logo-for-printing

22. október 2024

Umræðuskýrsla um lífeyrissjóði

Seðlabanki Íslands hefur gefið út sérrit um umsvif lífeyrissjóða á fjármálamarkaði og æskilegar umbætur á löggjöf um lífeyrissjóði. Sérritið er í formi umræðuskýrslu sem hefur verið birt hér á vef Seðlabanka Íslands.

Nánar
22. október 2024

Niðurstaða athugunar á aðgerðum Arctica Finance hf. gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf athugun á fylgni Arctica Finance við lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Niðurstaða athugunarinnar lá fyrir í október 2024.

Nánar
18. október 2024

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 10/2024

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabanka Íslands nr. 09/2024 dagsettri 19. september sl. þar sem meginvextir bankans hafa lækkað um 0,25 prósentur. Dráttarvextir lækka því að sama skapi og verða 16,75% fyrir tímabilið 1. - 30. nóvember 2024.

Nánar
17. október 2024

Möguleg stytting á stöðluðum uppgjörstíma verðbréfaviðskipta innan ESB

Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) hefur ásamt DG FISMA framkvæmdastjórnar ESB (stjórnarsvið um fjármálastöðugleika, fjármálaþjónustu og fjármagnsmarkaðssambandið) og DG MIP Seðlabanka Evrópu (stjórnarsvið um markaðsinnviði og greiðslur) gefið út yfirlýsingu um mögulega breytingu á uppgjörstíma verðbréfaviðskipta innan ESB úr T+2 í T+11. Þessi breyting er í samræmi við nýlegar breytingar í Norður Ameríku, en miðað er að því að auka skilvirkni markaða og draga úr uppgjörsáhættu.

Nánar
17. október 2024Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri

Erindi Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra hjá Samiðn

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu hjá Seðlabanka Íslands, flutti nýverið erindi hjá Samiðn um efnahagsumsvif, verðbólgu og peningastefnu. Yfirskrift erindisins var: Vextir Seðlabankans - vita bitlausir eða allt að kæfa? Þar fjallaði hún um nýlega ákvörðun peningastefnunefndar og forsendur hennar.

Nánar