logo-for-printing

13.06.2019

Nóbelsverðlaun Halldórs Laxness í myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns á 17. júní

Nóbelsverðlaun Halldórs Laxness og fleira tengt skáldinu verður til sýnis í myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns við Kalkofnsveg 1 í Reykjavík á milli klukkan 14:00 og 18:00 á þjóðhátíðardeginum 17. júní næstkomandi í tilefni af því að nú eru um hundrað ár liðin frá útkomu fyrstu bókar skáldsins, Barni náttúrunnar. Þar verður einnig til sýnis gullstöng eins og þær sem eru hluti af gulleign í gjaldeyrisforða bankans. Þá verður sýnt valið úrval málverka í eigu Seðlabankans.

Nánar
11.06.2019

Karen Áslaug Vignisdóttir nýr forstöðumaður á sviði hagfræði og peningastefnu

Karen Áslaug Vignisdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns greiningar og útgáfu á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands. Karen er jafnframt aðstoðarframkvæmdastjóri sviðsins og staðgengill aðalhagfræðings. Hún er auk þess ritari peningastefnunefndar Seðlabankans. Karen er með meistarapróf í hagfræði frá háskólanum í Árósum í Danmörku frá árinu 2005 en hún lauk grunnnámi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Hún hefur starfað á hagfræði- og peningastefnusviði bankans frá mars 2006 og hefur gegnt stöðu forstöðumanns greiningar og útgáfu frá júlímánuði í fyrra.

Nánar
05.06.2019Peningastefnunefnd 2018

Fundargerð peningastefnunefndar

Peningastefnunefnd birtir fundargerðir af fundum sínum tveimur vikum eftir að tilkynnt er um vaxtaákvörðun. Hér birtist fundargerð fundar peningastefnunefndarinnar 20. og 21. maí 2019, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, vaxtaákvörðunina 22. maí og kynningu þeirrar ákvörðunar.

Nánar
05.06.2019Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Erindi seðlabankastjóra á alþjóðlegri ráðstefnu um lánamál ríkissjóða

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hélt í dag erindi á ráðstefnu um lánamál ríkissjóða sem er skipulögð af World Bank og fjármála- og efnahagsráðuneytinu og haldin í Hörpu dagana 3.-5. júní.

Nánar
04.06.2019Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Kynning aðalhagfræðings Seðlabankans á peningastefnunni

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd, hefur haldið erindi á fjórum stöðum til að kynna efni Peningamála nr. 2 á þessu ári og síðustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar frá 22. maí sl. Erindin voru haldin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Kviku banka, Íslandsbanka og Arion banka.

Nánar