
Tilkynningar vegna COVID-19
Hér eru á einum stað þær upplýsingar um aðgerðir, fréttir og tilkynningar sem Seðlabankinn hefur til þessa birt sérstaklega í tengslum við viðbrögð við útbreiðslu COVID-19. Fleiri aðgerðir bankans sem sagt er frá á vef hans geta þó tekið mið af ástandinu sem COVID-19 veldur að einhverju leyti. Bankinn greindi fyrst frá breyttri starfsemi 10. mars 2020 og daginn eftir var birt frétt um fyrstu aðgerðina.
Aðgerðir Seðlabankans vegna COVID-19
Markmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Heimsfaraldur COVID-19 og þær sóttvarnaraðgerðir sem ráðist hefur verið í til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins hafa haft gríðarlegar efnahagslegar afleiðingar í för með sér. Til að bregðast við ástandinu hefur Seðlabankinn meðal annars lækkað vexti, aukið aðgengi innlendra fjármálafyrirtækja að fjármagni, beitt gjaldeyrisforða gegn gengissveiflum og hafið kaup á ríkisskuldabréfum á eftirmarkaði.

Sýna allt
Af hverju að lækka vexti?
Af hverju á að auka aðgengi fjármálafyrirtækja að fjármagni?
Af hverju að beita gjaldeyrisforðanum gegn gengissveiflum?
Af hverju að kaupa ríkisskuldabréf?
Samantektir í ritunum Peningamál og Fjármálastöðugleiki um áhrif COVID-19 faraldursins og aðgerðir vegna hans:
Peningamál - Rammagrein 1 Efnahagsleg áhrif COVID-19-heimsfaraldursins
Peningamál - Rammagrein 2 Efnahagsaðgerðir vegna COVID-19-heimsfaraldursins
Fjármálastöðugleiki - Rammagrein 1 Aðgerðir vegna COVID-19-farsóttarinnar
Fjármálastöðugleiki - Rammagrein 3 Fjármagnsflæði á tímum COVID 19-farsóttar: Verulegur fjármagnsflótti frá nýmarkaðsríkjum en stöðugleiki á Íslandi
Fjármálastöðugleiki - Rammagrein 5 Greiðslumiðlun og COVID-19-farsóttin