logo-for-printing

15.10.2018Bygging Seðlabanka Íslands

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2018

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í liðinni viku í Indónesíu. Í ályktun fjárhagsnefndar sjóðsins kemur m.a. fram að framhald er á öflugri uppsveiflu í heimsbúskapnum. Hins vegar dreifist hagvöxtur ójafnar milli landa en áður og mögulegar hættur sem áður hafi verið bent á hafa að hluta til komið fram. Áskoranir og mögulegar hættur framundan hafa aukist tengdar viðskiptahindrunum, óvissu á vettvangi alþjóðastjórnmála og hækkandi vaxtastigi í heiminum sem gæti sérstaklega haft áhrif á nýmarkaðs- og þróunarlönd. Óvissa í stefnumálum, hátt skuldastig í sögulegu samhengi, aukin áhætta á fjármálamörkuðum og takmarkað svigrúm í stefnumálum geta að auki haft neikvæð áhrif á traust og hagvöxt þegar frá líður.

Arrow right Nánar
11.10.2018Logi Ragnarsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Seðlabanka Íslands

Logi Ragnarsson framkvæmdastjóri nýs upplýsingatæknisviðs Seðlabanka Íslands

​ Skipulagi upplýsingatæknimála í Seðlabanka Íslands hefur verið breytt og stofnað nýtt svið upplýsingatækni. Áður var upplýsingatækniþjónustu sinnt á rekstrasviði bankans. Upplýsingatæknisvið sinnir þjónustu á sviði tölvumála, svo sem er varðar vélbúnað, hugbúnað, innleiðingu kerfa, gagnavinnslu, prófanir og eftirlit. Logi Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja upplýsingatæknisviðs til eins árs. Logi var áður framkvæmdastjóri Greiðsluveitunnar, félags í eigu Seðlabanka Íslands, en hann verður í tímabundnu leyfi frá því starfi.

Arrow right Nánar
11.10.2018Bygging Seðlabanka Íslands

Vinna hafin við að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið

Vinna er hafin við að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið og hefur frétt þess efnis verið birt á vef forsætisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Í fréttinni kemur fram að ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins hafi ákveðið að hefja endurskoðun lagaumgjarðar um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit.

Arrow right Nánar
09.10.2018Skjaldamerki

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Þær voru birtar sem reglur nr. 877 í B-deild Stjórnartíðinda í gær, 8. október 2018, en taka gildi 1. nóvember næstkomandi. Breytingarnar sem reglurnar kveða á um felast fyrst og fremst í einföldun á útreikningi verðbóta innan mánaðar.

Arrow right Nánar
05.10.2018

Ritið Economy of Iceland 2018 komið út

Ritið Economy of Iceland 2018 hefur verið birt hér á vef Seðlabanka Íslands. Ritið er á ensku og hefur bankinn gefið það út frá árinu 1987. Ritið er fyrst og fremst miðað við þarfir erlendra lesenda, sem þurfa á almennum upplýsingum að halda um Ísland og efnahagsmál á Íslandi. Það er þó einnig von bankans að efni ritsins gagnist innlendum lesendum.

Arrow right Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal

10.12.2014

Vefútsending

05.11.2014

Vefútsending

11.06.2014

Vefútsending

15.05.2013

Vefútsending

22.04.2013

Vorfundur AGS

06.02.2013

Vefútsending

19.11.2012

Skýrsla AGS

15.10.2012

Ársfundur AGS

28.09.2012

Heimsókn AGS

25.09.2012

Nýfjárfesting

02.11.2011

Vextir hækka

21.09.2011

Vefútsending

15.10.2008

Álit Moody's

21.05.2008

Álit Moody's