logo-for-printing

27. mars 2020

Seðlabankinn minnkar framboð bundinna innlána til eins mánaðar

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabankinn hefur ákveðið að draga verulega úr framboði bundinna innlána til eins mánaðar en næsta útboð verður haldið 1. apríl nk. Þessi breyting kemur í kjölfar þess að aðstæður á innlendum mörkuðum hafa breyst mikið á stuttum tíma. Fyrirséð er að útgjöld ríkissjóðs muni aukast og aukin ríkisverðbréfaútgáfa verður á næstu vikum og mánuðum. Seðlabankinn mun áfram vikulega bjóða út bundin innlán til 7 daga. Seðlabankinn mun jafnframt áfram sjá til þess að hægt sé að tryggja heimildir í greiðslukerfum með bundum innlánum.

Nr. 10/2020
27. mars 2020

Til baka