logo-for-printing

13. mars 2024

Fjármálastöðugleiki birtur

Ritið Fjármálastöðugleiki 2024/1 hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands. Í Fjármálastöðugleika er tvisvar á ári birt yfirlit yfir stöðu fjármálakerfisins, þ.e. um styrk þess og hugsanlega veikleika og áhættu sem því kann að vera búin bæði af þjóðhagslegum og rekstrarlegum toga. Í ritinu greinir Seðlabankinn frá því hvernig hann vinnur að verkefnum sem varða virkt og öruggt fjármálakerfi. Fjármálastöðugleiki er einnig gefinn út á ensku undir heitinu Financial Stability.

Nánar
13. mars 2024Fjármálastöðugleikanefnd ásamt ritara

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar 13. mars 2024

Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Verðbólga hefur minnkað og aðlögun hefur átt sér stað í heildareftirspurn. Raunvextir hafa hækkað og dregið hefur úr lánsfjáreftirspurn heimila og fyrirtækja.

Nánar
13. mars 2024

Vefútsending vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar og útgáfu Fjármálastöðugleika 13. mars 2024

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands var birt kl. 8:30 í dag miðvikudaginn 13. mars. Ritið Fjármálastöðugleiki var birt á vef bankans klukkan 8:35 og vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar og útgáfu Fjármálastöðugleika fór fram kl. 9:30.

Nánar
12. mars 2024Bygging Seðlabanka Íslands

Listi yfir starfsheiti sem teljast til háttsettra opinberra starfa uppfærður

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur uppfært lista á vef Seðlabankans yfir starfsheiti sem teljast til háttsettra opinberra starfa. Það er gert í samræmi við 10. gr. reglugerðar nr. 1420/2020, en samkvæmt reglugerðinni skal fjármálaeftirlitið halda lista yfir þau starfsheiti hér á landi sem teljast til háttsettra opinberra starfa og birta opinberlega á vefsvæði bankans og uppfæra eigi sjaldnar en árlega.

Nánar
11. mars 2024Fjármálastöðugleikanefnd ásamt ritara

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar í febrúar 2024

Fundargerð frá aukafundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands 21. febrúar 2024 hefur verið birt. Á fundinum fjallaði nefndin um þær sérstöku aðstæður sem uppi voru í Grindavík þar sem búseta í bænum var óheimil vegna náttúruvár.

Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal