Tilkynningar vegna COVID-19

Hér eru á einum stað þær fréttir og tilkynningar sem Seðlabankinn hefur til þessa birt sérstaklega í tengslum við viðbrögð við útbreiðslu COVID-19. Fleiri aðgerðir bankans sem sagt er frá á vef hans geta þó tekið mið af ástandinu sem COVID-19 veldur að einhverju leyti.
Bankinn greindi fyrst frá breyttri starfsemi 10. mars 2020 og daginn eftir var birt frétt um fyrstu aðgerðina.

 

Neytendur og COVID-19:

6. apríl 2020: 
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið saman gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur fjármálaþjónustu vegna spurninga sem geta vaknað í þeim sérstöku aðstæðum sem skapast hafa vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá hér: Neytendur og COVID-19.

 

Aðgerðir Seðlabanka Íslands:

9. september 2020
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september nk. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og bæta verðmyndun. Aukið og stöðugt framboð gjaldeyris ætti að öðru óbreyttu að leiða til aukins stöðugleika á markaðinum. Sjá hér: Reglubundin gjaldeyrissala Seðlabanka Íslands

28. ágúst 2020:
Frá og með 2. september nk. mun Seðlabanki Íslands bjóða viðskiptabönkum og sparisjóðum upp á sérstök veðlán vegna stuðningslána með 100% ríkisábyrgð í samræmi við tilkynningu bankans frá. 24. júní sl. Sjá hér: Sérstakur tímabundinn veðlánarammi vegna stuðningslána

30. júní 2020:
 Seðlabanki Íslands hóf í byrjun maí 2020 kaup skuldabréfa ríkissjóðs á eftirmarkaði í samræmi við yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans frá 23. mars 2020. Heildarkaup Seðlabanka Íslands á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði á fyrri helming ársins námu 892 m. kr. Sjá hér: Tilkynning vegna kaupa Seðlabanka Íslands á skuldabréfum ríkissjóðs

24. júní 2020:
 Seðlabanki Íslands hefur undirritað samninga um stuðningslán með ábyrgð ríkissjóðs við Arion banka, Kviku banka, Landsbankann og Íslandsbanka. Sjá hér: Samningar um stuðningslán undirritaðir

15. júní 2020:
 Í samráði við Seðlabanka Íslands framlengdu lífeyrissjóðirnir hlé á gjaldeyriskaupum um þrjá mánuði, eða til 17. september. Sjá hér: Yfirlýsing Seðlabanka Íslands vegna framlengds hlés á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða

12. maí 2020:
 Seðlabanki Íslands hefur undirritað samninga við Íslandsbanka, Landsbankann, Arion banka og Kviku banka um veitingu ábyrgða vegna viðbótarlána til fyrirtækja, svokallaðra brúarlána. Lánin eru ætluð fyrirtækjum, einkum smáum og meðalstórum, sem orðið hafa fyrir tímabundnum rekstrarvanda vegna heimsfaraldurs af völdum kórónuveiru, COVID-19. Sjá hér: Seðlabankinn og lánastofnanir skrifa undir samninga um brúarlán

22. apríl 2020:
Seðlabanki Íslands mun í byrjun maí 2020 hefja kaup skuldabréfa ríkissjóðs á eftirmarkaði í samræmi við yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans frá 23. mars 2020. apríl 2020. Sjá hér: Tilkynning vegna kaupa Seðlabanka Íslands á skuldabréfum ríkissjóðs

17. apríl 2020:
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að bjóða fjármálafyrirtækjum í reglulegum viðskiptum við bankann sérstaka og tímabundna lánafyrirgreiðslu í formi veðlána. Fyrsta útboðið verður haldið 22. apríl 2020. Sjá hér: Breytingar á reglum um viðskipti fjármálafyrirtækja

17. apríl 2020:
 Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabanki Íslands hafa undirritað samning um skilmála við framkvæmd á veitingu ábyrgða ríkisins á viðbótarlánum lánastofnana til fyrirtækja í tengslum við heimsfaraldur kórónuveiru. Sjá hér: Samningur um framkvæmd á veitingu ábyrgða gagnvart lánastofnunum vegna viðbótarlána þeirra til fyrirtækja

8. apríl 2020:
 Fjármálaeftirlits-, fjármálastöðugleika- og peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands sendu frá sér yfirlýsingar 8. apríl 2020 í kjölfar nýlegra funda nefndanna. Sjá hér: Yfirlýsingar nefnda Seðlabankans vegna kórónuveirufaraldurs

8. apríl 2020:
 Fjármálaeftirlits-, fjármálastöðugleika- og peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands sendu frá sér yfirlýsingar 8. apríl 2020 í kjölfar nýlegra funda nefndanna. Sjá hér: Yfirlýsingar nefnda Seðlabankans vegna kórónuveirufaraldurs

27. mars 2020:
Seðlabankinn hefur ákveðið að draga verulega úr framboði bundinna innlána til eins mánaðar en næsta útboð verður haldið 1. apríl nk. Þessi breyting kemur í kjölfar þess að aðstæður á innlendum mörkuðum hafa breyst mikið á stuttum tíma. Sjá hér: Seðlabankinn minnkar framboð bundinna innlána til eins mánaðar.

25. mars 2020:
 Kynning á nýlegum aðgerðum í peningamálum er varða kaup á ríkisskuldabréfum var haldin 25. mars 2020. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands kynntu aðgerðirnar ásamt því að fara yfir stöðu og horfur í efnahagsmálum.
 Sjá hér: Kynningarefni frá vefútsendingu

23. mars 2020: 
 Peningastefnunefnd hélt aukafund 22. mars 2020 og tilkynnti 23. mars 2020 að Seðlabankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. Sjá hér: Yfirlýsing peningastefnunefndar 23. mars 2020.

18. mars 2020: 
Peningastefnunefnd og fjármálastöðugleikanefnd héldu fundi og sendu frá sér yfirlýsingar 18. mars. Peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur og fjármálastöðugleikanefnd ákvað að aflétta 2% kröfu um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og verður hann því 0%. Sjá hér: Yfirlýsingar peningastefnunefndar og fjármálastöðugleikanefndar.

11. mars 2020: 
 Fundi peningastefnunefndar sem vera átti 18. mars 2020 var flýtt um viku. Birt yfirlýsing peningastefnunefndar um lækkun á vöxtum bankans um 0,5 prósentur og lækkun á meðaltalsbindiskyldu innlánsstofnana úr 1% niður í 0%. Sjá hér: Yfirlýsing peningastefnunefndar 11. mars 2020.

 

Tilkynningar frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands:

21. apríl 2020:
 Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur sent aðilum á lífeyrismarkaði dreifibréf með ábendingum varðandi starfsemi lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignarsparnaðar vegna COVID-19. Ábendingar til aðila á lífeyrismarkaði vegna COVID-19

6. apríl 2020:
 Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (European Banking Authority, EBA) hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi arðgreiðslur, kaup á eigin hlutabréfum og breytilegar þóknanir. Sjá hér: Yfirlýsing EBA um arðgreiðslur, kaup á eigin hlutabréfum og breytilegar þóknanir

6. apríl 2020:
 Stjórn Evrópsku lífeyris- og vátryggingaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna COVID-19 faraldursins.  Sjá hér: EIOPA mælir með að vátryggingafélög grípi til aðgerða vegna COVID-19

1. apríl 2020: 
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur sent dreifibréf til tilkynningarskyldra aðila um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tilefnið er yfirlýsing Evrópska bankaeftirlitsins (EBA) um aðlögun eftirlits og áhættumats vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka í ljósi áhrifa COVID-19. Sjá hér: Dreifibréf til tilkynningarskyldra aðila um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

18. mars 2020: 
Stjórn Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar á vátrygginga- og lífeyrissjóðamarkaði (EIOPA) sendir frá sér yfirlýsingu vegna COVID-19 faraldursins og mælir með að aðilar grípi til aðgerða og upplýsi um aðgerðir. Sjá hér: EIOPA hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna COVID-19

16. mars 2020: 
Breytt viðmiðunarmörk vegna tilkynninga um skortstöður. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands vekur athygli á að Eftirlitsstofnun EFTA hafi tekið ákvörðun um að breyta viðmiðunarmörkum vegna tilkynninga um skortstöður í  hlutabréfum sem hafa verið tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. Sjá hér: Breytt viðmiðunarmörk vegna tilkynninga um skortstöður

12. mars 2020: 
Stjórn Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar (ESMA) hefur sent frá sér yfirlýsingu og mælir með að aðilar á fjármálamarkaði grípi til aðgerða vegna COVID-19. Sjá hér: ESMA mælir með að aðilar á fjármálamarkaði grípi til aðgerða vegna COVID-19

 

Samantektir í ritinu Peningamál um áhrif COVID-19 faraldursins og aðgerðir vegna hans:

Rammagrein 1 Efnahagsleg áhrif COVID-19-heimsfaraldursins

Rammagrein 2 Efnahagsaðgerðir vegna COVID-19-heimsfaraldursins

 

Aðrar tilkynningar um starfsemi Seðlabanka Íslands í kjölfarið á COVID-19: