Fjármálastöðugleiki

Hús Seðlabanka ÍslandsEitt meginhlutverka Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu, öruggu og virku fjármálakerfi. Í fjármálastöðugleika felst að fjármálakerfi geti staðist áföll í efnahagslífinu og á fjármálamörkuðum, tryggt fjármagn, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti. Heilbrigt fjármálakerfi er nauðsynleg forsenda stöðugleika og hagvaxtar og virkrar stefnu í peningamálum. Tvisvar á ári er framkvæmd ítarleg úttekt á þjóðhagslegu umhverfi, fjármálamörkuðum og fjármálastofnunum og birt í ritinu Fjármálastöðugleiki.

Fjármálakerfið

Fjármálastöðugleikasvið Seðlabanka Íslands rannsakar og greinir reglulega áhættur sem raskað gætu stöðugleika íslenska fjármálakerfisins með það að markmiði að koma auga á veikleika sem gætu leitt til alvarlegra áfalla. Fjármálastöðugleikasvið fylgist með þróun fjármálakerfisins bæði hér á landi og erlendis, styrk þess og skilvirkni og áhrifum efnahagslegra þátta á kerfið í heild sinni. 

Nánar

Þjóðhagsvarúð

Þjóðhagsvarúð er heildar- eða kerfiseftirlit sem felst í að líta eftir fjármálakerfinu í heild, samspili eininganna sem mynda það og tengslum þess við aðra þætti hagkerfisins. Umgjörð þjóðhagsvarúðar á Íslandi samanstendur af fjármálastöðugleikaráði og kerfisáhættunefnd. Saman eru þau formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika.

Nánar

Gjaldeyrisjöfnuður

Á grundvelli heimildar Seðlabanka Íslands, skv. lögum, setur Seðlabankinn reglur um gjaldeyrisjöfnuð. Markmiðið með reglunum er að takmarka gengisáhættu með því að koma í veg fyrir að gjaldeyrisjöfnuður lánastofnana fari fram úr tilteknum mörkum.

Nánar

Laust fé og stöðug fjármögnun

Á grundvelli heimildar Seðlabanka Íslands setur Seðlabankinn reglur um lágmark lauss fjár lánastofnana. Markmiðið með reglum um lausafjárhlutfall o.fl. er að draga úr skaðlegum áhrifum áfalla á fjármálamarkaði sem birtast í lausafjárþrengingum einnar eða fleiri lánastofnana. Reglur um fjármögnunarhlutfall í erlendum gjaldmiðlum er ætlað að tryggja lágmark stöðugrar fjármögnunar í erlendum gjaldmiðlum til eins árs og takmarkar því að hve miklu leyti viðskiptabankar geta reitt sig á óstöðuga skammtímafjármögnun til þess að fjármagna langtímaútlán í erlendum gjaldmiðlum. 

Nánar