logo-for-printing

13. september 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Eldri gagnaskilakerfum Seðlabanka Íslands lokað 14. október en vefþjónustur aðgengilegar lengur

Hér með tilkynnist að eldri gagnaskilakerfum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins verður lokað 14. október næstkomandi. Til þess að forðast óþægindi, og mögulegar dagsektir vegna síðbúinna skila, eru skilaaðilar hvattir til að hefja notkun nýs gagnaskilakerfis Seðlabankans svo fljótt sem verða má, hafi þeir ekki þegar tekið það í notkun.

Nánar
10. september 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Fossar GP ehf. afskráð sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands felldi Fossa GP ehf. af skrá yfir rekstraraðila sérhæfðra sjóða skv. 7. gr. laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, að beiðni félagsins, hinn 8. september 2021.

Nánar
08. september 2021Peningastefnunefnd: f.v. Rannveig Sigurðardóttir, Gylfi Zoëga, Ásgeir Jónsson, Katrín Ólafsdóttir og Gunnar Jakobsson

Fundargerð peningastefnunefndar 23. til 24. ágúst

Í samræmi við starfsreglur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er hér birt nýjasta fundargerð nefndarinnar, en fundargerð er birt tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt.

Nánar
08. september 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Uppfærðar hagtölur á vef Seðlabankans

Birtar hafa verið uppfærðar hagtölur fyrir ágústmánuð á vef Seðlabanka Íslands. Þetta eru tölur um gjaldeyrismarkað, raungengi, erlenda stöðu Seðlabankans og krónumarkað.

Nánar
06. september 2021Working Paper. Wages and prices of foreign goods in the inflationary process in Iceland

Ný rannsóknarritgerð um aðferðir til að spá um verðbólgu og þátt launa- og gengisbreytinga í verðbólguferlinu

Seðlabanki Íslands hefur gefið út rannsóknarritgerðina „Wages and prices of foreign goods in the inflationary process in Iceland“ eftir Ásgeir Daníelsson. Í ritgerðinni er fjallað um tölfræðilegar aðferðir við að meta jöfnur til að spá verðbólgu á Íslandi.

Nánar