logo-for-printing

24. júní 2021

Grein um fullveldi og peningastefnu birt í nýjustu útgáfu Efnahagsmála

Ritið Efnahagsmál nr. 10 með greininni „Fullveldi og peningastefna“ eftir Arnór Sighvatsson hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands. Í greininni er fjallað um peningalegt fullveldi, hvernig hugmyndir um það hafa þróast í gegnum aldirnar og því verið beitt til tekjuöflunar, eflingar viðskipta eða hagstjórnar.

Nánar
24. júní 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur skráð Glym eignastýringu ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Glym eignastýringu ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 18. júní 2021, sbr. 7. gr. laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Í skráningunni felst heimild rekstraraðila til að reka sérhæfða sjóði að því gefnu að verðmæti heildareigna í rekstri aðila fari ekki umfram þau mörk sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 45/2020.

Nánar
22. júní 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 06/2021

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 05/2021 dagsett 20. maí sl. Grunnur dráttarvaxta, þ.e. lán gegn veði í 7 daga, er því óbreyttur 1,75%. Dráttarvextir verða því óbreyttir 8,75% fyrir tímabilið 1. - 31. júlí 2021.

Nánar
21. júní 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Brot Íslandsbanka hf. á fjárfestingarheimildum vörsluaðila lífeyrissparnaðar

Í desember 2020 barst Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands tilkynning frá Íslandsbanka hf. um brot á heimildum fjárfestingarleiðar vegna séreignarsparnaðar. Í tilkynningunni kom fram að eign umræddrar fjárfestingarleiðar í verðbréfasjóði (UCITS) hafi farið yfir 20% lögmælt hámark af heildareignum fjárfestingarleiðarinnar, sbr. 3. mgr. 39. gr. b. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, á tímabilinu 1.-10. desember 2020.

Nánar
21. júní 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Tímabundið þjónusturof í dagslok þriðjudaginn 22. júní

Búast má við að gagnaskilakerfi og þjónustugátt Seðlabankans ásamt gagnaveitum (BI) verði óaðgengilegar að hluta þriðjudaginn 22. júní á milli kl. 18.00 og 20:00. Jafnframt má búast við að símasambandslaust verði við aðalnúmer bankans.

Nánar