logo-for-printing

02.12.2019Ásgeir Jónsson - SFF dagurinn 2019

Erindi seðlabankastjóra á SFF-deginum

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt erindi á SFF-deginum sem haldinn var í Hörpu fimmtudaginn 28. nóvember sl. Samtök fjármálafyrirtækja stóðu fyrir deginum sem er árviss viðburður. Á fundinum var starfsumhverfi og samkeppnishæfni fjármálafyrirtækja til umræðu. Erindi Ásgeirs sneri að þróun bankakerfisins og horfum á fjármálamarkaði í dag. Þá fjallaði hann um miðlun peningastefnunnar og samspil hennar og þjóðhagsvarúðartækja.

Nánar
02.12.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Viðskiptaafgangur var 63 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi 2019 – hrein staða við útlönd jákvæð um 714 ma.kr.

Á þriðja ársfjórðungi 2019 var 63 ma.kr. afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd samanborið við 73,8 ma.kr. afgang á sama ársfjórðungi árið áður. Halli á vöruskiptajöfnuði var 45,9 ma.kr. en afgangur á þjónustujöfnuði var 101,3 ma.kr. Frumþáttatekjur skiluðu 13,4 ma.kr. afgangi en rekstrarframlög 5,9 ma.kr. halla (sjá töflu).

Nánar
28.11.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Málstofa um áhrif ríkisfjármála á norska hagkerfið

Málstofa um þetta efni var haldin í Sölvhóli, fundarherbergi í Seðlabankanum, föstudaginn 29. nóvember kl. 14:00. Frummælandi var Arnaldur Sölvi Kristjánsson, sérfræðingur hjá norska fjármálaráðuneytinu.

Nánar
27.11.2019Lúðvík Elíasson

Lúðvík Elíasson nýr forstöðumaður á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabankanum

Lúðvík Elíasson hefur verið ráðinn í stöðu forstöðumanns rannsókna og spáa á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands. Lúðvík er með doktorspróf í hagfræði frá University of Washington í Seattle í Bandaríkjunum frá árinu 2001 en hann lauk mastersnámi við sama skóla árið 1997 og grunnnámi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1994. Lúðvík hefur starfað á hagfræði- og peningastefnusviði bankans frá mars 2018. Þar áður var hann hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði bankans tímabilið 2012-2018. Hann starfaði einnig á hagfræði- og peningastefnusviði bankans tímabilið 2001-2005 og hefur einnig starfað í fjármálakerfinu, í fjármálaráðuneytinu og í háskólasamfélaginu.

Nánar
22.11.2019Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri

Hagstjórn í hundrað ár – Erindi seðlabankastjóra

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóri fluttu erindi á málþingi Seðlabankans og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fimmtudaginn 21. nóvember um hagstjórn á Íslandi í hundrað ár.

Nánar