logo-for-printing

18.01.2019Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Hin efnahagslegu þyngdarlögmál – kjarasamingar, peningastefnan og þjóðarbúskapurinn

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, flutti í gær erindi fyrir starfsmenn embættis ríkissáttasemjara um kjarasamninga, peningastefnu og þjóðarbúskapinn. Í erindinu fjallaði Þórarinn meðal annars um áhrifaþætti raunlauna og um áhrif launhækkana á þjóðarbúið.

Nánar
18.01.2019Bygging Seðlabanka Íslands og Esjan á bakvið

Gjaldeyrismarkaður, gengisþróun og gjaldeyrisforði árið 2018

Gengi krónunnar lækkaði um 6,4% á árinu 2018 og velta á millibankamarkaði með gjaldeyri dróst mikið saman frá fyrra ári. Á síðari hluta ársins 2018 seldi Seðlabankinn gjaldeyri á millibankamarkaði í þrjú skipti með það að markmiði að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Gengi krónunnar var tiltölulega stöðugt fyrstu átta mánuði ársins og velta var lítil. Á haustmánuðum skapaðist órói á gjaldeyrismarkaðnum, m.a. vegna óvissu í flugrekstri, og gengi krónunnar lækkaði. Í desember hækkaði gengi krónunnar á ný eftir nokkuð skarpa lækkun frá því í byrjun september. Seðlabankinn keypti þá gjaldeyri á millibankamarkaði í fyrsta skipti í meira en ár. Gjaldeyrisforði nam 736 ma.kr. í árslok og nam 26% af vergri landsframleiðslu.

Nánar
11.01.2019Skjaldarmerki

Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals

Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals. Tilgangur styrksins er að styðja framtak sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf.

Nánar
11.01.2019Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Guðjón Kristinsson, sölu- og markaðsstjóri BSI á Íslandi

Seðlabanki Íslands hlýtur jafnlaunavottun

​Seðlabanki Íslands hlaut í gær formlega jafnlaunavottun, en það er vottun um að Seðlabankinn starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Seðlabankinn er fyrsti seðlabankinn í heiminum sem hlýtur þessa jafnlaunavottun. Formlegum úttektum á jafnlaunakerfi Seðlabanka Íslands lauk í desember 2018. Það var BSI á Íslandi sem framkvæmdi úttektina en BSI er faggild skoðunarstofa á Íslandi og umboðsaðili BSI-group (British Standards Institution). Úttektirnar voru tvær þar sem metið var hvort öll skilyrði ÍST 85:2012 staðalsins hafi verið uppfyllt í jafnlaunakerfi bankans. Bankinn stóðst báðar úttektir án frávika og hefur nú fengið formlega jafnlaunavottun.

Nánar
04.01.2019Skógarþröstur við byggingu Seðlabanka Íslands

Breyttur birtingartími hagtalna á vef Seðlabankans

Nú í upphafi árs 2019 færist birtingartími Hagtalna Seðlabankans frá kl. 16.00 síðdegis til kl. 9.00 árdegis. Fyrsta birting á breyttum tíma verður næstkomandi mánudag, 7. janúar klukkan 9:00. Frá því að Seðlabankinn hóf að birta hagtölur hafa þær verið birtar kl. 16.00. Með aukinni notkun vefmiðla og samfélagsmiðla þar sem fréttir birtast allan sólarhringinn er talið hentugra að birta hagtölur fyrr að deginum. Seðlabankinn er aðili að sérstökum birtingarstaðli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Staðallinn gerir m.a. ráð fyrir að birtingaráætlun hagtalna sé ákveðin fyrirfram og ákveður því Seðlabankinn birtingardaga hagtalna ár fram í tímann.

Nánar