23.08.2017Vefútsending vegna vaxtaákvörðunar og útgáfu Peningamála 23. ágúst 2017

Vefútsending vegna vaxtaákvörðunar og útgáfu Peningamála 23. ágúst 2017

Klukkan 10:00 í dag hefst vefútsending sem verður aðgengileg hér á vef Seðlabanka Íslands. Þar verður gerð grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um vexti sem birt var í morgun, auk þess sem greint verður nánar frá efni Peningamála, sem einnig voru birt í morgun.

Arrow right Nánar
23.08.2017Peningamál 2017/3

Peningamál 2017/3

Ágústhefti Peningamála hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands. Í Peningamálum, sem gefin eru út fjórum sinnum á ári, gerir Seðlabankinn grein fyrir horfum í efnahags- og peningamálum. Í ritinu er birt verðbólgu- og þjóðhagsspá ásamt ýtarlegri umfjöllun um þróun og horfur í efnahags- og peningamálum. Sú greining og sú spá sem birt er gegnir mikilvægu hlutverki við mótun peningastefnunnar hér á landi. Ritið er einnig gefið út á ensku undir heitinu Monetary Bulletin.

Arrow right Nánar
23.08.2017Yfirlýsing peningastefnunefndar  23. ágúst 2017

Yfirlýsing peningastefnunefndar 23. ágúst 2017

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Útlit er fyrir að hagvöxtur í ár verði hraður eins og á síðasta ári en nokkru hægari en spáð var í maíhefti Peningamála. Hagvöxturinn er einkum drifinn af vexti ferðaþjónustu og einkaneyslu auk þess sem útlit er fyrir slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár.

Arrow right Nánar
18.08.2017Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 08/2017

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 08/2017

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 07/2017 dags 18. júlí sl. þar sem engin vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands hefur átt sér stað síðan þá.​

Arrow right Nánar
17.08.2017Könnun á væntingum markaðsaðila

Könnun á væntingum markaðsaðila

Könnun á væntingum markaðsaðila var framkvæmd dagana 9. til 11. ágúst sl. Leitað var til 30 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 18 aðilum og var svarhlutfallið því 60%.

Arrow right Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal

10.12.2014

Vefútsending

05.11.2014

Vefútsending

11.06.2014

Vefútsending

15.05.2013

Vefútsending

22.04.2013

Vorfundur AGS

06.02.2013

Vefútsending

19.11.2012

Skýrsla AGS

15.10.2012

Ársfundur AGS

28.09.2012

Heimsókn AGS

25.09.2012

Nýfjárfesting

02.11.2011

Vefútsending

02.11.2011

Vextir hækka

21.09.2011

Vefútsending

17.08.2011

Vefútsending

15.10.2008

Álit Moody's

21.05.2008

Álit Moody's