logo-for-printing

20.09.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Málstofa um gengisþróun, innlenda útlánaþenslu og þjóðhagsvarúð

Málstofa um þetta efni verður haldin í Sölvhóli, fundarherbergi í Seðlabankanum, þriðjudaginn 8. október kl. 15:00. Frummælandi: Þorvarður Tjörvi Ólafsson, sérfræðingur (e. Senior Financial Sector Expert) hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, PhD

Nánar
19.09.2019Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir nýir varaseðlabankastjórar

Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir nýir varaseðlabankastjórar

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri, og Unnur Gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hafa verið fluttar í starf varaseðlabankastjóra. Í nýjum lögum um Seðlabanka Íslands, sem samþykkt voru í júní sl. er kveðið á um að skipaðir verði þrír varaseðlabankastjórar til fimm ára í senn. Einn varaseðlabankastjórinn leiði málefni sem varða peningastefnu, annar málefni sem varða fjármálastöðugleika og sá þriðji málefni sem varða fjármálaeftirlit.

Nánar
19.09.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 09/2019

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 08/2019 dagsett 20. ágúst sl. en grunnur dráttarvaxta sem er lán gegn veði í 7 daga, lækkaði við síðustu meginvaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands undir lok ágúst sl. og er nú 4,25%.

Nánar
17.09.2019Peningastefnunefnd 2019

Opinn fundur peningastefnunefndar með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis

Lög um Seðlabanka Íslands kveða svo á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða skuli efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður. Átjándi fundur peningastefnunefndar með Alþingi var haldinn 19. september kl. 09:00. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, og formaður peningastefnunefndar, og Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og peningastefnunefndarmaður, mættu á fundinn.

Nánar
16.09.2019Hópur kvenna sem voru fundargestir á málþingi í Jackson Hole

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri á fundi seðlabankafólks í Jackson Hole

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri sótti á dögunum fund seðlabankafólks í Jackson Hole í Wyoming í Bandaríkjunum. Þar var rætt um þær áskoranir sem peningastefnan stendur frammi fyrir. Góð þátttaka kvenna vakti athygli á fundinum, en um helmingur fyrirlesara, andmælenda og þátttakenda í pallborðsumræðum voru konur.

Nánar