logo-for-printing

31. desember 2009

Horfum breytt úr neikvæðum í stöðugar eftir samþykkt Icesave-frumvarpsins

Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s tilkynnti í dag, 31. desember 2009, að það hefði breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Á sama tíma staðfesti fyrirtækið einkunnir sínar fyrir skuldbindingar ríkissjóðs til langs og skamms tíma, „BBB-/A-3“ fyrir erlendar skuldbindingar og „BBB+/A-2“ fyrir innlendar skuldbindingar. BBB- matið fyrir skipti- og breytanleika var einnig staðfest (e. transfer and convertibility assessment).

Nánar
23. desember 2009

Fitch staðfestir lánshæfiseinkunn ríkissjóðs

Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að fyrirtækið hefði staðfest langtímaeinkunnir Íslands í erlendum og innlendum gjaldmiðli, BBB- í erlendri mynt, og A- í innlendri mynt og tekið ríkissjóð af gátlista. Horfur eru neikvæðar. Einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt er staðfest F3 og landseinkunn BBB-.

Nánar
21. desember 2009

Fyrsti hluti láns frá Norðurlöndunum greiddur til Íslands

Í dag var fyrsti hluti láns frá Norðurlöndunum greiddur til Íslands í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Um er að ræða 300 milljónir evra. Ísland hefur heimild til að nýta alls 444 milljónir evra fram að annarri endurskoðun efnahagsáætlunarinnar sem áætlað er að fari fram um miðjan janúar 2010.

Nánar
21. desember 2009

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 1/2010

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa lækkað um 1 prósentustig frá síðustu dráttarvaxtarákvörðun. Frá 1. janúar nk. verða vextir eftirfarandi.

Nánar
17. desember 2009

Skýrsla til Alþingis um störf peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands

Lög um Seðlabanka Íslands kveða svo á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári. Ennfremur segir í lögunum að efni skýrslunnar skuli rætt á sameiginlegum fundi efnahags- og skattanefndar, fjárlaganefndar og viðskiptanefndar. Fyrsta skýrsla peningastefnunefndarinnar hefur nú verið send Alþingi og er birt hér á vef Seðlabanka Íslands

Nánar
19.03.2009

Peningastefna