
Greinargerðir til ríkisstjórnar um verðbólgu
Í sameiginlegri yfirlýsingu Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnar Íslands um verðbólgumarkmið er kveðið á um að Seðlabankinn sendi ríkisstjórn greinargerð ef verðbólga fer undir 1% eða yfir 4%. Þessi mörk fela ekki í sér aðra formlega kvöð af hálfu Seðlabankans en að senda frá sér greinargerð þar sem gera skal grein fyrir ástæðum fráviks frá 2½% verðbólgumarkmiði, hve lengi bankinn áætli að frávikið vari og eftir atvikum hvort hann telji ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða af þeim sökum.
Nýjast:
Greinargerð til ríkisstjórnar um verðbólgu undir fráviksmörkum 9. september 2016
Fyrri greinargerðir:
Greinargerð til ríkisstjórnar um verðbólgu undir fráviksmörkum 29. desember 2014
Greinargerð til ríkisstjórnar um verðbólgu umfram fráviksmörk 6. janúar 2014
Greinargerð til ríkisstjórnar um verðbólgu umfram fráviksmörk 12. september 2013
Greinargerð til ríkisstjórnar um verðbólgu umfram fráviksmörk 30. júní 2011
Greinargerð til ríkisstjórnar um verðbólgu umfram þolmörk 19. september 2005
Greinargerð til ríkisstjórnar um verðbólgu umfram þolmörk 18. febrúar 2005
Greinargerð til ríkisstjórnarinnar vegna verðbólgumarkmiðs 20. júní 2001