logo-for-printing

26. nóvember 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu hluta vátryggingastofns

Hér með tilkynnist um yfirfærslu hluta vátryggingastofns frá Mercantile Indemnity Company Limited, River Thames Insurance Company og Rombalds Run-Off Limited til Alpha Insurance NV.

Nánar
24. nóvember 2021

Hver yrðu möguleg áhrif þess ef alþjóðlegar verðhækkanir reynast þrálátari en nýjasta grunnspá Seðlabankans gerir ráð fyrir?

Alþjóðleg verðbólga hefur aukist töluvert undanfarið. Það má rekja til þess að eftirspurn hefur aukist hratt á sama tíma og flöskuhálsar hafa myndast í virðiskeðjum um allan heim vegna farsóttarinnar og ýmissa framboðsáfalla sem dunið hafa á heimsbúskapnum undanfarið ár.

Nánar
24. nóvember 2021

Kynning aðalhagfræðings Seðlabankans á efni Peningamála

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands, kynnti nýlega efni nýútgefinna Peningamála á fundum í fjórum fjármálafyrirtækjum, þ.e. Kviku, Íslandsbanka, Arion banka og Arctic Finance. Í kynningunum greindi Þórarinn frá ýmsum atriðum varðandi ytri skilyrði, innlent raunhagkerfi og verðbólgu.

Nánar
23. nóvember 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 11/2021

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 10/2021 dagsett 19. október sl. þar sem grunnur dráttarvaxta, þ.e. lán gegn veði í 7 daga, hækkaði sem nam meginvaxtahækkuninni er tilkynnt var hinn 17. nóvember sl. úr 2,25% í 2,75%. Dráttarvextir hækka því að sama skapi og verða 9,75% fyrir tímabilið 1. - 31. desember 2021.

Nánar
23. nóvember 2021Bygging Seðlabanka Íslands

EIOPA beitir sér við eftirlit með eftirliti

Hinn 30. júlí 2021 gaf Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin (EIOPA) út tilmæli til Seðlabanka Slóvakíu (Národná banka Slovenska, NBS) um að grípa til eftirlitsaðgerða gagnvart vátryggingafélagi sem stundar starfsemi yfir landamæri frá Slóvakíu í nokkrum löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Nánar