logo-for-printing

10. desember 2024

Virkur eignarhlutur í Glym hf.

Hinn 29. nóvember 2024 komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Fjárhús ehf. og eigandi þess félags, Eiríkur S. Jóhannsson, ásamt Uppi ehf. og eiganda þess félags, Hjörvari Maronssyni, væru sameiginlega hæf til að fara með yfir 50% eignarhlut í Glym hf. með beinum og óbeinum hætti, sbr. 3. mgr. 16. gr. laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og VI. kafli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Nánar
10. desember 2024Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri

Varaseðlabankastjóri með erindi hjá BHM

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, flutti á dögunum erindi á fræðslufundi BHM. Í erindi sínu ræddi Rannveig um nýlega vaxtaákvörðun peningastefnunefndar og fjallaði um horfur í efnahagsmálum og hvaða vísbendingar væri að finna í nýjustu hagtölum.

Nánar
10. desember 2024

Kynning aðalhagfræðings Seðlabankans á efni Peningamála

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands, kynnti nýlega efni nýútgefinna Peningamála, fjórða heftis 2024, á fundum í sex fjármálafyrirtækjum, þ.e. Landsbankanum, Íslandsbanka, Arion banka, Kviku banka, Fossum og Arctica. Í kynningunum greindi Þórarinn frá ýmsum atriðum varðandi efnahagsumsvif og verðbólgu.

Nánar
04. desember 2024Bygging Seðlabanka Íslands

Lækkun kerfisáhættuauka og hækkun eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki

Í dag voru birtar í Stjórnartíðindum nýjar reglur Seðlabanka Íslands um eiginfjárauka fyrir fjármálafyrirtæki vegna kerfisáhættu nr. 1414/2024 og eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki nr. 1415/2024. Báðar reglurnar voru samþykktar á fundi fjármálastöðugleikanefndar 3. desember sl.

Nánar
04. desember 2024

Fundargerð peningastefnunefndar frá 18.-19. nóvember 2024

Í samræmi við starfsreglur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er hér birt fundargerð nefndarinnar, en fundargerðina skal birta tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt. Hér er því birt fundargerð fundar peningastefnunefndar 18.-19. nóvember 2024, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum og kynningu þeirra ákvarðana 20. nóvember.

Nánar