logo-for-printing

08. janúar 2018

Útgáfudagar fyrir lánshæfismat ríkissjóðs 2018

Skógarþröstur við byggingu Seðlabanka Íslands

Matsfyrirtækjunum S&P Global Ratings, Moody’s Investors Service og Fitch Ratings er gert að birta í upphafi árs dagsetningar fyrir útgáfu fréttatilkynninga um lánshæfismat ríkja ef matið er framkvæmt af skrifstofu matsfyrirtækis eða útibúi með aðsetur í Evrópu, samanber ESB reglugerð 462/2013 (CRA3). Reglugerðin miðar meðal annars að því að auka gagnsæi í starfsemi matsfyrirtækjanna og samkvæmt henni skulu tilkynningar gefnar út á föstudögum utan opnunartíma viðeigandi markaða. Lánshæfismat getur haft mikil áhrif á lánskjör ríkja og því talið æskilegt að tilkynningar matsfyrirtækjanna séu í reglubundnum farvegi. Matsfyrirtækjunum er heimilt að birta fréttatilkynningar utan formlegra útgáfudaga, en þurfa þá að gefa skýringar til Evrópsku Verðbréfaeftirlitsstofnunarinnar (ESMA, European Securities and Markets Authority).

Þar sem aðalgreinandi Moody’s fyrir ríkissjóð Íslands hefur aðsetur utan Evrópusambandsins, þ.e. í Bandaríkjunum, er matsfyrirtækinu ekki skylt að birta útgáfuáætlun fyrir Ísland.
Birtingaráætlunin er alfarið á ábyrgð matsfyrirtækjanna sjálfra.

Matsfyrirtækin hafa birt dagsetningar 2018 fyrir Ísland sem hér segir:

 

 Matsfyrirtæki

 Dagsetning

 Dagsetning

 S&P Global Ratings

 8. júní

 7. desember

 Fitch Ratings

 8. júní  7. desember
Til baka