logo-for-printing

21.03.2019Skógarþröstur við byggingu Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 03/2019

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 02/2019 dags 19. febrúar sl. þar sem að engin breyting hefur orðið á meginvöxtum (stýrivöxtum) síðan þá. Grunnur dráttarvaxta, þ.e. þeir meginvextir sem eru lán gegn veði í verðbréfum, er því óbreyttur 5,25%.

Nánar
20.03.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Yfirlýsing peningastefnunefndar 20. mars 2019

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum hægði nokkuð á hagvexti á seinni hluta síðasta árs frá því sem hann hafði verið á fyrri hluta ársins. Hagvöxtur var 4,6% á árinu öllu en í febrúarspá sinni hafði Seðlabankinn gert ráð fyrir að hann yrði 4,3%. Nýlegar vísbendingar um efnahagsumsvif og af vinnumarkaði benda til þess að spenna í þjóðarbúskapnum haldi áfram að minnka.

Nánar
05.03.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Nýjar reglur um bindingu reiðufjár og meðferð krónueigna

Reglur nr. 223/2019, um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris, og reglur nr. 224/2019 um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, hafa verið birtar í Stjórnartíðindum, í dag, 5. mars 2019. Tilefni reglnanna og þær breytingar sem þær hafa í för með sér voru kynntar með fréttatilkynningu á vef Seðlabankans 4. mars 2019. Reglurnar taka gildi á morgun, 6. mars 2019. Nýjar reglur um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris fela meðal annars í sér lækkun á bindingarhlutfalli frá eldri reglum úr 20% í 0%, frá og með 6. mars 2019.

Nánar
05.03.2019Skógarþröstur við byggingu Seðlabanka Íslands

Málstofa í dag: Lausafjárstýring Seðlabankans og hagkvæmustu leiðir miðað við mismunandi forsendur

Málstofa verður haldin í dag um stýringu lausafjár hjá Seðlabanka Íslands og hagkvæmustu leiðir til þess miðað við mismunandi forsendur. Málstofan verður í Sölvhóli, fundarherbergi í Seðlabankanum, og byrjar í dag, þriðjudaginn 5. mars, kl. 15:00. Frummælandi: Ragnheiður Jónsdóttir hagfræðingur.

Nánar
04.03.2019Bygging Seðlabanka Íslands

Losun fjármagnshafta á aflandskrónueigendur og lækkun sérstakrar bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi

Lög nr. 14/2019, um breytingu á lögum um nr. 87/1992, um gjaldeyrismál og lögum nr. 37/2016, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, hafa verið birt í Stjórnartíðindum 4. mars 2019, sbr. tilkynningu á vef Stjórnartíðinda. Breytingarnar sem lögin fela í sér voru kynnt með fréttatilkynningu á vef Seðlabankans hinn 7. desember 2018, þegar frumvarpið var lagt fram. Lögin taka gildi á morgun, 5. mars 2019.

Nánar