logo-for-printing

22. desember 2006

Moody´s staðfesti lánshæfismat ríkissjóðs Íslands

Hinn 14. desember síðastliðinn staðfesti matsfyrirtækið Moody´s Investors Service lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í reglubundnu mati sínu (e. credit opinion). Staðfestar voru einkunnirnar Aaa fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og P-1 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur eru stöðugar.

Nánar
22. desember 2006

Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir erlendar skuldbindingar lækkaðar

Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir erlendar skuldbindingar lækkaðar í A+/A-1 og skuldbindingar í íslenskum krónum í AA/A-1+ vegna ójafnvægis á milli peningamála og ríkisfjármála. Horfur stöðugar.

Nánar
21. desember 2006

Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur í 14,25%. Ákvörðun bankastjórnar ber að skoða í ljósi greiningar í Peningamálum sem gefin voru út 2. nóvember sl.

Nánar
21. desember 2006

Seðlabanki Íslands hækkar vexti

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur í 14,25%. Aðrir vextir bankans hækka einnig um 0,25 prósentur.

Nánar
15. desember 2006

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 12/2006.

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Frá og með 1. janúar 2007 hækka vextir óverðtryggðra lána um 0,5%, vextir af skaðabótakröfum hækka um 0,4% en vextir verðtryggðra lána haldast óbreyttir frá síðustu vaxtaákvörðun sem tók gildi 1. desember.

Nánar