logo-for-printing

Verðbólgumarkmið

Eitt af meginmarkmiðum Seðlabankans er að stuðla að stöðugu verðlagi. Hinn 27. mars 2001 var tekið upp formlegt verðbólgumarkmið. Samkvæmt því ber Seðlabankanum að stuðla að því að árleg verðbólga, reiknuð sem hækkun á vísitölu neysluverðs á 12 mánuðum, verði að jafnaði sem næst 2½%. Víki verðbólga meira en 1½ prósentu í hvora átt ber Seðlabankanum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum þess, leiðum til úrbóta og hve langan tíma það taki að ná verðbólgumarkmiðinu. Verðbólgumarkmiðinu er lýst í yfirlýsingu Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnarinnar.