logo-for-printing

21. október 2020Bygging Seðlabanka Íslands

Fundargerð peningastefnunefndar frá 5. og 6. október

Í samræmi við starfsreglur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er hér birt nýjasta fundargerð nefndarinnar.

Nánar
21. október 2020Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 10/2020

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 09/2020 dags 22. september sl. þar sem peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að halda meginvöxtum óbreyttum við síðustu vaxtaákvörðun sína dags 7. október sl. Grunnur dráttarvaxta, þ.e. lán gegn veði í 7 daga, er því óbreyttur 1,75%.

Nánar
20. október 2020

Nýtt kynningarefni fyrir ýmsa aldurshópa

Starfsfólk Seðlabanka Íslands hefur undanfarna mánuði unnið að því að útbúa og uppfæra kynningarefni sem einkum er ætlað yngri aldurshópum. Efnið er meðal annars hugsað fyrir skólahópa sem ekki hafa getað komið í heimsókn í Seðlabankann vegna COVID-19-faraldursins.

Nánar
19. október 2020Bygging Seðlabanka Íslands

Nýtt millibankagreiðslukerfi tekið í notkun í vikulokin

Nýtt millibankagreiðslukerfi verður tekið í notkun hér á landi að kvöldi föstudagsins 23. október nk. Stór hluti allra fjármálafærslna einstaklinga og fyrirtækja í landinu, t.d. með debetkortum og almennum millifærslum á milli reikninga, fer um kerfið sem þjónustar banka og fjármálastofnanir. Nýja kerfið, sem er í eigu Seðlabanka Íslands, tekur við hlutverki svokallaðs stórgreiðslukerfis Seðlabankans og jöfnunarkerfis Greiðsluveitunnar sem jafnframt er í eigu bankans.

Nánar
19. október 2020

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2020

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tók þátt í ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og tengdum fundum dagana 12.-18. október. Seðlabankastjóri er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (e. Board of Governors) sem er æðsta ráð stofnunarinnar.

Nánar