logo-for-printing

18.05.2018Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 05/2018

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 04/2018 dags 18. apríl sl. þar sem að engin breyting hefur verið á meginvöxtum (stýrivöxtum) síðan þá.

Arrow right Nánar
18.05.2018Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Fyrirlestur aðalhagfræðings hjá Samiðn í dag

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, hélt fyrirlestur um stöðu efnahagsmála á fundi sambandsstjórnar Samiðnar í dag. Í fyrirlestrinum fjallaði Þórarinn m.a. um búhnykki, viðskiptaafgang, hagvöxt, atvinnu, verðbólgu og launaþróun.

Arrow right Nánar
17.05.2018Leikskólabörn í Vesturborg

Leikskólabörn í Vesturborg fræðast um verðbólgu og fjármál í Seðlabankanum

Nemendur í leikskólanum Vesturborg komu á dögunum ásamt kennurum sínum í heimsókn í Seðlabankann til að fræðast um seðla, mynt og aðra greiðslumiðla og hin ýmsu verkefni sem Seðlabankinn þarf að sinna á Íslandi. Jafnframt voru börnin frædd um mikilvægi þess að Seðlabankinn stuðli að stöðugu verðlagi svo að verðbólgudraugurinn komist ekki aftur á kreik. Þá var rætt um það hve mikilvægt það væri að fjármálafyrirtæki væru vel rekin og í góðu fjárhagslegu jafnvægi, landi og þjóð til heilla.

Arrow right Nánar
16.05.2018Forsíða Peningamála

Peningamál 2018/2

Maíhefti Peningamála hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands. Í Peningamálum, sem gefin eru út fjórum sinnum á ári, gerir Seðlabankinn grein fyrir horfum í efnahags- og peningamálum. Í ritinu er birt verðbólgu- og þjóðhagsspá ásamt ýtarlegri umfjöllun um þróun og horfur í efnahags- og peningamálum. Sú greining og sú spá sem birt er gegnir mikilvægu hlutverki við mótun peningastefnunnar hér á landi. Ritið er einnig gefið út á ensku undir heitinu Monetary Bulletin.

Arrow right Nánar
16.05.2018Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Frá vinstri: Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir, Már Guðmundsson, Arnór Sighvatsson og Gylfi Zoëga.

Yfirlýsing peningastefnunefndar 16. maí 2018

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í maíhefti Peningamála eru horfur á að hagvöxtur verði aðeins minni í ár en í fyrra. Fer þar saman hægari vöxtur útflutnings og minni vöxtur innlendrar eftirspurnar. Þetta er áþekkur hagvöxtur og gert var ráð fyrir í febrúarspá bankans og líkt og þá er talið að hann minnki frekar á næstu tveimur árum.

Arrow right Nánar
09.02.2017

Ólöf Nordal

10.12.2014

Vefútsending

05.11.2014

Vefútsending

11.06.2014

Vefútsending

15.05.2013

Vefútsending

22.04.2013

Vorfundur AGS

06.02.2013

Vefútsending

19.11.2012

Skýrsla AGS

15.10.2012

Ársfundur AGS

28.09.2012

Heimsókn AGS

25.09.2012

Nýfjárfesting

02.11.2011

Vefútsending

02.11.2011

Vextir hækka

21.09.2011

Vefútsending

17.08.2011

Vefútsending

15.10.2008

Álit Moody's

21.05.2008

Álit Moody's