logo-for-printing

15. september 2020Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri

Varaseðlabankastjóri með erindi á fundi hjá Samiðn

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, flutti í dag, þriðjudaginn 15. september, erindi á fundi hjá Samiðn um stöðu efnahagsmála. Kynning Rannveigar bar yfirskriftina Efnahagshorfur á tímum heimsfaraldurs og fjallaði um efnahagshorfur og aðgerðir Seðlabanka Íslands í ljósi COVID-19 farsóttarinnar.

Nánar
07. september 2020Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri

Kynningar varaseðlabankastjóra á stöðu efnahagsmála

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, flutti nýverið erindi um stöðu efnahagsmála hjá Samkeppniseftirlitinu og Félagi atvinnurekenda.

Nánar
28. ágúst 2020Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Kynning aðalhagfræðings á efni Peningamála

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands, hefur kynnt efni nýlegra Peningamála á nokkrum fundum síðustu daga, þ.e. í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Kviku banka og Arion banka. Í kynningunum greindi hann meðal annars frá horfum í efnahagsmálum og nýrri verðbólguspá.

Nánar
16. júní 2020Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits

Varaseðlabankastjóri með fyrirlestur á málþingi Fjártækniklasans

Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, var meðal ræðumanna á málþingi Fjártækniklasans sem haldið var í Hörpu hinn 27. maí síðastliðinn undir yfirskriftinni Hvað erum við að gera gegn peningaþvætti? Unnur fjallaði í fyrirlestri sínum um áhættumiðað eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka auk þess að fara yfir mismunandi áhættu sem steðjar að fjártæknifyrirtækjum á þessu sviði og kynna fjártækniþjónustuborð Seðlabankans.

Nánar
12. júní 2020Rannveig Sigurðardóttir

Varaseðlabankastjóri á fundi Samiðnar

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, sótti miðstjórnarfund Samiðnar – Sambands iðnfélaga fimmtudaginn 4. júní. Á fundinum fór Rannveig yfir efnahagshorfur eins og þær birtust í nýrri verðbólgu- og þjóðhagsspá Seðlabankans í maíhefti Peningamála hinn 20. maí sl. Rannveig fjallaði um hvernig horfur hefðu versnað í kjölfar útbreiðslu COVID-19-farsóttarinnar og óvissunnar fram á við. Hún ræddi einnig aðgerðir bankans síðustu mánuði og áhrif þeirra.

Nánar