
16. mars 2021
Velta greiðslukorta í febrúar 2021

Velta innlendra greiðslukorta í verslunum innanlands nam 63,4 ma.kr. sem er hækkun um 6,0 ma.kr. milli ára og skiptist veltan í mánuðinum þannig að velta debetkorta nam 31,0 ma.kr og velta kreditkorta nam 32,4 ma.kr. Velta innlendra greiðslukorta í verslunum erlendis nam 7,7 ma. kr. sem er lækkun um 4,7 ma.kr milli ára.
Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í febrúar 2021 nam 1,4 ma.kr. sem jafngildir 12,8 ma.kr. lægri veltu miðað við fyrra ár.
Sjá nánar: Greiðslumiðlun - Febrúar 2021