logo-for-printing

08. mars 2021

Varaseðlabankastjóri með grein um jafnréttismál í nýrri skýrslu

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, birti í dag, mánudaginn 8. mars, grein í jafnréttisskýrslu hugveitunnar OMFIF (Official Monetary and Financial Institutions Forum). Skýrslan kemur út árlega og er ætíð gefin út á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars. Skýrslan ber heitið OMFIF Gender Balance Index 2021 og er þetta áttunda útgáfuár hennar.

Nánar
08. mars 2021Bygging Seðlabanka Íslands

A/F rekstraraðili ehf. skráð sem rekstraraðili sérhæfra sjóða

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði A/F rekstraraðila ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 4. mars 2021 sbr. 7. gr. laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Nánar
08. mars 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Uppfærðar hagtölur á vef Seðlabankans

Seðlabanki Íslands hefur birt uppfærðar hagtölur fyrir febrúar 2020 á vef sínum. Það eru tölur um gjaldeyrismarkað, erlenda stöðu Seðlabankans, krónumarkað og raungengi krónunnar.

Nánar
04. mars 2021

Ný rannsóknarritgerð um verðlagsáhrif gengisbreytinga, peningastefnu og raungengi

Seðlabanki Íslands birtir hér rannsóknarritgerðina „Exchange rate pass-through, monetary policy, and real exchange rates: Iceland and the 2008 crisis“ eftir þá Sebastian Edwards og Luis Cabezas hjá University of California. Þeir nota gögn til þess að varpa ljósi á tvo þætti sem tengjast verðlagsáhrifum gengisbreytinga. Þeir komast að því að verulega dró úr verðlagsáhrifum gengisbreytinga eftir umbætur á peningastefnunni í kjölfar hrunsins.

Nánar
02. mars 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Viðskiptaafgangur 22,1 ma.kr. á fjórða ársfjórðungi 2020 – hrein staða við útlönd jákvæð um 1.039 ma.kr.

Á fjórða ársfjórðungi 2020 var 22,1 ma.kr. afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd samanborið við 2,9 ma.kr. ársfjórðunginn á undan. Viðskiptaafgangur fyrir árið 2020 í heild nam 30,9 ma.kr. samanborið við 193,9 ma.kr. fyrir árið á undan. Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.039 ma.kr. eða 35,3% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 83 ma.kr. eða 2,8% af VLF á fjórðungnum.

Nánar