logo-for-printing

22. maí 2020

Samkomulag um sátt vegna brots á 1. máls. 3. tl. 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

Hinn 12. mars 2020 gerðu Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og A, hér eftir vísað til sem málsaðila, með sér samkomulag um sátt vegna brots á 1. máls. 3. tl. 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Nánar
20. maí 2020

Fjármálaeftirlitið skráir Myntkaup ehf. sem þjónustuveitanda viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla

Fjármálaeftirlitið skráði Myntkaup ehf., kt. 520717-0800, Goðasölum 17, 201 Kópavogi, sem þjónustuveitanda viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla hinn 29. apríl 2020 sl., skv. 1. mgr. 35. gr. a laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, og reglum nr. 535/2019.

Nánar
20. maí 2020Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 05/2020

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Breyting hefur orðið á grunni dráttarvaxta frá síðustu tilkynningu Seðlabanka Íslands nr. 04/2020 dags 20. apríl sl. um dráttarvexti og vexti af peningakröfum, þar sem að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti lækkun á meginvöxtum um 0,75 prósentur hinn 20. maí 2020 sbr. yfirlýsingu þar um sama dag.

Nánar
20. maí 2020

Maíhefti Peningamála komið út

Ritið Peningamál hefur verið birt hér á vef Seðlabankans. Í ritinu, sem gefið er út fjórum sinnum á ári, gerir bankinn grein fyrir horfum í efnahags- og peningamálum, birtir verðbólgu- og þjóðhagsspá ásamt ýtarlegri umfjöllun um þróun og horfur í efnahags- og peningamálum. Sú greining og sú spá sem birt er gegnir mikilvægu hlutverki við mótun peningastefnunnar hér á landi.

Nánar
20. maí 2020Bygging Seðlabanka Íslands

Yfirlýsing peningastefnunefndar 20. maí 2020

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1%. Nefndin hefur einnig ákveðið að hætta að bjóða upp 30 daga bundin innlán. Felur það í sér að meginvextir bankans verða virkari og vaxtaskilaboð bankans skýrari. Aðgerðin ætti að öðru óbreyttu að auka laust fé í umferð og styrkja miðlun peningastefnunnar enn frekar.

Nánar