Fjármálastöðugleiki

Eitt meginhlutverka Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu, öruggu og virku fjármálakerfi. Í fjármálastöðugleika felst að fjármálakerfi geti staðist áföll í efnahagslífinu og á fjármálamörkuðum, tryggt fjármagn, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti. Heilbrigt fjármálakerfi er nauðsynleg forsenda stöðugleika og hagvaxtar og virkrar stefnu í peningamálum. Tvisvar á ári er framkvæmd ítarleg úttekt á þjóðhagslegu umhverfi, fjármálamörkuðum og fjármálastofnunum og birt í ritinu Fjármálastöðugleiki.

Fjármálastöðugleikanefnd

Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabankans varðandi fjármála­stöðug­leika eru teknar af fjármálastöðugleikanefnd

Nánar

Þjóðhagsvarúð

Þjóðhagsvarúð er heildar- eða kerfiseftirlit sem felst í að líta eftir fjármálakerfinu í heild, samspili eininganna sem mynda það og tengslum þess við aðra þætti hagkerfisins.

Nánar

Fjármálainnviðir

Undir fjármálainnviðum eru þrjú undirsvið; rekstur stórgreiðslukerfis, yfirsýn (e. oversight) með kerfislega mikilvægum innviðum og útgáfa reiðufjár.

Nánar

Gjaldeyrismál

Gjaldeyrisviðskipti hafa verið háð takmörkunum frá hruni bankakerfisins haustið 2008. Með reglubreytingu hinn 14. mars 2017 voru fjármagnshöft þó nánast að öllu leyti afnumin.

Nánar