logo-for-printing

17.04.2018

Vorfundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Dagana 20. og 21. apríl verður vorfundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (International Monetary and Financial Committee, IMFC) haldinn. Að venju fer fundurinn fram í Washington. Fulltrúi Norður- og Eystrasaltslandanna á fundinum að þessu sinni verður Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur nú verið birt hið skriflega ávarp hans sem finna má hér.

Í tengslum við fundinn birtir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn yfirgripsmiklar skýrslur um heimsbúskapinn, fjármálastöðugleika og ríkisfjármál. Auk þess verður stefnuyfirlýsing framkvæmdastjóra sjóðsins (Global Policy Agenda) birt. Þetta efni verður allt aðgengilegt á heimasíðu sjóðsins.

Í lok fundar fjárhagsnefndar sjóðsins hinn 21. apríl verður ályktun nefndarinnar birt.

Sjá hér beina tengingu í hið skriflega ávarp Más Guðmundssonar á vorfundi fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Til baka