logo-for-printing

17. desember 2020

Eftirlitsstofnun EFTA framlengir ákvörðun sína um breytt viðmiðunarmörk vegna tilkynninga um skortstöður

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) vekur athygli á að Eftirlitsstofnun EFTA hefur ákveðið að framlengja ákvörðun sína um breytt viðmiðunarmörk vegna tilkynninga um skortstöður í hlutabréfum sem hafa verið tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði.

Ákvörðunin tekur gildi 19. desember og gildir í þrjá mánuði. Hún er tekin á grundvelli 28. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga sem innleidd var í lög nr. 55/2017 um skortsölu og skuldatryggingar.

Með ákvörðuninni er öllum, hvort sem það eru einstaklingar eða lögaðilar, skylt að tilkynna til Fjármálaeftirlitsins um nettó skortstöðu í hlutabréfum þegar staðan fer yfir eða fellur undir viðmiðunarmörk sem nema 0,1% af útgefnu hlutafé félags (e. issued share capital). Til viðbótar þarf að senda tilkynningu í hvert skipti sem nettó skortstaða breytist um 0,1% umfram fyrrnefnd mörk. Ákvörðunin felur í sér að viðmiðunarmörkin á Íslandi eru 0,1% í stað 0,2%.

Sjá ákvörðunina hér: EFTA Surveillance Authority decision of 17 December 2020
Til baka