logo-for-printing

09. maí 2022

Búast má við truflunum og tímabundnu þjónusturofi í gagnaskilakerfum Seðlabankans 10. og 11.maí

Bygging Seðlabanka Íslands

Búast má við truflunum og tímabundnu þjónusturofi í gagnaskilakerfum Seðlabankans frá þriðjudegi 10.maí til og með miðvikudags 11.maí. vegna viðhalds og uppfærslna í tengslum við sameiningu innri kerfa.

Flutningar prófunarumhverfis gengu hnökralaust í síðustu viku og undirbúningur síðustu daga gefur ekki tilefni til annars en bjartsýni um að þetta verkefni muni ganga jafn vel.

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu langan tíma verkefnið tekur. Gangi það samkvæmt áætlun verður uppfærslu lokið fyrir lok dags á miðvikudag, en þar er þó ekki á vísan að róa, enda geta breytingar haft í för með sér ófyrirséð vandamál sem leysa þarf úr.

Tilkynning verður birt þegar uppfærslu og breytingum er lokið.

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem af flutningnum kunna að leiða og eru notendur hvattir til að tilkynna þjónustuborði Seðlabankans með tölvupósti á adstod@sedlabanki.is verði þeir varir við óvænta hegðun eða breytingar í virkni kerfa eftir að fréttatilkynning um lok uppfærslu hefur verið birt svo bregðast megi við því án tafar.

Uppfærsla 18. maí 2022:
Uppfærslu og breytingum á gagnaskilakerfum Seðlabankans er nú giftusamlega lokið. Sem fyrr eru notendur hvattir til að senda ábendingu í samræmi við leiðbeiningar hér að ofan verði þeir varir við óvænta hegðun eða breytingar í virkni kerfa.


Til baka