logo-for-printing

27. mars 2009

Fleiri niðurstöður starfshóps Seðlabanka Íslands um skuldir heimilanna

Starfshópur Seðlabanka Íslands hefur haldið áfram að greina gögn um skuldir og eignir heimila eftir að fyrstu bráðabirgðaniðurstöður voru birtar 11. mars sl. Starfshópurinn hefur metið áhrif tveggja aðgerða sem fela í sér afskrift skulda sem hafa verið í umræðunni undanfarnar vikur.

Greint er frá áhrifum þessara aðgerða á mismunandi hópa út frá eiginfjárstöðu. Einnig eru sýndar frekari niðurstöður um dreifingu húsnæðisskulda eftir eigna- og skuldahópum. Sótt hefur verið um leyfi Persónuverndar til að afla dulkóðaðra gagna um tekjur heimila að fengnu samþykki ríkisskattstjóra og mun starfshópurinn vonandi fá gögnin á næstu vikum.

Fleiri niðurstöður starfshóps Seðlabanka Íslands um skuldir heimilanna (.pdf)

 

 

 

Til baka