logo-for-printing

21.02.2018Fundargerð peningastefnunefndar

Fundargerð peningastefnunefndar

Peningastefnunefnd birtir fundargerðir af fundum sínum tveimur vikum eftir að tilkynnt er um vaxtaákvörðun. Hér birtist fundargerð fundar peningastefnunefndarinnar 5. og 6. febrúar 2018, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, vaxtaákvörðunina 7. febrúar og kynningu þeirrar ákvörðunar.

Arrow right Nánar
20.02.2018Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 02/2018

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 02/2018

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 01/2018 dags 16. janúar sl. þar sem að engin breyting hefur verið á meginvöxtum (stýrivöxtum) síðan þá. Grunnur dráttarvaxta, þ.e. þeir meginvextir sem eru lán gegn veði, er því óbreyttur 5,00%.

Arrow right Nánar
19.02.2018Opinn fundur peningastefnunefndar með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis

Opinn fundur peningastefnunefndar með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis

Lög um Seðlabanka Íslands kveða svo á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða skuli efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður. Fimmtándi fundur peningastefnunefndar með Alþingi var haldinn 22. febrúar 2017 kl 09:10.

Arrow right Nánar
13.02.2018Málstofa um vöxt lífeyriskerfisins í þjóðhagslegu samhengi þriðjudaginn 13. febrúar

Málstofa um vöxt lífeyriskerfisins í þjóðhagslegu samhengi þriðjudaginn 13. febrúar

Of mikið af hinu góða? Vöxtur lífeyriskerfisins í þjóðhagslegu samhengi. Málstofa um þetta efni verður haldin í Sölvhóli, fundarherbergi í Seðlabankanum þriðjudaginn 13. febrúar kl. 15:00. Frummælandi verður Gylfi Magnússon, viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Arrow right Nánar
09.02.2018Ný sameiginleg viljayfirlýsing um fjármálastöðugleika á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum

Ný sameiginleg viljayfirlýsing um fjármálastöðugleika á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing („memorandum of understanding“) viðeigandi ráðuneyta, seðlabanka, fjármálaeftirlita og skilavalda (resolution authorities) á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum um samvinnu landanna og samræmingu á sviði fjármálastöðugleika. Um er að ræða samstarf um að draga úr líkum á smitáhrifum fjármálalegs óstöðugleika á milli landanna og viðhalda virku fjármálakerfi á svæðinu.

Arrow right Nánar