logo-for-printing

10. ágúst 2022Bygging Seðlabanka Íslands

Samkomulag um sátt vegna brota FX Iceland ehf. á ákvæðum laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Hinn 10. nóvember 2021 gerðu fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og FX Iceland ehf. með sér samkomulag um að ljúka máli með sátt vegna brota félagsins á lögum nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Nánar
09. ágúst 2022Bygging Seðlabanka Íslands

Viðmiðunarreglur ESMA um aðila sem markaðsþreifingum er beint til

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur sent dreifibréf til útgefenda verðbréfa og annarra sem málið varðar um viðmiðunarreglur sem Evrópska verðbréfaeftirlitsstofnunin (ESMA) hefur gefið út um aðila sem markaðsþreifingum er beint til. Fjármálaeftirlitið beinir því til útgefenda verðbréfa og annarra markaðsaðila að kynna sér umræddar viðmiðunarreglur ESMA og taka mið af þeim í starfsemi sinni eftir því sem við á.

Nánar
27. júlí 2022Bygging Seðlabanka Íslands

Árshlutauppgjör Seðlabanka Íslands fyrir fyrri helming ársins 2022

Árshlutauppgjör Seðlabanka Íslands fyrir fyrri helming ársins 2022 liggur nú fyrir. Það sýnir rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymisyfirlit samstæðunnar fyrir tímabilið frá 1. janúar til 30. júní 2022 og er birt í samræmi við 38. grein laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019.

Nánar
26. júlí 2022Bygging Seðlabanka Íslands

Brot Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja gegn 36. gr. e., 37. gr. og 39. gr. b. laga nr. 129/1997

Við yfirferð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, í febrúar 2022, á gögnum Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja (LSV) um sundurliðun fjárfestinga vegna fjórða ársfjórðungs 2021 kom í ljós að eign séreignardeildar LSV í einum verðbréfasjóði hafði farið umfram lögbundin mörk skv. 3. mgr. 39. gr. b. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (skyldutryggingu lífeyrisréttinda). Eftir skoðun fjármálaeftirlits lauk málinu með því að athugasemdir voru gerðar við starfshætti LSV.

Nánar
22. júlí 2022Bygging Seðlabanka Íslands

Samkomulag um sátt vegna brots Arion banka hf. á 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Hinn 1. júlí 2022 gerðu fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Arion banki hf. með sér samkomulag um að ljúka máli með sátt vegna brots á 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 er varðar þagnarskyldu.

Nánar