logo-for-printing

01. apríl 2022

Nýtt vaxtaviðmið fyrir íslensku krónuna, IKON

Krónur

Seðlabankinn hefur hafið daglega birtingu á nýju vaxtaviðmiði fyrir íslensku krónuna, IKON (Icelandic Króna OverNight). Unnið hefur verið að útfærslu útreiknings á nýju vaxtaviðmiði í samvinnu við viðskiptabankana frá árslokum 2019. Skoðað var hvaða möguleikar væru hér á landi við að reikna út vaxtaviðmið sem myndi endurspegla vexti í raunverulegum viðskiptum fjármálastofnana. Niðurstaðan var að virkur markaður væri með bundnar innstæður, þar sem fjármálafyrirtækin taka við innstæðum á föstum kjörum í fastar tímalengdir. Markaðurinn er virkastur til eins dags og því er nýtt vaxtaviðmið fyrir Ísland byggt á markaðsvöxtum á bundnum innstæðum til einnar nætur (O/N). Hérna má nálgast nánari skýringu á útreikningunum. Frá árslokum 2021 hefur skráðum IBOR vaxtaviðmiðum fækkað þar sem hætt er að nota þau að meginstefnu til og mun sú þróun halda áfram á næstunni. Ný vaxtaviðmið hafa litið dagsins ljós, sem dæmi SOFR, SONIA, ESTR, NOWA, o.s.frv. Ólíkt IBOR vaxtaviðmiðum byggja nýju vaxtaviðmiðin á raunverulegum viðskiptum. Þetta er í takt við nýlega reglugerð ESB 2016/11, BMR, sem tekið hefur gildi innan EES. Sjá nánar í fréttatilkynningu bankans frá 11. nóvember 2020.

Reglur um vaxtaviðmið á ótryggðum innlánum í íslenskum krónum taka gildi 1. apríl 2022. Seðlabankinn mun daglega birta vegið meðaltal viðskipta til einnar nætur, ásamt því að birta upplýsingar um veltu og fjölda viðskipta. Nánari upplýsingar um vextina er að finna hér.

Frétt nr. 9/2022
1. apríl 2022



Til baka