logo-for-printing

15. febrúar 2024

Erna Hjaltested skipuð í fjármálaeftirlitsnefnd

Bygging Seðlabanka Íslands

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Ernu Hjaltested í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands til þriggja ára frá og með 9. febrúar 2024. Erna er skipuð í stað Guðrúnar Þorleifsdóttur sem baðst lausnar í janúar. Samkvæmt 15. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands skipar ráðherra þrjá sérfræðinga í málefnum fjármálamarkaðar í fjármálaeftirlitsnefnd, en ásamt þeim eiga varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits og varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika sæti í nefndinni, auk seðlabankastjóra sem er formaður nefndarinnar.

Fjármálaeftirlitsnefnd tekur þær ákvarðanir sem taldar eru upp í 2. mgr. 15. gr. laga um Seðlabanka Íslands, m.a. um álagningu stjórnvaldssekta, dagsekta, kæru til lögreglu vegna meintra brota, afturköllun starfsleyfis vegna alvarlegra eða ítrekaðra brota og frávikningu stjórnarmanns og framkvæmdastjóra vegna brotlegrar háttsemi. Þá setur nefndin stefnu um beitingu stjórnsýsluviðurlaga og þvingunarúrræða og skal veita umsögn um stefnumarkandi áherslur í fjármálaeftirliti.

Sjá nánar hér:
Lög um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Sjá einkum greinar 15. og 16.
Um fjármálaeftirlitsnefnd


Til baka