitið leggur mat á áhættuþætti í starfsemi fjármálafyrirtækja í könnunar- og matsferli (e. Supervisory Review and Evaluation Process, SREP) og með hvaða hætti fjármálafyrirtæki meðhöndlar þá í starfseminni, sbr. lög nr. 161/2002 um fjármála¬fyrirtæki. Hjá þeim fjármálafyrirtækjum sem metin eru kerfislega mikilvæg fer slíkt mat fram árlega.

Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal