logo-for-printing

01. febrúar 2021

Starfsleyfi TM hf. afturkallað

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) afturkallaði starfsleyfi TM hf. til að stunda vátryggingastarfsemi skv. lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi hinn 27. janúar 2021, eftir að félagið hafði tilkynnt stofnuninni um afsal sitt á starfsleyfinu. Var það gert í samræmi við fyrirætlan félagsins um að færa vátryggingastarfsemi samstæðunnar til TM trygginga hf.

Hinn 1. janúar 2021 var vátryggingastarfsemi TM hf. færð til TM trygginga hf., en þar á meðal var vátryggingastofn TM hf. Við yfirfærslu vátryggingastofnsins yfirtók TM tryggingar hf. öll réttindi og skyldur sem stofninum fylgdu, m.a. gagnvart viðskiptavinum, vátryggðum og tjónþolum. Afturköllunin hefur því ekki áhrif á viðskiptavini TM hf.
Til baka