logo-for-printing

Verðbólgumarkmið

Eitt af markmiðum Seðlabankans er stöðugt verðlag. Hinn 27. mars 2001 var tekið upp formlegt verðbólgumarkmið sem skilgreinir stöðugt verðlag sem 2½% verðbólgu á tólf mánuðum. Seðlabankinn hefur það hlutverk að verðbólgan verði að jafnaði sem næst verðbólgumarkmiðinu. Víki hún meira en 1½ prósentu í hvora átt ber Seðlabankanum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum þess og leiðum til úrbóta. Verðbólgumarkmiðinu er nánar lýst í yfirlýsingu Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnarinnar.