logo-for-printing

08. apríl 2020

Yfirlýsingar nefnda Seðlabankans vegna kórónuveirufaraldurs

Bygging Seðlabanka Íslands

Fjármálaeftirlits-, fjármálastöðugleika- og peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingar í kjölfar nýlegra funda nefndanna.

Í yfirlýsingu fjármálaeftirlitsnefndar er lögð áhersla á að eftirlitsskyldir aðilar annist viðskipti með hagsmuni viðskiptavina og trúverðugleika fjármálamarkaðar að leiðarljósi, að þeir haldi vöku sinni gagnvart peningaþvætti og mögulegum markaðssvikum og að bankar og aðrar lánastofnanir taki virkan þátt í aðgerðum stjórnvalda með lánum til viðskiptavina og endurskipulagningu lífvænlegra fyrirtækja.
Bent er á að grundvallarregla varúðar og reikningsskila er að áhætta sé rétt metin í efnahag fyrirtækja á fjármálamarkaði, bæði til skemmri og lengri tíma. Þá er í yfirlýsingu fjármálaeftirlitsnefndar lögð áhersla á að arðgreiðslum og öðrum útgreiðslum eigin fjár verði stillt í hóf og minnt er á að Fjármálaeftirlitið geti takmarkað slíkar útgreiðslur að öllu leyti við tiltekin skilyrði.

Sjá yfirlýsingu fjármálaeftirlitsnefndar hér.

Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar kemur m.a. fram að eiginfjáraukar vegna kerfisáhættu (3%) og kerfislegs mikilvægis (2%) haldast óbreyttir. Endurmat á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum staðfesti kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka, og Landsbankans.
Þá telur nefndin rétt að setja á stofn sérstaka tímabundna lánafyrirgreiðslu í formi veðlána þar sem hæfi veða verður tímabundið útvíkkað. Lausafjárstaða fjármálafyrirtækja er traust en vegna óvissu um framvinduna telur nefndin mikilvægt að Seðlabankinn hafi til reiðu slíkt úrræði.

Sjá yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar hér.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar er tekið undir með fjármálastöðugleikanefnd að Seðlabankinn skuli setja á stofn sérstaka tímabundna lánafyrirgreiðslu í formi veðlána og að veðlisti bankans verði útvíkkaður tímabundið.

Sjá yfirlýsingu peningastefnunefndar hér.

Sjá upplýsingar um veðlán Seðlabankans hér.


Nr. 11/2020
8. apríl 2020


Til baka