logo-for-printing

11.01.2019Skjaldarmerki

Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals

Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals. Tilgangur styrksins er að styðja framtak sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf.

Nánar
11.01.2019Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Guðjón Kristinsson, sölu- og markaðsstjóri BSI á Íslandi

Seðlabanki Íslands hlýtur jafnlaunavottun

​Seðlabanki Íslands hlaut í gær formlega jafnlaunavottun, en það er vottun um að Seðlabankinn starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Seðlabankinn er fyrsti seðlabankinn í heiminum sem hlýtur þessa jafnlaunavottun. Formlegum úttektum á jafnlaunakerfi Seðlabanka Íslands lauk í desember 2018. Það var BSI á Íslandi sem framkvæmdi úttektina en BSI er faggild skoðunarstofa á Íslandi og umboðsaðili BSI-group (British Standards Institution). Úttektirnar voru tvær þar sem metið var hvort öll skilyrði ÍST 85:2012 staðalsins hafi verið uppfyllt í jafnlaunakerfi bankans. Bankinn stóðst báðar úttektir án frávika og hefur nú fengið formlega jafnlaunavottun.

Nánar
04.01.2019Skógarþröstur við byggingu Seðlabanka Íslands

Breyttur birtingartími hagtalna á vef Seðlabankans

Nú í upphafi árs 2019 færist birtingartími Hagtalna Seðlabankans frá kl. 16.00 síðdegis til kl. 9.00 árdegis. Fyrsta birting á breyttum tíma verður næstkomandi mánudag, 7. janúar klukkan 9:00. Frá því að Seðlabankinn hóf að birta hagtölur hafa þær verið birtar kl. 16.00. Með aukinni notkun vefmiðla og samfélagsmiðla þar sem fréttir birtast allan sólarhringinn er talið hentugra að birta hagtölur fyrr að deginum. Seðlabankinn er aðili að sérstökum birtingarstaðli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Staðallinn gerir m.a. ráð fyrir að birtingaráætlun hagtalna sé ákveðin fyrirfram og ákveður því Seðlabankinn birtingardaga hagtalna ár fram í tímann.

Nánar
28.12.2018Bygging Seðlabanka Íslands og Esjan á bakvið

Gagnavefur fyrir annál og hagtölur efnahagsmála á fullveldistímanum

Í tilefni af fullveldisafmæli Íslands ákvað Seðlabanki Íslands að taka saman samfelldan annál efnahagsmála frá 1918 til og með 1. desember 2018. Annállinn skyldi byggja á áður birtum annálum sem náðu til áranna 1921-2013. Seðlabankinn uppfærði eigin annál til 1. desember þessa árs en fékk Magnús S. Magnússon, hagsagnfræðing og fyrrverandi skrifstofustjóra á Hagstofu Íslands til að taka saman annál fyrir árin 1918-1920. Jafnframt var ákveðið að taka saman og birta helstu hagtölur fyrir sama tímabil. Í lok vinnudags í dag verður opnað sérstakt svæði á vefsíðu Seðlabankans þar sem annálinn og hagtölurnar verður að finna. Annállinn er flokkaður í efniskafla og honum fylgir sérstök leitarvél.

Nánar
27.12.2018Peningastefnunefnd 2018

Birting á atkvæðum nefndarmanna í peningastefnunefnd og greinargerð um tillögur um ramma peningastefnunnar

Peningastefnunefnd hefur gert breytingar á starfsreglum sínum sem felast í því að frá og með fyrsta fundi peningastefnunefndar á árinu 2019 skal tilgreina í fundargerð hvers fundar hvernig atkvæði einstakra nefndarmanna féllu. Hingað til hefur verið greint frá því einu sinni á ári, þ.e. í Ársskýrslu Seðlabankans, hvernig einstakir nefndarmenn greiddu atkvæði undangengið ár. Með þessari breytingu er komið til móts við eina af tillögum starfshóps á vegum forsætisráðuneytisins um endurmat á ramma peningastefnunnar en skýrsla nefndarinnar var birt þann 5. júní sl. Breytingin miðar að því að auka gagnsæi varðandi ákvörðunartöku peningastefnunefndar.

Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal

10.12.2014

Vefútsending

05.11.2014

Vefútsending

11.06.2014

Vefútsending

15.05.2013

Vefútsending

22.04.2013

Vorfundur AGS

06.02.2013

Vefútsending

19.11.2012

Skýrsla AGS

15.10.2012

Ársfundur AGS

28.09.2012

Heimsókn AGS

25.09.2012

Nýfjárfesting

02.11.2011

Vextir hækka

21.09.2011

Vefútsending

15.10.2008

Álit Moody's

21.05.2008

Álit Moody's