logo-for-printing

20. júní 2018

Málstofa um móðins mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu

Bygging Seðlabanka Íslands

Málstofa um móðins mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu verður haldin í Sölvhóli, fundarherbergi í Seðlabankanum, miðvikudaginn 20. júní kl. 15:00.

Frummælendur: Lilja Sólveig Kro og Aðalheiður Guðlaugsdóttir sérfræðingar á hagfræði- og peningastefnusviði SÍ

Ágrip: Í fyrirlestrinum er fjallað um nýjan mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu. Nýlega hafa Seðlabankar Kanada og Noregs kynnt til sögunnar nýja mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu sem byggja á einföldu þáttalíkani. Samskonar mælikvarði var búinn til fyrir íslenska verðþróun undir heitinu sameiginlegur þáttur vísitölu neysluverðs. Heitið vísar í hlutverk mælikvarðans að finna sameiginlegan þátt undirvísitalna til að meta undirliggjandi verðbólgu með því að skilja frá sértækar verðbreytingar einstakra undirliða.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að gengi krónunnar hefur haft umtalsverð áhrif á sameiginlega þáttinn. Jafnframt sýna niðurstöðurnar að hlutdeild verðbreytinga í undirvísitölunum sem skýra megi með sameiginlega þættinum hafi lækkað en vægi hlutfallslegra verðbreytinga aukist á móti. Einnig er sýnt að mælikvarðinn hafi ýmsa góða eiginleika sem æskilegt er að mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu hafi.

 


Hér má sjá glærur frá málstofunni: Móðins mælikvarði á undirliggjandi verðbólgu

Til baka