logo-for-printing

27.03.2020Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabankinn minnkar framboð bundinna innlána til eins mánaðar

Seðlabankinn hefur ákveðið að draga verulega úr framboði bundinna innlána til eins mánaðar en næsta útboð verður haldið 1. apríl nk. Þessi breyting kemur í kjölfar þess að aðstæður á innlendum mörkuðum hafa breyst mikið á stuttum tíma. Fyrirséð er að útgjöld ríkissjóðs muni aukast og aukin ríkisverðbréfaútgáfa verður á næstu vikum og mánuðum. Seðlabankinn mun áfram vikulega bjóða út bundin innlán til 7 daga. Seðlabankinn mun jafnframt áfram sjá til þess að hægt sé að tryggja heimildir í greiðslukerfum með bundum innlánum.

Nánar
27.03.2020

Hagvísar Seðlabanka Íslands birtir

Hagvísar Seðlabanka Íslands hafa nú verið birtir hér á vef bankans. Ritið er ársfjórðungslegt yfirlit yfir þróun efnahagsmála og safn hagvísa.

Nánar
27.03.2020

Hagvísar Seðlabanka Íslands 27. mars 2020

Seðlabanki Íslands birtir ársfjórðungslega yfirlit yfir þróun efnahagsmála, safn hagvísa og stöðu fjármálakerfisins, Hagvísa Seðlabanka Íslands. Fyrst og fremst er miðað við birtingu á vef bankans. Hagvísarnir eru einnig gefnir út á ensku undir heitinu Economic Indicators.

Nánar
27.03.2020

Ársskýrsla Seðlabanka Íslands 2019

Ársskýrsla Seðlabanka Íslands fyrir árið 2019 hefur verið birt hér á vef Seðlabanka Íslands

Nánar
26.03.2020

Fundargerð peningastefnunefndar

Í samræmi við starfsreglur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er hér birt nýjasta fundargerð nefndarinnar, en kveðið er á um að fundargerð skuli birt tveimur vikum eftir hverja vaxtaákvörðun. Hér er því birt fundargerð fundar peningastefnunefndar 9. og 10. mars 2020, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum og kynningu þeirra ákvarðana 11. mars. Áætluðum marsfundi nefndarinnar var flýtt um eina viku frá áður boðaðri tímasetningu. (Birt miðvikudaginn 25. mars 2020 klukkan 16:00)

Nánar