logo-for-printing

24. júní 2020

Yfirlýsing peningastefnunefndar og fjármálastöðugleikanefndar vegna stuðningslána

Bygging Seðlabanka Íslands

Á fundi peningastefnunefndar og fjármálastöðugleikanefndar 23. júní 2020 þar sem fjallað var um framkvæmd á veitingu ábyrgða ríkissjóðs vegna stuðningslána var samþykkt eftirfarandi yfirlýsing:

Sameiginleg yfirlýsing peningastefnunefndar og fjármálastöðugleikanefndar um sérstakan og tímabundinn veðlánaramma stuðningslána 
24. júní 2020

Seðlabanki Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneytið gerðu hinn 25. maí 2020 með sér samning um að bankinn annist framkvæmd á veitingu ábyrgða ríkissjóðs gagnvart lánastofnunum vegna stuðningslána þeirra til rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Vegna sérstöðu stuðningslána með 100% ríkisábyrgð og þeirra aðstæðna sem uppi eru vegna faraldursins hafa peningastefnunefnd og fjármálastöðugleikanefnd ákveðið að Seðlabankinn útfæri sérstakan tímabundinn veðlánaramma stuðningslána á sömu kjörum og eru á sjö daga bundnum innlánum hjá Seðlabankanum á hverjum tíma.

 

Nr. 22/2020
24. júní 2020


Til baka