
01. febrúar 2021
Starfsleyfi TM hf. afturkallað

Hinn 1. janúar 2021 var vátryggingastarfsemi TM hf. færð til TM trygginga hf., en þar á meðal var vátryggingastofn TM hf. Við yfirfærslu vátryggingastofnsins yfirtók TM tryggingar hf. öll réttindi og skyldur sem stofninum fylgdu, m.a. gagnvart viðskiptavinum, vátryggðum og tjónþolum. Afturköllunin hefur því ekki áhrif á viðskiptavini TM hf.