
25. september 2024
Virkur eignarhlutur í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf.
.jpg?proc=AdalmyndFrett)
Hinn 23. september sl. komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Landsbankinn hf. væri hæfur til að fara með svo stóran beinan, virkan eignarhlut í TM tryggingum hf. að félagið verði talið dótturfélag bankans, sbr. 1. mgr. 58. gr. laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi. Sama gilti um óbeinan, virkan eignarhlut í TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf.
Sama dag komst fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Bankasýsla ríkisins, f.h. ríkissjóðs, væri hæf til að fara með óbeinan, virkan eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. sem nemur yfir 50% hlutafjár, sbr. 1. mgr. 58. gr. sömu laga.