logo-for-printing

20. apríl 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 04/2021

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 03/2020 dags 19. mars sl. þar sem að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að halda meginvöxtum bankans óbreyttum við síðustu meginvaxtaákvörðun sína hinn 24. mars sl. sbr. yfirlýsingu þar um sama dag.

Nánar
20. apríl 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Skýrsla fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis

Skýrsla fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis um störf nefndarinnar á árinu 2020 er nú aðgengileg á vef bankans.

Nánar
20. apríl 2021

Fyrsta eintak Fjármálaeftirlits komið út

Fyrsta eintak Fjármálaeftirlits hefur verið birt á vef Seðlabankans. Með árlegri útgáfu ritsins hyggst Seðlabankinn tryggja viðeigandi gagnsæi um störf og áherslur innan bankans á sviði fjármálaeftirlits með því að skýra frá því hvernig bankinn vinnur að þeim verkefnum sem Seðlabanka Íslands er falið í lögum eftir sameiningu hans og Fjármálaeftirlitsins og upplýsa eftirlitsskylda aðila um helstu áherslur í yfirstandandi verkáætlun.

Nánar
19. apríl 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Opinn fjarfundur á Alþingi um Skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar til Alþingis

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fjarfund í dag, þriðjudaginn 20. apríl, klukkan 9:00 um Skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2020.

Nánar
19. apríl 2021Bygging Seðlabanka Íslands

Árlegar viðræður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag álit sendinefndar sinnar (e. Concluding Statement) eftir fundi hennar með íslenskum stjórnvöldum og öðrum hagaðilum síðustu þrjár vikur. Fundirnir eru hluti af árlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu og horfum í íslensku atvinnulífi (e. Article IV Consultation). Viðfangsefni fundanna að þessu sinni var einkum Covid-19-heimsfaraldurinn, afleiðingar og viðbrögð við honum. Hliðstæðar úttektir eru gerðar í öllum aðildarlöndum sjóðsins.

Nánar