logo-for-printing

10. mars 2020

Frestun á málstofu í dag

Bygging Seðlabanka Íslands

Ákveðið hefur verið að fresta málstofa um hækkandi lífaldur og umbætur í lífeyriskerfinu sem halda átti í dag.

Tilkynnt verður síðar hvenær málstofan verðu haldin.

 

Hér eru hins vegar upplýsingar um fyrirhugaða málstofu:

Frummælandi: Þorsteinn Sigurður Sveinsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands og doktorsnemi við Copenhagen Business School

Að reskjast með reisn: sparnaður og starfslok

Ágrip:
Með hækkandi lífaldri fylgja ýmsar breytingar, frá áskorunum í heilbrigðismálum til umbóta á lífeyriskerfum. Við kerfisbreytingar er nytsamlegt að hafa sem fyllsta mynd af hvötum sem einstaklingar standa frammi fyrir. Í fyrirlestrinum er sjónum beint að hlutverki heilsu í ákvörðunartöku einstaklinga varðandi starfslok og sparnað. Greiningin byggir á líkani þar sem einstaklingar ákveða neyslu, sparnað og starfslok sín byggða á lífslíkum og væntingum til heilsu. Heilsa hefur áhrif á einstaklinginn á tvo vegu í líkaninu, annars vegar á ónytjar vegna vinnu (e. disutility of work) og hins vegar á jaðarnytjar neyslu. Niðurstöðurnar sýna að því lengur sem einstaklingar búast við því að vera heilsuhraustir, því seinna ákveða þeir að fara á eftirlaun. Einnig getur heilsa að hluta til skýrt hvelfdan neysluprófíl yfir ævina. Jafnframt er sýnt fram á að því ólíklegri sem slembin heilsuáföll verða, því meira sparar einstaklingurinn.

 

In English:

Healthy aging, saving and retirement

Abstract:
Demographic change in the form of increased longevity has prompted policy debate centring on pension system reform. Here it is argued that healthy aging is an essential factor in individuals’ retirement behaviour and should therefore be considered in the design of retirement reforms. A model is constructed where agents make consumption, saving, and retirement decisions based on their expectations of future health and their uncertainty about their time of death. Changes in health shift the agent’s utility curve and increase the disutility of work, providing a connection between healthy aging and the agent’s life-cycle decisions. The author finds, among other things, that healthy aging is associated with later retirement and that as the risk of adverse health shocks increases, the agent saves less. Life-cycle health developments are found to explain to an extent the hump-shape of the individual’s consumption plan. These effects are established with various formulations of health functions and simulated with data on life-cycle health and longevity to obtain estimates of the impact of healthy aging on retirement decisions.


Til baka