logo-for-printing

23. febrúar 2021

Ný lög um fjárhagslegar viðmiðanir

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands sendi nýlega dreifibréf til eftirlitsskyldra aðila til að vekja athygli á lögum nr. 7/2021 um fjárhagslegar viðmiðanir. Lögin kveða m.a. á um nýjar skyldur aðila sem sjá um gerð fjárhagslegra viðmiðana eða leggja til inntaksgögn í slíkar viðmiðanir. Þá hvíla einnig skyldur á aðilum sem nota slíkar viðmiðanir. Allir sem telja þetta mál sig varða eru hvattir til að kynna sér efni dreifibréfsins og upplýsingasíðu á heimasíðu Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.

Sjá nánar: Lög nr. 7/2021 um fjárhagslegar viðmiðanir.
Til baka