logo-for-printing

Miðlun peningastefnunnar

Helsta tæki Seðlabankans til að ná verðbólgumarkmiðinu eru vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki sem síðan hafa áhrif á aðra skammtímavexti á peningamarkaði. Peningastefnan hefur með þessum hætti áhrif á sparnaðar- og útgjaldaákvarðanir einstaklinga og fyrirtækja. Vaxtastigið hefur áhrif á eftirspurn, bæði neyslu og fjárfestingu einstaklinga, fyrirtækja og hins opinbera sem að lokum hefur áhrif á verðlag. Telji Seðlabankinn ástæðu til getur hann einnig átt viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri í því augnamiði að hafa áhrif á gengi krónunnar og þar með verðlag.

Sýna allt

  • Vextir

  • Áhrif á lánakerfið

  • Áhrif á gengi krónunnar

  • Áhrif á eignaverð

  • Væntingar

Miðlunarferli peningastefnunnar:

 

Miðlunarferli