
Menningarstyrkur
Tilgangur með Menningarstyrknum sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals er að styðja viðleitni einstaklinga og hópa sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf. Formaður úthlutunarnefndar er Hildur Traustadóttir en aðrir í nefndinni eru Jón Þ. Sigurgeirsson, fulltrúi menningar- og viðskiptaráðherra, og Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals
Auglýst er eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals og veittur er af Seðlabanka Íslands.
Nánar
Úthlutun úr menningarsjóði tengdum nafni Jóhannesar Nordals
Í gær fór fram ellefta úthlutun úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra. Markmið sjóðsins er að styðja viðleitni einstaklinga og hópa sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf. Alls bárust 16 umsóknir í ár og hlutu fjögur verkefni styrk úr sjóðnum.
Nánar
Úthlutun úr menningarsjóði tengdum nafni Jóhannesar Nordals
Í dag fór fram tíunda úthlutun úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra. Markmið sjóðsins er að styðja viðleitni einstaklinga og hópa sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf. Alls bárust 29 umsóknir í ár og hlutu þrjú verkefni styrk úr sjóðnum.
Nánar
Úthlutun úr menningarsjóði tengdum nafni Jóhannesar Nordals
Í dag fór fram níunda úthlutun úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra. Markmiðið með styrkveitingunni er að styðja viðleitni einstaklinga og hópa sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf. Fræðafélag um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði hlaut 1,5 milljóna króna styrk til að skrá allt forystufé í landinu í miðlægan gagnagrunn. Krumma films ehf. hlaut 1,5 milljóna króna styrk til þess að varðveita kvikmyndaðar heimildir sem rekja sögu homma og lesbía á Íslandi. Þá fékk Sölvi Björn Sigurðsson 1 milljón króna styrk til vinnslu bókar um ævi Magnúsar Ásgeirssonar sem var afkastamikill og virtur þýðandi á fyrri hluta 20. aldar.
Nánar
Úthlutun úr menningarsjóði tengdum nafni Jóhannesar Nordals
Í dag fór fram áttunda úthlutun úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra. Markmiðið með styrkveitingunni er að styðja viðleitni einstaklinga og hópa sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf. Á forsíðumyndinni eru þau Kristín Þorkelsdóttir, myndlistamaður og grafískur hönnuður, Bryndís Björgvinsdóttir styrkþegi, Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri og Pálína Jónsdóttir styrkþegi.
Nánar