
Fréttasafn

Vefútsending í dag, 4. október 2023, vegna yfirlýsingar peningastefnunefndar
Yfirlýsing peningastefnunefndar var birt kl. 8:30 í dag, miðvikudaginn 4. október. Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar hefst kl. 9:30. Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns nefndarinnar og Rannnveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra peningastefnu.
Nánar
Yfirlýsing peningastefnunefndar 4. október 2023
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25%.
Nánar.jpg?proc=ForsidaFrett)
Dómur kveðinn upp í máli Trygginga og ráðgjafar ehf. gegn Seðlabanka Íslands
Landsréttur kvað upp dóm í máli Trygginga og ráðgjafar ehf. gegn Seðlabanka Íslands síðastliðinn föstudag. Í málinu var tekist á um ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar frá 13. nóvember 2020 um að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 35.000.000 króna á Tryggingar og ráðgjöf ehf. fyrir brot á lögum um vátryggingarsamninga og lögum um dreifingu vátrygginga.
Nánar.jpg?proc=ForsidaFrett)
Niðurstaða athugunar á birtingu lýsinga, viðauka og endanlegra skilmála hjá Iceland Seafood International hf.
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf í ágúst 2022 athugun á birtingu lýsinga, viðauka og endanlegra skilmála hjá Iceland Seafood International hf.
Nánar.jpg?proc=ForsidaFrett)
Hagvísar Seðlabanka Íslands 29. september 2023
Seðlabanki Íslands birtir ársfjórðungslega yfirlit yfir þróun efnahagsmála, safn hagvísa og stöðu fjármálakerfisins, Hagvísa Seðlabanka Íslands. Hagvísarnir eru einnig gefnir út á ensku undir heitinu Economic Indicators.
Nánar