Yfirsýn fjármálainnviða

Seðlabanka Íslands ber lögum samkvæmt að stuðla að fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Þá skal bankinn sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslumiðlun í landinu og við útlönd.

Greiðslu- og verðbréfauppgjörskerfi eru mikilvægur þáttur fjármálakerfisins og því mikilvægt að tryggja virka og örugga starfsemi þeirra. Hlutverk Seðlabankans á sviði greiðslumiðlunar er margþætt og koma ýmis svið bankans að því en á sviði fjármálastöðugleika Seðlabankans starfar sérstök deild sem kallast yfirsýn fjármálainnviða.

Yfirsýn

Seðlabanki Íslands beinir fyrst og fremst sjónum að hinu þjóðhagslega umhverfi fjármálakerfisins og að fjármálakerfinu í heild, styrk þess og veikleikum. Markmið yfirsýnar af hálfu Seðlabankans eru að stuðla að öryggi, virkni og hagkvæmni kjarnainnviða íslensks fjármálakerfis, eða kerfislega mikilvægra fjármálainnviða og þar með fjármálastöðugleika.


Í yfirsýnarhlutverki Seðlabankans gagnvart kerfislega mikilvægum fjármálainnviðum felst einkum eftirfarandi:

  • Fylgst er með þróun, virkni og rekstraröryggi slíkra innviða með söfnun upplýsinga og samskiptum við kerfisstjóra.
  • Reglubundið skal mat lagt á öryggi og virkni einstakra kerfislega mikilvægra fjármálainnviða á grundvelli alþjóðlega viðurkenndra tilmæla um bestu framkvæmd, þ.e. Kjarnareglna CPMI/BIS og IOSCO (e. Principles for Financial Market Infrastructures, PFMI). Kjarnareglunum skal beitt með samræmdum hætti gagnvart ólíkum kerfislega mikilvægum fjármálainnviðum og reglulega endurmetið hvaða fjármálainnviðir skulu falla undir þær.
  • Tillögugerð um breytingar á fjármálainnviðum og umgjörð þeirra, þ.m.t. regluverki, þyki tilefni til.

Sýna allt

  • Hvað er átt við með fjármálainnviðum?

  • Hvað er átt við með orðalaginu kerfislega mikilvægir?

  • Kerfislega mikilvægir fjármálainnviðir á Íslandi

  • PFMI-kjarnareglurnar