logo-for-printing

08.12.2017Fitch Ratings hækkar langtímalánshæfiseinkunn ríkissjóðs í A og horfur sagðar stöðugar

Fitch Ratings hækkar langtímalánshæfiseinkunn ríkissjóðs í A og horfur sagðar stöðugar

Matsfyrirtækið Fitch Ratings tilkynnti í dag að það hefði hækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í innlendum og erlendum gjaldmiðli í „A“ úr „A-“. Þá eru horfur fyrir einkunnina sagðar stöðugar (e. outlook stable). Helstu drifkraftar hækkunarinnar eru efnahagsstöðugleiki, batnandi ytri staða þjóðarbúsins og skuldalækkun hins opinbera ásamt öflugum hagvexti.

Arrow right Nánar
04.12.2017Viðskiptaafgangur 68,1 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi - hrein staða við útlönd jákvæð um 108 ma.kr.

Viðskiptaafgangur 68,1 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi - hrein staða við útlönd jákvæð um 108 ma.kr.

Á þriðja ársfjórðungi 2017 var 68,1 ma.kr. afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Halli á vöruskiptajöfnuði var 47,5 ma.kr. en afgangur á þjónustujöfnuði var 117,5 ma.kr. Frumþáttatekjur skiluðu 1,6 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 3,5 ma.kr. halla. Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð á þriðja ársfjórðungi 2017 og stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.

Arrow right Nánar
29.11.2017Fundargerð peningastefnunefndar

Fundargerð peningastefnunefndar

Peningastefnunefnd birtir fundargerðir af fundum sínum tveimur vikum eftir að tilkynnt er um vaxtaákvörðun. Hér birtist fundargerð fundar peningastefnunefndarinnar 10. og 14. nóvember 2017, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, vaxtaákvörðunina 15. nóvember og kynningu þeirrar ákvörðunar.

Arrow right Nánar
21.11.2017Ráðstefna norrænu seðlabankanna um netöryggismál

Ráðstefna norrænu seðlabankanna um netöryggismál

Þriðjudaginn 21. nóvember var haldin ráðstefna um netöryggismál í Kaupmannahöfn. Ráðstefnan var sú fyrsta í röð ráðstefna sem seðlabankar Norðurlandanna áforma að efna árlega til um málefnið en markmiðið er að miðla reynslu og þekkingu varðandi netöryggi. Netárásir eru vaxandi ógn fyrir fjármálakerfi og fjármálastöðugleika og því telja seðlabankar Norðurlandanna mikilvægt að eiga frumkvæði í því að auka vitund og viðbúnað til að verjast þeirri ógn.

Arrow right Nánar
21.11.2017Ræða seðlabankastjóra á Peningamálafundi Viðskiptaráðs

Ræða seðlabankastjóra á Peningamálafundi Viðskiptaráðs

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var aðalræðumaður á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem haldinn var 16. nóvember síðastliðinn. Ræðan hefur nú verið birt á vef Seðlabankans.

Arrow right Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal

10.12.2014

Vefútsending

05.11.2014

Vefútsending

11.06.2014

Vefútsending

15.05.2013

Vefútsending

22.04.2013

Vorfundur AGS

06.02.2013

Vefútsending

19.11.2012

Skýrsla AGS

15.10.2012

Ársfundur AGS

28.09.2012

Heimsókn AGS

25.09.2012

Nýfjárfesting

02.11.2011

Vefútsending

02.11.2011

Vextir hækka

21.09.2011

Vefútsending

17.08.2011

Vefútsending

15.10.2008

Álit Moody's

21.05.2008

Álit Moody's