logo-for-printing

04. janúar 2019

Breyttur birtingartími hagtalna á vef Seðlabankans

Skógarþröstur við byggingu Seðlabanka Íslands

Nú í upphafi árs 2019 færist birtingartími Hagtalna Seðlabankans frá kl. 16.00 síðdegis til kl. 9.00 árdegis. Fyrsta birting á breyttum tíma verður næstkomandi mánudag, 7. janúar klukkan 9:00.

Frá því að Seðlabankinn hóf að birta hagtölur hafa þær verið birtar kl. 16.00. Með aukinni notkun vefmiðla og samfélagsmiðla þar sem fréttir birtast allan sólarhringinn er talið hentugra að birta hagtölur fyrr að deginum.

Seðlabankinn er aðili að sérstökum birtingarstaðli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Staðallinn gerir m.a. ráð fyrir að birtingaráætlun hagtalna sé ákveðin fyrirfram og ákveður því Seðlabankinn birtingardaga hagtalna ár fram í tímann.

Birtingaráætlun ársins 2019 má finna á vef bankans https://www.sedlabanki.is/hagtolur/birtingaraaetlun/ Þar er jafnframt er hægt að hlaða niður birtingaráætluninni í rafræn dagatöl (Outlook).

Sjá hér Hagtölur Seðlabankans.

Til baka