logo-for-printing

18.05.2018Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 05/2018

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 04/2018 dags 18. apríl sl. þar sem að engin breyting hefur verið á meginvöxtum (stýrivöxtum) síðan þá.

Arrow right Nánar
18.05.2018Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Fyrirlestur aðalhagfræðings hjá Samiðn í dag

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, hélt fyrirlestur um stöðu efnahagsmála á fundi sambandsstjórnar Samiðnar í dag. Í fyrirlestrinum fjallaði Þórarinn m.a. um búhnykki, viðskiptaafgang, hagvöxt, atvinnu, verðbólgu og launaþróun.

Arrow right Nánar
17.05.2018Leikskólabörn í Vesturborg

Leikskólabörn í Vesturborg fræðast um verðbólgu og fjármál í Seðlabankanum

Nemendur í leikskólanum Vesturborg komu á dögunum ásamt kennurum sínum í heimsókn í Seðlabankann til að fræðast um seðla, mynt og aðra greiðslumiðla og hin ýmsu verkefni sem Seðlabankinn þarf að sinna á Íslandi. Jafnframt voru börnin frædd um mikilvægi þess að Seðlabankinn stuðli að stöðugu verðlagi svo að verðbólgudraugurinn komist ekki aftur á kreik. Þá var rætt um það hve mikilvægt það væri að fjármálafyrirtæki væru vel rekin og í góðu fjárhagslegu jafnvægi, landi og þjóð til heilla.

Arrow right Nánar
16.05.2018Forsíða Peningamála

Peningamál 2018/2

Maíhefti Peningamála hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands. Í Peningamálum, sem gefin eru út fjórum sinnum á ári, gerir Seðlabankinn grein fyrir horfum í efnahags- og peningamálum. Í ritinu er birt verðbólgu- og þjóðhagsspá ásamt ýtarlegri umfjöllun um þróun og horfur í efnahags- og peningamálum. Sú greining og sú spá sem birt er gegnir mikilvægu hlutverki við mótun peningastefnunnar hér á landi. Ritið er einnig gefið út á ensku undir heitinu Monetary Bulletin.

Arrow right Nánar
16.05.2018Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Frá vinstri: Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir, Már Guðmundsson, Arnór Sighvatsson og Gylfi Zoëga.

Yfirlýsing peningastefnunefndar 16. maí 2018

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í maíhefti Peningamála eru horfur á að hagvöxtur verði aðeins minni í ár en í fyrra. Fer þar saman hægari vöxtur útflutnings og minni vöxtur innlendrar eftirspurnar. Þetta er áþekkur hagvöxtur og gert var ráð fyrir í febrúarspá bankans og líkt og þá er talið að hann minnki frekar á næstu tveimur árum.

Arrow right Nánar