logo-for-printing

07. apríl 2020

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gefur út leiðbeinandi tilmæli um innihald einfaldra endurbótaáætlana

Höfðatorg

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) hefur gefið út Leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2020 um innihald einfaldra endurbótaáætlana.

Samkvæmt 82. gr. e laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 ákveður Fjármálaeftirlitið hvort lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki er heimilt að gera einfalda endurbótaáætlun. Í tilmælunum hafa ákvæði reglugerðar um endurbótaáætlanir lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og samstæður þeirra, nr. 50/2019, verið útfærð til að skýra hvaða skyldur hvíla á lánastofnunum og verðbréfafyrirtækjum sem fá heimild til að skila einföldum endurbótaáætlunum.

Tilmælin í heild sinni er að finna hér (sjá pdf-skjal).

Til baka