
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS)
Seðlabanki Íslands er fjárhagslegur aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) fyrir hönd íslenska ríkisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund) hefur frá stofnun haft það að markmiði að efla alþjóðlega samvinnu í gjaldeyrismálum, stuðla að stöðugu gengi gjaldmiðla og greiða fyrir frjálsum gjaldeyrisviðskiptum.
Starfsemi sjóðsins er einkum þrenns konar:
- Eftirlit með efnahagsmálum aðildarlanda sjóðsins og alþjóðahagkerfinu í heild.
- Tæknileg aðstoð við aðildarríkin.
- Lánveitingar til aðildarríkja í greiðsluerfiðleikum.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru í Washington D.C. og fer dagleg yfirstjórn fram þar. Ísland á samstarf við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin á vettvangi sjóðsins. Þessi lönd mynda eitt af 24 svo kölluðum kjördæmum sjóðsins.
Sýna allt
Um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
Ísland og AGS
Efnahagsáætlun AGS og íslenskra stjórnvalda
Úttektir á íslensku efnahagslífi
Kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja
Ársfundir AGS
Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn 17.-20. október 2019 í Washington í Bandaríkjunum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sótti ársfundinn en hann var fulltrúi Íslands í sjóðsráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá sat seðlabankastjóri fundi fjárhagsnefndar AGS. Seðlabankastjóri og aðrir fulltrúar Seðlabankans áttu einnig viðræður við yfirstjórn og starfsfólk AGS og funduðu með fjölmörgum fulltrúum fjármálastofnana og matsfyrirtækja.
Fulltrúi kjördæmis Norður- og Eystrasaltslanda var að þessu sinni fjármálaráðherra Finnlands, Mika Lintilä.
Ályktun fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMFC Communiqué)
Yfirlýsingar allra nefndarmanna í fjárhagsnefnd (IMFC Statements)
Ársfundir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans voru haldnir á Balí í Indónesíu í dagana 12.-14. október 2018 en dagana á undan og eftir voru haldnir margvíslegir aðrir fundir. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti ársfundinn en hann var fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni Stefan Ingves, seðlabankastjóri Svíþjóðar. Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var flutt af Øystein Olsen, seðlabankastjóra Noregs.
Ályktun fjárhagsnefndar AGS, október 2018
Ársfundir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjárhagsnefndar sjóðsins árið 2017 voru haldnir dagana 13. og 14. október í Washington í Bandaríkjunum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti ársfundinn en hann er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni Ardo Hansson, seðlabankastjóri Eistlands. Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var flutt af Vitas Vasiliauskas, seðlabankastjóra Litháen.
Ályktun fjárhagsnefndar AGS, október 2017
Ársfundir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjárhagsnefndar sjóðsins árið 2016 voru haldnir dagana 7.-9. október í Washington í Bandaríkjunum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti ársfundinn en hann er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann hélt einnig erindi á ráðstefnu á vegum US-Korea Institute, Reinventing Bretton Woods Committee, Korea Institute of Finance og UBS, sem fjallaði um peningastefnu og hið alþjóðlega peninga- og fjármálakerfi.
Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni Hjort Frederiksen, fjármálaráðherra Danmerkur. Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var flutt af seðlabanka stjóra Lettlands, Ilmārs Rimšēvičs.
Ályktun fjárhagsnefndar AGS, október 2016
Ársfundarræða Ilmārs Rimšēvičs seðlabankastjóra Lettlands.
Erindi Más fjallaði um áhrif fjármálalegrar hnattvæðingar á lítil, opin og fjármálalega samþætt hagkerfi og umbætur á hinu alþjóðlega peninga- og fjármálakerfi. Glærur sem Már notaði við kynninguna má finna hér.
Ársfundir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjárhagsnefndar sjóðsins árið 2015 voru haldnir dagana 9.-11. október í Líma í Perú. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti ársfundinn en hann er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og flutti að þessu sinni ársfundarræðu fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var Øystein Olsen, seðlabankastjóri í Noregi.
Ályktun fjárhagsnefndar AGS, október 2015
Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, flutt af Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra.
Ársfundur og fundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2014 voru haldnir dagana 10. -12. október. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti fundina, en hann er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var flutt af seðlabankastjóra Finnlands, Erkki Liikanen. Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni fjármálaráðherra Finnlands, Antti Rinne.
Ályktun fjárhagsnefndar AGS 2014
Ársfundarræða Erkki Liikanen seðlabankastjóra Finnlands
Yfirlýsing kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja flutt af Antti Rinne fjármálaráðherra Finnlands
Ársfundur og fundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2013 voru haldnir dagana 11. -13. október. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti fundina, en hann er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var flutt af seðlabankastjóra Eistlands, Ardo Hansson. Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni fjármálaráðherra Litháen, Rimantas Šadžius.
Ályktun fjárhagsnefndar AGS 2013
Ársfundarræða Ardo Hansson seðlabankastjóra Eistlands
Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn i Tokyo 12. október sl. og fundur fjárhagsnefndar sjóðsins daginn eftir hinn 13. október. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti fundina, en hann er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda var flutt af Nils Bernstein seðlabankastjóra Danmerkur. Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg.
Ályktun fjárhagsnefndar AGS 2012
Yfirlýsing kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 2012 (Anders Borg, fjármálaráðherra í Svíþjóð)
Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn 23. september 2011 og fundur fjárhagsnefndar sjóðsins fór fram 24. september.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti fundina, en hann er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra fylgdust einnig með fundunum og þeir ásamt seðlabankastjóra áttu margvíslega fundi um málefni Íslands með yfirstjórnendum og starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá fluttu fjármálaráðherra og seðlabankastjóri erindi á ráðstefnu fjárfestingabankans JP Morgan í dag, sunnudaginn 25. september. Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda var flutt af Stefan Ingves seðlabankastjóra í Svíþjóð. Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni seðlabankastjóri Danmerkur, Nils Bernstein.
Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn 8. október og fundur fjárhagsnefndar AGS var haldinn 9. október.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sótti fundina. Ársfundaræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda var í höndum norska seðlabankastjórans Svein Gjedrem. Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni fjármálaráðherra Noregs, Sigbjørn Johnsen. Ársfundarræðan og yfirlýsing kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS eru birtar í heild sinni á vefsíðum Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og má nálgast hér:
Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 2010
Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans 2009 í Istanbúl
Sameiginlegur ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans var haldinn dagana 6.-7. október í Istanbúl í Tyrklandi. Auk þess var haldinn fundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMFC).
Svíþjóð gegnir formennsku í kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum árin 2008 og 2009. Fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg, talaði fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárhagsnefndinni.
Ársfundarræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var flutt af Erkki Liikanen, seðlabankastjóra finnska seðlabankans. Ræður fulltrúa kjördæmisins eru birtar í heild sinni hér á vefsíðum Seðlabanka Íslands, en auk þess m.a. á vefsíðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Nánari umfjöllun um ársfundinn má sjá í meðfylgjandi gögnum:
Sjá heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem fjallað er um ársfundinn:
http://www.imf.org/external/am/2009/index.htm
Ræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárhagsnefnd 2009
Anders Borg:
Ræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárhagsnefnd 2009
Ársfundarræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 2009
Erkki Liikanen:
Ársfundarræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 2009
Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Singapúr (2006)
Sameiginlegur ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans var haldinn dagana 16.- 20. september í Singapúr, auk þess sem fundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var einnig haldinn. Finnland gegnir formennsku í kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltslanda í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á árunum 2006 til 2007. Fjármálaráðherra Finnlands, Eero Heinaluoma, talaði fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltslanda í fjárhagsnefndinni.
Ársfundarræða Norðurlandanna var flutt af Stefan Ingves, seðlabankastjóra í sænska seðlabankanum. Ræður fulltrúa kjördæmisins eru birtar í heild sinni á vefsíðum Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Ræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda í fjárhagsnefndinni haustið 2006.
Ársfundarræða Norðurlandanna 2006.
Fjármálaráðherra Noregs, Per-Kristian Foss, er því fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefndinni og talar hann fyrir hönd þess. Ársfundaræða kjördæmisins er í höndum norska seðlabankastjórans Svein Gjedrem. Ræður kjördæmisins eru birtar í heild sinni á vefsíðum Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Ræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárhagsnefndinni haustið 2005
Ársfundaræða Norðurlanda og Eystrasaltsríkja
Hér má finna eldri ræður fulltrúa kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda sem haldnar voru á ársfundum sjóðsins.
Statement by Svein Ingvar Gjedrem., Governor of the Central Bank of Norway, September 24-25, 2005
IMFC Statement by Mr. Per-Kristian Foss, Minister of Finance, Norway. April 16, 2005
Statement by Mr. Erkki Liikanen, Governor of the Central Bank of Finland, October 3, 2004
IMFC Statement by Mr. Per-Kristian Foss, Minister of Finance, Norway. April 24, 2004
Statement by Bodil Nyboe Andersen, Governor of the Central Bank of Denmark, September 29, 2002