logo-for-printing

Miðlun peningastefnunnar

Helsta stjórntæki Seðlabankans til að ná verðbólgumarkmiðinu eru vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki sem síðan hafa áhrif á aðra vexti á Íslandi. Viðskiptabankar og lífeyrissjóðir breyta jafnan vöxtum sínum í framhaldi af breytingum meginvaxta Seðlabankans. Ef vextir eru hækkaðir verður dýrara að taka lán og hagstæðara að spara og öfugt ef vextir eru lækkaðir. Peningastefnan hefur með þessum hætti áhrif á sparnaðar- og útgjaldaákvarðanir heimila, fyrirtækja og hins opinbera sem að lokum hefur áhrif á verðlag. Ef fólk kaupir minna og sparar meira skapast síður hvati til að hækka verð og öfugt. Telji Seðlabankinn ástæðu til getur hann einnig átt viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri í því augnamiði að hafa áhrif á gengi krónunnar og þar með verðlag.

 

Sýna allt

  • Vextir

  • Áhrif á lánakerfið

  • Áhrif á gengi krónunnar

  • Áhrif á eignaverð

  • Væntingar

Miðlunarferli peningastefnunnar:

 

Miðlunarferli

 

Ítarlega umfjöllun um miðlunarferli peningastefnunnar er að finna í grein Þórarins G. Péturssonar, „Miðlunarferli peningastefnunnar“, í Peningamálum 2001/4 og í handbók þjóðhagslíkans Seðlabankans: „QMM: A Quarterly Macroeconomic Model of the Icelandic Economy“, Ásgeir Daníelsson, Lúðvík Elíasson, Magnús F. Guðmundsson, Svava J. Haraldsdóttir, Lilja S. Kro, Þórarinn G. Pétursson og Þorsteinn S. Sveinsson.