logo-for-printing

21. desember 2020

Seðlabanki Íslands aðili að Network for Greening the Financial System (NGFS)

Bygging Seðlabanka Íslands
Seðlabanki Íslands hefur hlotið aðild að samtökunum Network for Greening the Financial System (NGFS). Þetta eru samtök seðlabanka og fjármálaeftirlita víðs vegar um heiminn sem hafa lýst vilja sínum og ásetningi að starfa saman að því að stuðla að og þróa bestu framkvæmd áhættustýringar í fjármálageiranum í tengslum við loftslags- og umverfismál og stuðla að sjálfbærri og umhverfisvænni fjárfestingu. Aðildarstofnanirnar taka beinan þátt í starfi samtakanna í gegnum vinnuhópa og með þátttöku á fundum samtakanna og geta þannig hvort tveggja fylgst með þeirri umræðu sem fram fer á vettvangi samtakanna og haft áhrif á umræður og stefnumótun með þátttöku sinni.

Sjá hér heimasíðu NGFS
Til baka