logo-for-printing

04. janúar 2023

Fundargerð frá desemberfundi fjármálastöðugleikanefndar

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar frá fundi nefndarinnar í desember sl. hefur verið birt. Nefndin ræddi stöðu og horfur fyrir fjármálastöðugleika og helstu áhættuþætti, svo sem þróun efnahagsmála, áhættu í rekstri fjármálafyrirtækja og fjármálakerfisins, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, skuldsetningu heimila og fyrirtækja, stöðu á fasteignamarkaði, virkni lánþegaskilyrða, eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja og fjármálasveifluna. Jafnframt ræddi nefndin um öryggi, hagkvæmni og skilvirkni fjármálainnviða og mikilvægi þeirra fyrir stöðugleika fjármálakerfisins.

Nefndin staðfesti kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans og ákvað að halda eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis óbreyttum í 2% á allar áhættuskuldbindingar. Í ársfjórðungslegu endurmati ákvað fjármálastöðugleikanefnd enn fremur að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2%.

Sjá fundargerðina í heild hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands (15. fundur). Birt 4. janúar 2023.

Sjá hér nánari upplýsingar um nefndina og störf hennar.
Til baka