logo-for-printing

Lánamál ríkisins

Samkvæmt samningi fjármála- og efnahagsráðuneytis við Seðlabanka Íslands um lánaumsýslu ríkissjóðs sinnir bankinn verkefnum í tengslum við umsýslu innlendra og erlendra lána, ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs.

Upplýsingar um verkefni Lánamála ríkisins er hægt að nálgast á vefsíðu lánamála: Lánamál ríkisins

 

Lánshæfi ríkissjóðs

Þrjú matsfyrirtæki meta lánshæfi Ríkissjóðs Íslands: Moody’s Investors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor’s. Samkvæmt samningi fjármála- og efnahagsráðuneytis við Seðlabanka Íslands um lánaumsýslu ríkissjóðs sinnir bankinn verkefnum í tengslum við umsýslu innlendra og erlendra lána, ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. Seðlabanki Íslands hefur áður farið með regluleg samskipti við matsfyrirtækin fyrir hönd ríkissjóðs en samskipti við matsfyrirtækin eru nú í höndum fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Samantekt á gögnum um lánshæfi ríkissjóðs var hætt á síðu Seðlabankans í árslok 2021. Hægt er að nálgast upplýsingar um lánshæfi ríkissjóðs á vef Stjórnarráðs: Lánshæfi ríkissjóðs.

 

 

Hlutverk lánshæfismats ríkissjóðs

Lánshæfismat gegnir mikilvægu hlutverki á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Matsfyrirtækin veita lántakendum á mörkuðum lánshæfiseinkunn sem hefur mikil áhrif á lánskjör þeirra. Lánshæfiseinkunnin endurspeglar getu lántakenda til að standa við skuldbindingar að fullu og á réttum tíma. Þetta er vísbending um líkur þess að lántaki geti lent í vanskilum. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs setur viðmið fyrir lánshæfi annarra íslenskra lántakenda á alþjóðlegum mörkuðum og er því mjög þýðingarmikil fyrir þá.

 

Mat lánshæfiseinkunna

Lánshæfiseinkunnir ríkissjóða eru metnar út frá ýmsum þáttum. Þeirra á meðal eru:

  • Greiðslugeta ríkisins í erlendum gjaldmiðli
  • Hagvaxtarmöguleikar landsins
  • Peningastefna
  • Stjórnmálaleg áhætta
  • Ríkisfjármál og ríkisábyrgðir
  • Samsetning hagkerfisins og tekjur
  • Skuldastaða fyrirtækja í eigu hins opinbera
  • Skuldastaða hins opinbera
  • Skuldastaða einkageirans

Þessir þættir eru allir metnir áður en veitt er lánshæfiseinkunn. Á fjármálamörkuðum eru einkunnir matsfyrirtækja greindar í tvo meginflokka: fjárfestingarflokk og spákaupmennskuflokk. Matsfyrirtækin beita sambærilegum bókstafseinkunnum eins og sjá má í töflu 1. Bókstafseinkunn fylgir jafnan mat á horfum á breytingum á lánshæfismati. Þær geta verið neikvæðar, stöðugar eða jákvæðar. Matsfyrirtækin birta reglulega fréttir og ítarlegan rökstuðning fyrir mati sínu.

Moody‘s S&P og Fitch Skýring á einkunnum
Fjárhagseinkunnir
Aaa AAA Hæsta einkunn og lágmarksáhætta
Aa AA Há einkunn og lítil áhætta
A A Einkunn í góðu meðallagi og tiltölulega lítil áhætta
Baa BBB Miðlungseinkunn og viðunandi áhætta
Spákaupmennskueinkunnir
Ba BB Greiðslur líklegar en óvissar
B B Greiðslugeta en hætta á vanskilum í framtíðinni
Caa CCC Léleg greiðslugeta en augljós hætta á vanskilum
Ca CC Mjög vafasöm greiðslugeta. Oft í vanskilum
C C Lægsta einkunn. Einkar slæmar horfur um endurgreiðslu
  D Í vanskilum

Sérfræðingar matsfyrirtækjanna heimsækja Ísland árlega til viðræðna við fulltrúa stjórnvalda og atvinnulífsins. Í kjölfarið er lánshæfiseinkunn ríkissjóðs staðfest eða henni breytt ef tilefni er til.

 

Þróun lánshæfismats ríkissjóðs

Standard & Poor‘s Erlend mynt Innlend mynt  
Staðfest (dags.) Langtíma Skammtíma Langtíma Skammtíma Horfur
´89 Ai A-1 Stöðugar
´94 A (ný) A-1 Stöðugar
´96 A+ A-1+ AA+ (ný) Stöðugar
sept. ´98 A+ A-1+ AA+ Jákvæðar
mars ´01 A+ A-1+ AA+ Stöðugar
okt. ´01 A+ A-1+ AA+ Neikvæðar
nóv. ´02 A+ A-1+ AA+ A-1+ (ný) Stöðugar
des. ´03 A+ A-1+ AA+ A-1+ Jákvæðar
feb. ´05 AA- A-1+ AA+ A-1+ Stöðugar
jún. ´06 AA- A-1+ AA+ A-1+ Neikvæðar
des. ´06 A+ A-1 AA A-1+ Stöðugar
nóv. ´07 A+ A-1 AA A-1+ Neikvæðar
apr.´08 A+ A-1 AA A-1+ Undir eftirliti
apr. ´08 A A-1 AA- A-1+ Neikvæðar
sept. ´08 A- A-2 A+ A-1 Undir eftirliti
okt. ´08 BBB A-3 BBB+ A-2 Neikvæðar
nóv. ´08 BBB- A-3 BBB+ A-2 Neikvæðar
des. ´09 BBB- A-3 BBB+ A-2 Stöðugar
jan. ´10 BBB- A-3 BBB+ A-2 Undir eftirliti
mars ´10 BBB- A-3 BBB A-3 Neikvæðar
maí '11 BBB- A-3 BBB- A-3 Neikvæðar
nóv. '11 BBB- A-3 BBB- A-3 Stöðugar
júlí '13 BBB- A-3 BBB- A-3 Neikvæðar
jan. '14 BBB- A-3 BBB- A-3 Stöðugar
júl. '14 BBB- A-3 BBB- A-3 Jákvæðar
júl. '15 BBB A-2 BBB A-2 Stöðugar
jan. '16 BBB+ A-2 BBB+ A-2 Stöðugar 
jan. '17  A- A-2  A-  A-2  Stöðugar 
mars '17 A A-1 A A-1 Stöðugar
Moody‘s   Erlend mynt Innlend mynt  
Staðfest (dags.) Langtíma Skammtíma Langtíma Skammtíma Horfur
maí ´89 A2
okt. ´90 A2 P-1 (ný)
jún.´96 A1 P-1
mars ´97 A1 P-1 Jákvæðar
júl. ´97 Aa3 P-1 Aaa (ný) P-1 (ný) Stöðugar
okt. ´02 Aaa P-1 Aaa P-1 Stöðugar
mars ´08 Aaa P-1 Aaa P-1 Neikvæðar
maí ´08 Aa1 P-1 Aa1 P-1 Stöðugar
sept. ´08 Aa1 P-1 Aa1 P-1 Undir eftirliti
okt. ´08 A1 P-1 A1 P-1 Undir eftirliti
des. ´08 Baa1 P-2 Baa1 P-2 Neikvæðar
nóv. ´09 Baa3 P-3 Baa3 P-3 Stöðugar
apr. ´10 Baa3 P-3 Baa3 P-3 Neikvæðar
apr. ´10 Baa3 P-3 Baa3 P-3 Stöðugar
júlí ´10 Baa3 P-3 Baa3 P-3 Neikvæðar
feb. '13 Baa3 P-3 Baa3 P-3 Stöðugar
jún. '15  Baa2    
P-2    
Baa2    
P-2    
Stöðugar    
sept. '16 A-3 ... A-3 ... Stöðugar
júl. '18 A-3 ...  A-3    ...
Jákvæðar    
nóv. '19 A-2 ...  A-2 ... Stöðugar
Fitch Erlend mynt Innlend mynt  
Staðfest (dags.) Langtíma Skammtíma Langtíma Skammtíma Horfur
feb. ´00 AA- F1+ AAA
sept. ´00 AA- F1+ AAA Stöðugar
feb. ´02 AA- F1+ AAA Neikvæðar
mars ´03 AA- F1+ AAA Stöðugar
feb. ´06 AA- F1+ AAA Neikvæðar
mars ´07 A+ F1 AA+ Stöðugar
apr. ´08 A+ F1 AA+ Neikvæðar
sept. ´08 A- F2 AA Undir eftirliti
okt. ´08 BBB- F3 A- Undir eftirliti
des. ´09 BBB- F3 A- Neikvæðar
jan. ´10 BB+ B BBB+ Neikvæðar
maí '11 BB+ B BBB+ Stöðugar
feb. '12  BBB- F3  BBB+  …  Stöðugar 
feb. '13 BBB F3  BBB+ Stöðugar  
jan. '15 BBB  F3 BBB+ ...    Jákvæðar   
júl. '15  BBB+   
F2    
A- ...  Stöðugar 
jan. '16 BBB+  F2 A- ... Stöðugar 
júl. '16  BBB+  F2     BBB+     F2
Stöðugar 
jan. '17 BBB+  F2     BBB+  F2  Jákvæðar 
júl. '17  A-     F2    A-  F1  Jákvæðar 
des. '17 F1  F1  Stöðugar 
maí '19 A F1+ A
F1+
Stöðugar
maí '20 A F1+ A F1+ Neikvæðar