logo-for-printing

Peningastefnunefnd

Ákvarðanir um beitingu stjórntækja Seðlabanka Íslands í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd bankans, samanber lög nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands. Stjórntæki bankans teljast í þessu sambandi vera vextir bankans, viðskipti við lánastofnanir önnur en þrautavaralán, ákvarðanir um bindiskyldu og þau viðskipti á gjaldeyrismarkaði og með verðbréf sem hafa það að markmiði að stöðugu verðlagi sé náð. Í peningastefnunefnd eru Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir staðgengill formanns, Gunnar Jakobsson, Herdís Steingrímsdóttir og Ásgerður Ósk Pétursdóttir.

 

Stefna í peningamálum

Peningastefnunefnd setur Stefnu í peningamálum. Stefnan er heildarumgjörð um ákvarðanir í peningamálum og hvernig þeim er miðlað til almennings.

Stefna í peningamálum

 

Ákvarðanir um stjórntæki bankans í peningamálum og birtingartími fundargerða

Peningastefnunefnd skal funda a.m.k. sex sinnum á ári, birta fundargerðir sínar opinberlega og gera grein fyrir ákvörðunum sínum og forsendum þeirra. Ákvarðanir í peningamálum eru birtar í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem gefin er út fyrir opnun markaða þann dag sem vaxtaákvörðun er kynnt. Peningastefnunefnd birtir fundargerðir sínar tveimur vikum eftir að vaxtaákvörðun er tilkynnt. Þar kemur fram mat nefndarinnar á stöðu og horfum í efnahags- og peningamálum og rökstuðningur nefndarmanna fyrir atkvæðum sínum. Nánar má lesa um þetta í starfsreglum peningastefnunefndar sem eru staðfestar af bankaráði Seðlabanka Íslands.


Ákvarðanir um stjórntæki bankans í peningamálum og birtingartími fundargerða peningastefnunefndar


Dagsetning ákvörðunar peningastefnunefndarYfirlýsing peningastefnunefndarVikur frá síðustu ákvörðunFundargerð peningastefnunefndar
8. febrúarVaxtaákvörðun1222. febrúar
22. marsVaxtaákvörðun722. mars
24. maíVaxtaákvörðun1007. júní
23. ágústVaxtaákvörðun1406. september
4. október7
22. nóvember8