Fréttasafn
Lækkun kerfisáhættuauka og hækkun eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki
Í dag voru birtar í Stjórnartíðindum nýjar reglur Seðlabanka Íslands um eiginfjárauka fyrir fjármálafyrirtæki vegna kerfisáhættu nr. 1414/2024 og eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki nr. 1415/2024. Báðar reglurnar voru samþykktar á fundi fjármálastöðugleikanefndar 3. desember sl.
NánarFundargerð peningastefnunefndar frá 18.-19. nóvember 2024
Í samræmi við starfsreglur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er hér birt fundargerð nefndarinnar, en fundargerðina skal birta tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt. Hér er því birt fundargerð fundar peningastefnunefndar 18.-19. nóvember 2024, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum og kynningu þeirra ákvarðana 20. nóvember.
NánarYfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Desember 2024
Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þá eru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif. Enn sem komið er ber lítið á vanskilum eða greiðsluerfiðleikum bæði hjá heimilum og fyrirtækjum.
NánarYfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar og vefútsending í dag, 4. desember 2024
Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands verður birt kl. 8:30 í dag, miðvikudaginn 4. desember 2024. Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar hefst kl. 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
NánarAfgangur á viðskiptajöfnuði 45,7 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi 2024 – hrein staða við útlönd jákvæð um 40,2% af VLF
Á þriðja ársfjórðungi 2024 var 45,7 ma.kr. afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Halli á vöruskiptajöfnuði var 76 ma.kr. en 140,5 ma.kr. afgangur var á þjónustujöfnuði. Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.793 ma.kr. eða 40,2% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 130 ma.kr. eða 2,9% af VLF á fjórðungnum.
Nánar