logo-for-printing

16. janúar 2024

Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2023

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands hefur birt yfirlitsfrétt um gjaldeyrismarkað, gengisþróun og gjaldeyrisforða á árinu 2023. Þar kemur meðal annars fram að gengi krónunnar hafi hækkað um 1,5% á árinu 2023 og heildarvelta á millibankamarkaði dregist saman um 37% frá fyrra ári. Seðlabankinn greip tvívegis inn í gjaldeyrismarkaðinn á árinu til þess að draga úr sveiflum í gengi krónunnar og seldi erlendan gjaldeyri fyrir 5,5 ma.kr. en keypti ekki gjaldeyri. Minni sveiflur voru í gengi krónunnar á árinu en undanfarin ár. Gjaldeyrisforði nam 790 ma.kr. í árslok eða 20% af vergri landsframleiðslu.

Sjá nánar í meðfylgjandi frétt:

Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2023. Frétt nr. 1/2024, 16. janúar 2024.

Sjá hér fyrri yfirlitsfréttir um gjaldeyrismarkað, gengisþróun og gjaldeyrisforða

Til baka