
09. nóvember 2021
Ný löggjöf um lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta (PRIIPs)

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur sent dreifibréf til aðila sem bjóða upp á pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir og vakið athygli á gildistöku hinna nýju laga. Þeir og aðrir sem telja þetta mál sig varða eru hvattir til að kynna sér efni laganna.