logo-for-printing

17. apríl 2018

Vorfundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Dagana 20. og 21. apríl verður vorfundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (International Monetary and Financial Committee, IMFC) haldinn. Að venju fer fundurinn fram í Washington. Fulltrúi Norður- og Eystrasaltslandanna á fundinum að þessu sinni verður Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur nú verið birt hið skriflega ávarp hans sem finna má hér.

Í tengslum við fundinn birtir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn yfirgripsmiklar skýrslur um heimsbúskapinn, fjármálastöðugleika og ríkisfjármál. Auk þess verður stefnuyfirlýsing framkvæmdastjóra sjóðsins (Global Policy Agenda) birt. Þetta efni verður allt aðgengilegt á heimasíðu sjóðsins.

Í lok fundar fjárhagsnefndar sjóðsins hinn 21. apríl verður ályktun nefndarinnar birt.

Sjá hér beina tengingu í hið skriflega ávarp Más Guðmundssonar á vorfundi fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Til baka