
06. apríl 2020
EIOPA mælir með að vátryggingafélög grípi til aðgerða vegna COVID-19

Stjórn Evrópsku lífeyris- og vátryggingaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA) hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna COVID-19 faraldursins. Þar mælir EIOPA meðal annars með að vátryggingafélög hugi að varfærni í ákvarðanatöku varðandi arðgreiðslur og breytileg starfskjör. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands tekur undir tilmæli EIOPA og hvetur íslensk vátryggingafélög til að grípa til þeirra aðgerða sem ráðlagðar eru.
Hér má sjá yfirlýsingu EIOPA á vef stofnunarinnar.