logo-for-printing

Skilavald

Með setningu laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, var Seðlabanka Íslands fengið skilavald (e. resolution authority). Í því felst heimild til að taka ákvarðanir um skilameðferð og beitingu skilaúrræða hjá fjármálafyrirtæki sem er á fallanda fæti, þ.e. að það geti ekki staðið við skuldbindingar sínar eða að verulegar líkur séu á að það geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Skilavald Seðlabanka Íslands skal, skv. 4. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, vera aðgreint frá annarri starfsemi í skipulagi bankans, einkum fjármálaeftirliti.

 

Helstu verkefni skilavalds Seðlabanka Íslands

Sýna allt

 • Skilaáætlun

 • Lágmarkshlutfall eiginfjárgrunns og hæfra skuldbindinga (e. Minimum requirement for own funds and eligible liabilities - MREL)

 • Skilameðferð

 • Skilasjóður

 

Úrræði skilavalds Seðlabanka Íslands

Sýna allt

 • Sala rekstrar (e. Sale of business tool)

 • Stofnun brúarfyrirtækis (e. Bridge institution tool)

 • Uppskipting eigna (e. Asset separation tool)

 • Eftirgjöf (e. Bail–in tool)

 

Skilyrði skilameðferðar

Eftirfarandi þrjú skilyrði þurfa öll vera fyrir hendi til þess að skilavaldi Seðlabanka Íslands sé heimilt að grípa til aðgerða og beita þeim úrræðum sem skilameðferð tilgreinir:

 1. Fjármálaeftirlitið, í samráði við skilavaldið, hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjármálafyrirtækið sé á fallandi fæti.
 2. Litlar líkur eru á því, að mati skilavaldsins, að aðkoma einkaaðila að endurreisn fyrirtækisins, snemmbær inngrip Fjármálaeftirlitsins, niðurfærsla skulda eða umbreyting skulda í eigið fé komi í veg fyrir mögulegt gjaldþrot fyrirtækisins.
 3. Skilameðferð er talin nauðsynleg vegna almannahagsmuna.

 

Hafa samband

Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi ofangreind efnisatriði og skilavald Seðlabanka Íslands á netfangið: skilavald@sedlabanki.is.

 

Þessi texti var síðast uppfærður í janúar 2021.